Vikan

Issue

Vikan - 09.12.1976, Page 11

Vikan - 09.12.1976, Page 11
hvemig Pósturinn les úr skriftinni. Hann ætti nú ekki annaö eftir en að fara aö kenna sauðsvörtum almúganum ÖH þau brögö og klæki, sem þarf ti/ þess aö ná góðum árangri í þeirri /ist. Aldeilis ekki gæskan. Pósturinn ætlar svo sannarlega að sitja einn aö sinni köku. SKALLI. Kæri Póstur! Ég skrifa þér í vandræðum mínum og biö þig allra náðar- samlegast að gefa mér nú góð ráð. Þannig er mál með vexti, að ég er alveg að fá skalla. Háriö er semsé tekiö að þynnast allmjög og ég er ekki hræddur við skallann að ástæðulausu, því að pabbi og afi eru báðir sköllóttir. Þetta finnst mér nú alveg hræðilegt, og mig minnir að ég hafi lesið það einhversstaðar, að hægt væri að láta gróðursetja hár í skalla með góðum árangri. Getur þú nú Póstur minn sagt mér, hvort hægt er að láta gera slíkar aðgerðir hér á landi eða á Norðurlöndunum? Hvað það kostar og hve langan tíma það tekur að jafna sig? Ég hef farið til lækna, en ekki fengið nein almennileg svör eða lækningu með þessu meðaladóti þeirra. Viltu vera svo góöur að benda mér á einhvern lækni, sem er sérfræðingur í svona sjúkdóm- um. Með fyrirfram þökk, Skallagrimur. P.S. Hvað lestu úr skriftinni? Hvernig er stafsetningin? Póstinum þykir miður að þurfa að tjá þér niðurstööur sínar í þessum málum. Ennþá hefur læknavísindunum ekki tekist að vinna bug á skallanum, þrátt fyrír a/la slna tækni. / snyrtivöruversl- unum fæst að vlsu hárnæringar- krem, sem margir nota og ef þú hefur ekki reynt það ættirðu að athuga með það. Sé hægt að græða upp skal/a hér á landi eða erlendis ættu læknar helst að vita um það, og er því best fyrir þig að leita upplýsinga hjá þeim. Læknar þeir, sem þú hefur leitað til, en ekki fengið neina bót hjá, ættu llka að geta bent þér á einhverja starfsbræður sína, sem eru sér- hæfðir í þessum efnum. Nú eru llka komnar á markaðinn mjög góðar hárkollur, og eru þær notaðar af karímönnum með góð- um árangri. Þessar hárkollur eru svo eðlilegar, að illmögulegt er að ■ greina þær frá ekta hári. Á það má líka benda, að skalli er alls ekki alltaf lýti á mönnum. Til dæmis eru þeir Yu/ Brynner og Tel/y Savalas báðir sköllóttir, en þó taldir meðai mestu kvennagulla heims. Pósturinn vonast til að þessi svör gagni þér að einhverju leyti og að þú vinnir baráttu þína við skallann. Úr skriftinni les ég nærgætni, en ekki er /aust við, að þar gæti dálltillar taugaveik/unar Ifka. Staf- setningin þyrfti að vera miklu betri. Þú þarft að tæra betur regl- urnar um ypsilom. GÓÐMEÐSIG. Elsku Póstur! Við erum hérna tvær stelpur og okkur langar til að leita ráða hjá þér. Við erum alveg í vandræð- um með vinkonu okkar. Hún er að vísu ágætisstelpa, en oft er hún svo góð með sig, að það er alls ekki hægt aö þola hana. Við erum búnar að gera allt sem við getum til þess að koma henni í skilning um þetta, en allt kemur fyrir ekki. Þegar hún er sem montnust og leiðinlegust gerir hún oft leiðin- legt grín að öðrum, og skapar þaö henni óvinsældir. Okkur þykir vænt um þessa vinkonu okkar og viljum gjarna reyna að hjálpa henni ef hægt er. Vilt þú nú Póstur góður gefa okkur einhver góð ráð. Tvær hjálpsamar. Póstinum þykir líklegt, að vin- kona ykkar sé haldin minnimáttar- kennd, sem síðan brjótist út á þennan hátt. Þótt það sé ef til vil/ dálltið ótuktarlegt, ættuð þið að reyna einhvern tima að koma fram við hana, eins og hún kemur fram við aðra, og athuga hver áhrif það hefur. Ef hún bregst hin versta við, þá getfð þið notað tækifærið og sagt henni, að þið hafið einungis verið að leika hana sjálfa. Vonandi gengur þetta allt saman ve/, svo að þið losnið við allar áhyggjurnar. TELFT Á TÆPASTA VAÐ. Keith Carr fyrrverandi orrustu- flugmaður aðstoðar skæruliða, sem berjast fyrir frelsi föður- landsins. Sekúntubrot ráða úr- slitum um líf eða dauða. Það þarf karlmennsku og klókindi i þeim hildarleik. Snilldarlega skrifuð bók, sem verður lesin i einni lotu. Margfaldur metsöluhöfundur. HJARTA MITT HRÓPAR Á ÞIG. Ástarsaga, sem gerist að hluta í Agadir, þar sem jarðskjálftar og flóðbylgja orsökuðu miklar hörmungar 29. febr. 1960. Ástir og dularfullir atburðir fylla síður bókarinnar. Það sýnir best vin- sældir þessarar bókar eftir Erling Poulsen, að hún hefur verið endurprentuð oftsinnis. UPP Á LÍF OG DAUÐA. Sjö fallhlífahermenn svífa niður í frumskóga Burma, þar sem japanir höfðu búið um sig. Fallhlífasveitin átti að sprengja í loft upp þýðingarmikla brú. Þetta er hörkuspennandi frásögn um ótrúlega hreysti og karl- mennsku. Höfundurinn er sjálfur meistar- inn Francis Clifford. ÖRLÖG OG ÁSTARÞRÁ. Cecilia Walters elskaði Hákon Bor^, en óttaðist hann samtímis. Hann var faðir barnsins, sem hún hafði gefið frá sér. Hver var dularfulli maðurinn í svarta frakkanum? Bodil Forsberg skrif- ar enn sem fyrr heillandi og spennandi bók um dularfull ör- lög og heitar ástríður. HÖRPUÚTGÁFAN Akranesi. 50. TBL. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.