Vikan

Tölublað

Vikan - 09.12.1976, Blaðsíða 21

Vikan - 09.12.1976, Blaðsíða 21
voru, störðu á stofuhurðina, og húsfreyja sté fœti fram eins og hún hyggðist ganga í áttina til dyranna. En skyndilega lukust þær upp og í þeim stóðu tveir veðurbarðir menn með klakaða kind á milli sín. Hún var hyrnd, og annað hornið var mun styttra en hitt. Þeir kipptu henni inn fyrir og skelltu aftur hurðinni, ogannar þeirra, fimmtán, sextán ára unglingur, gekk til húsfreyju, sem tók hann þegjandi i faðm sér. Hann reif sig lausan, kyssti gömlu kon- una og síðan Disu og Egil. Meðan á þessu stóð, starði Jóhannes bóndi brosandi á fólkið, en Hyrna stóð píreyg og svipaðist um, en brokkaði svo allt í einu af stað inn gólfið, stökk upp á dívaninn, lagðist þar kirfilega og horfði svo að þvi er virtist dreymin á kertaljósið. Það var Egill litli, sem fyrstur gaf þessu gaum. Hann hló, iðaði sér til og sagði: ,,Ne-ei, sko! Æ, gaman, gaman!” Hitt fólkið leit á Hyrnu, og allir fóru að hlæja, enda skók hún sinn hyrnda haus, svo að út frá henni stóð hringmyndaður snjóýringur, sem glitraði eins og geislabaugur í skæru lampaljósinu. Svo rankaði þá húsfreyja við sér: „Hvað er nú þetta stand? Ætli maður þyrfti ekki að minnsta kosti að hugsa eitthvað um blessaðan drenginn!” Hinn heimkomni sonur leit á móður sína og svo ó stofugólfið, en móðir hans sagði: ,,Um stofugólfið þarf ekki að hugsa, ég kalla það blessaða yatns- vætu, sem á það drýpur núna og eins á dívaninn, en þú munt einhvers...” „Þurfandi, vildurðu sagt hafa, mamma mín, en vertu nú bara róleg. Það er ekkert að mér, en nú er best, að ég segi ykkur frá.” Og hann tyllti sér á stólinn, sem móðir hans hafði setið á, húslestrastólinn, sem var orðinn gamall í búinu á Leiti. Svo gekk þá faðir hans inn að dívaninum og settist fyrir framan Hyrnu, sem kippti sér ekkert upp við það. Og nú beindust allra augu að Halldóri, sem hóf frásögn sína í ósköp rólegum og þó glaðlegum tón: „Það féll alveg óvænt bótsferð í morgun norður til Grjóteyrar, og skólastjórinn leyfði mér að fara. Um nónbilið lagði ég svo á dalinn og heiðina, því að þá var ekki annað að sjá en að veðrið væri einsýnt. Það var nú þæfingsfæri og þungfær broti, þegar á heiðina kom, en mér skilaði ágætlega, enda stillilogn og ég vel sofinn og hvíldur. En þegar ég var kominn spölkorn niður fyrir Dalkot, skellti hann á ósköpunum. Ég varð beinlínis að fara hægt og ganga álútur og hokinn í hnjám til þess að hann barasta feykti mér ekki, og vitaskuld sá ekki út úr augunum. Ég hélt ég mundi þó alltaf finna bæinn hérna eða verða að minnsta kosti var við girðing- una, þó að hana kynni að hafa fennt í kaf, en nei, nei. Það hvessti enn meira, og ég varð frekar að skríða en ganga, þegar verst lét, og undir slíkum kringumstæðum er nú allt annað en hægðarleikur að átta sig, þó að hann pabbi geti það. Þegar ég hélt mig vera kominn niður undir bæinn, þá fór ég að snúast fram og aftur, en fann ekki nokkurt hús. Loks taldi ég mig kominn það neðarlega, að ég fór að verða hræddur um, að ég lenti í ána, þar sem hún bregður i bugðu og dýpkar /-------------------------- mikið eins og þið kannist við. En þá sökk ég dýpra i snjóinn en áður og taldi mig kominn í laut. Ég staldr- aði við, og gegnum strompinn heyrði ég eymdarlegan jarm rétt hjá mér. Ég gekk á hljóðið og steig niður í snjólausa dæld, og þá varð fyrir mér hór og breiður steinn. Ég var auðvitað kominn í Steinslaut- ina, og svo heyrði ég þá aftur jarm og beygði mig og þreifaði. Nú, það var ekkert um að villast, hornin sögðu til sín. Þarna kúrði hún sig niður, hún Skakkhyrna okkar, í hléi við steininn. En svo var ég orðinn ringlaður, að ég treysti mér eigin- lega ekki til að taka rétta stefnu á fjárhúsin, ærhús eða lambhús, hvað þá að striða á móti storminum upp að bænum, án þess að villast á leiðinni. Ég kúrði mig svo niður hjá Skakkhyrnu, sem nusaði af mér og varð vist fegin félagsskapnum. En... enþráttfyrir skjólið, já, þrátt \ það er vit í vetrarskeAun SKODA Velarþvottur Stilltir ventlar Hert strokklok (head) Hreinsaóur og stilltur blöndungur Ath. bensínslöngur Hreinsuó gruggkúla Hreinsuú bensíndœla Atþ. kerti Þjöppunarmœling Stilltar platínur Ath. kveikjuþéttir Ath. kveikjuþrœói Ath. kveikjulok og hamar Kveikja smuró Vatnsdœla smuró Ath. viftureimar Smuróar legur vió kceliviftu Ath. loftsíu Mœldur frostlögur Hert botnpanna kr. 7.700.- íverói: kerti og platínur Ath. vélarþéttingar v/|eka Ath. kœlikerfi v/leka Mœld hleósla Mceldur rafgeymir Hreinsuó rafgeymasambönd Stillt kúpling Smuró kúplingslega Ath. slit í stýrisupphengju Ath.slit i spindlum Ath. slit í mióstýrisstöng Ath. slit í stýrisvél Ath. hemlarör Ath. magn hemlavökva Jafnaóir hemlar Ath. handhemil Ath. þurrkublöó og armar Ath. rúóusprautur Ath. Ijos Huróarskrar og lœsingar smuróar Bensíngjöf smuró Ath. gírkassaþéttingar v/leka Áth. mióstöó Ath. loft íhjolböróum og slit Ath. olíaévél Reynsluakstur Tékkneska biíreiúaumboðiú Auóbrekku 44-46 — Kópavogi — S. 42600 50. TBL. VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.