Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 09.12.1976, Qupperneq 56

Vikan - 09.12.1976, Qupperneq 56
— fylary, sagði hann og strauk hendinni gegnum hárið með fullorð- inslegum hreyfingum. — Er ekki rétt, að maður geti trúað vini sínum fyrir vandamálum sínum? — Auðvitað, Jonathan. — Hverju sem er, sem sagt? Líka því, sem maður annars segði engum lifandi manni? — Bókstaflega öllu. Annars væri ekki um sanna vináttu að ræða. Um hvað ert þú að hugsa? Hann laut fram og fálmaði undir bekkinn og dró fram fataknýti, sem var bundið við staf. Hann settist með knýtið í fanginu. — Ég hefi í hyggju að strjúka? Hún hefði hlegið, ef einhver annar en Jonathan hefði sagt þetta. Hann var svo einmana og sorg- mæddur, svo aumkvunarverður með knýtið sitt í fanginu — hann leit út eins og teikning i sögu eftir Mark Twain — og sú mynd átti engan veginn heima í London nútímans. Hún lagði hönd sína var- lega á hans. * > JÓLALJÓS Jólaskeiðin íár erúr silfri. Verð kr. 3.200. JENS GUÐJÓNSSON, gullsmiöur Laugavegi 60, og Suðurveri sími 12392 Sendum í póstkröfu. I * — Segðu mér, hvers vegna þú ætlar að strjúka. — Já. Það er engin ástæða til þess að Albert frænda sé íþyngt með að hafa mig vegna þess eins að hann var bróðir pabba og að pabbi er dáinn...orðin streymdu af vörum hans. — Það eru til margir staðir fyrir mig og mína lika. Heim- iii fyrir munaðarlausa drengi og þessháttar. Ég vildi óska, að ég hefði farið þangað strax. — Nei Jonathan, svona máttu ekki tala. Ég er viss um, að frændi þinn venst því að hafa þig hjá sér — þú veist, að hann er óvanur drengjum. En ég er viss um, að honum fellur það vel að hafa þig hjá sér. Og hvað ætlar þú þér að gera, ef þú stendur við áformið? Hvert ætlarðu að fara, hvemig ætlar þú að bjarga þér? Mikið mátti hann vera blindur þessi frændi, sem ekki hafði séð, hvert stefndi með drenginn. — Ég gæti unnið i sirkus, sagði Jonathan alvarlegur. — Bukefalos kann listir, og við gætum unnið fyrir mat okkar. Ég gæti líka hjálpað til í gripahúsunum. Við björgum okkur. Ábyrgðartilfinningin og samúðin með drengnum var eins og farg á Mary, þar sem hún sat við hlið hans og hlustaði. — Jæja, sýndu mér þá, hvað Bukefalos kann? Loks var sýningunni lokið, hund- urinn var þreyttur og Jonathan eld- rauður í framan. Mary lagði hand- legginn um herðar hans, hún fann beinin undir hendinni, hann var svo grannur og veiklulegur. — Eitt vil ég segja þér um sanna vináttu Jonathan. Hún felur í sér, að fólk sé hreinskilið hvert við annað. Bukefalos getur ekki leikið listir. Og auk þess verður þú að hugsa um frænda þinn. Hugsaðu þér, hversu óhamingjusamur hann yrði. Þú segist ætla að strjúka til að vera honum ekki til óþæginda. Hugsaðu þér bara, hvað það yrði miklu verra, þegar hann uppgötvaði að þú værir horfinn. Nei Jonathan, þú verður að líta á málið frá öllum hliðum. — Eiginlega er ég feginn, að þú skulir segja þetta, sagði Jonathan, og sér til undrunar sá Mary bros færast yfir andlit hans. Mig langaði ekki til að strjúka í raun og veru. Það er gott að tala við einhvem, sem ákveður fyrir mann. Hann andvarpaði. — Ég reyni það sem ég get. Ef mér dettur í hug að strjúka aftur, ætla ég fyrst að ræða um það við þig. Frændi er góður, skal ég segja þér. Til að breyta um umræðuefni fór Mary að segja honum frá vanda- málum sínum. Hvernig hún yrði að standa uppi í rúminu til að geta opnað klæðaskápinn — og um spaðann, sem hún hafði alltaf til- tækan til að lemja kakkalakkana með. Þetta hafði góð áhrif. Jonath- an skellihló. — Þú ættir að búa í okkar húsi, hrópaði hann. Svo þagnaði hann og hugsaði sig um. Hann snéri sér að henni og sagði ákafur: — Já, því ekki það! Hvers vegna býrðu ekki hjá okkur? Við leigjum alla fyrstu hæðina, en uppi er laust herbergi, og ég veit, að Higgins vill leigja það út. Hann hoppaði