Vikan

Issue

Vikan - 09.12.1976, Page 4

Vikan - 09.12.1976, Page 4
SKRAUTLEGUR TENINGUR: Börnin hafa alltaf ánægju af að hjálpa til við undirbúning jólanna og ekki hvað síst að búa til jólaskrautið sjálf. Ánægjan er margföld á við það að fara út í búð og kaupa rándýrt skraut. Það þarf ekki að kosta miklu til við að búa til þessa hluti, sem við sýnum ykkur hér, þeir eru líka einfaldir og auðgerðir. Svo hjálpast allir á heimilinu að, það er alltaf gaman að svona dútli fyrir fullorðna sem börn. ÖSKJUR ÚR MJÓLKURFERNUM: Þið fylgið teikningunni. Ef þið notið líters fernu verður askjan um það bil 10 sentimetra há. i lokið þarf 7 sentimetra af fernunni (og þreidd fernunnar) og 2 sentimetra til að stinga niður í raufina. Litskrúðugur pappír er svo settur utan um öskjurnar, eða þær eru málaðar og skreyttar eftir smekk. SKREYTT KERTI: Klippið munstur út í silkipappír, munið að mæla pappírinn við kertið, ef munstrið á að ná hring- inn. Áður en pappírinn er festur við kertið, eigið þið að bræða paraffin (fæst í málningarvöru- verslunum) í litlum potti. Gætið þess að það ofhitni ekki — farið aldrei frá því á straum, því að það getur tekið eld. Dýfið nú litlum pensli í paraffinið, leggið munstrið á kertið og strjúkið yfir með penslinum. Það þarf að dýfa penslinum aftur í eftir eina eða tvær strokur og þið hafið paraff- inið við hita allan tímann, svo að það gangi vel í gegnum pappír- inn. Munið að hafa eitthvað undir tíl hlífðar borðinu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.