niður af bekknum og tók fast um handlegginn á henni. Bukefalos fór að gelta, það var eins og hann væri spenntur lika. — Við verðum að flýta okkur, Mary. Fljót nú! Áður en Mary k:Om upp orði voru þau komin yfir torgið og að umferðai lj ósunum. — Þetta er notalegt herbergi, hrópaði Jonathan og hlustaði ekki á máttlítil andmæli hennar. — Stór- kostlegt herbergi. Við getum spilað saman um jólin, þú, ég og frændi. Og þú getur komið í okkar eldhús til að búa til jólasælgæti... — Nei, nei Jonathan... hún fann sjálf, að andmæli hennar voru aðeins yfirvarp. Hún hafði verið ákveðin i að útvega sér annað herbergi — seinast í gærkvöldi hafði hún verið viss um, að hún héldi ekki út að búa þarna í gisti- húsinu. Herbergið var ennþá laust, og Mary tók það á leigu. Jonathan hafði á réttu að standa. Þetta var notalegt herbergi. Hún flutti næsta dag strax og hún var búin að kenna. Jonathan og Bukefalos hjálpuðu henni. Þau héldu smá veislu í tilefni flutn- ingsins og fengu sér kakó og kökur og svo fór Mary út að versla. Hún var hamingjusöm, þegar hún gekk heimleiðis aftur með pinklana sína. Það var milt desem- berkvöld, jól í nánd, gluggaskreyt- ingarnar ljómuðu við henni með allri sinni fjölbreytni, púkum og svífandi englum. Hún hlakkaði til jólanna — kveið þeirra ekki lengur. Hún hafði keypt dökkrautt efni í gluggatjöld. Herbergið var hvít- málað, áklæðið á húsgögnunum var blátt, og í sófanum voru margir fallega litir púðar. „Hreiðrið” henn- ar var hlýlegt og heimilislegt. Hún brosti um leið og hún stakk lyklinum í skrána á dyrum nýja heimilisins. Það var aðfangadagur jóla. Þoku- móða lá yfir snævi þaktri borginni, og einkennileg, rauð sól skein dauft. A götunum var leikin jólatónlist, og í bakgörðunum voru lírukassar og söngkórar. Frá kirkjunum barst klukknahljómur. Fólk var á hraðri leið heim til sín hlaðið pökkum. Hún hélt á stórum kassa, það voru gjafir og jólasælgæti. Hún hafði líka keypt grímur, blöðrur, greni- greinar og bjöllu til að hengja í loftið. Hún opnaði útidyrnar og rann inneftir gólfinu og var nærri dottin, en maður, sem var að reisa jólatréð sitt upp við vegginn, greip í hana. — Þúsund þakkir. Hún var and- stutt. — Það er svo hált héma. — Það er mér að kenna. Ég hefi borið inn snjó með jólatrénu. Röddin var hörkuleg, það var eins og hann væri gramur. Hún leit snöggt á hann. Enginn vafi. Þetta var fullorðinn Jonathan, áhyggju- fullur, fullorðinn Jonathan, með skarpa andlitsdrætti og dökkbrún augu undir svörtum hárlubba. Hann sleppti henni, en horfði þó stöðugt á hana... — Þér getið varla verið ...Mary Stanmore? — Nú hvers vegna ekki? Hann hristi höfuðið — svo hló hann hátt. — Jonathan hefur talað svo mikið um yður. Sögukennari, sagði hann, gömul og mjög góð. Hún hló líka. — Þér voruð líka gamall, sagði Jonathan. Þau horfðu rannsakandi hvort á annað. Allt í einu varð Albert alvarlegur. — Jæja, ég er sem sagt frændi gamli, og satt að segja hefi ég áhyggjur af drengnum, hann er svo mikið einn, vesalingurinn. Ég vinn oft lengi frameftir, ég er vísinda- maður og þarf oft að vera á rann- sóknarstofunni fram á nótt. Ég er hræddur um, að ég vanræki dreng- inn skiljið þér — Hann strauk hendinni gegnum hárið á sama hátt og Jonathan hafði gert. Hann hélt áfram: — Svo þegar ég vissi, að hann var hændur að yður, — eða réttara sagt gömlu kennslukonunni, sem ég hélt yður vera þá hafði ég hugsað mér að spyrja hvort þér vilduð eyða með okkur kvöldinu... en þér eruð auðvitað upptekin. Ég er hræddur um, að Jonathan finnist ég lítið upplifgandi. Augu hans horfði á hana full aðdáunar. Hún fann, að hún roðn- aði og leitaði eftir orðum. Réttu orðin komu, eins og inn- blástur. Hún leit beint í áhyggju- fullt andlit hans, sem minnti svo mikið á drenginn, og sagði hátt og skýrt: — Þér getið verið rólegur. Jon- athan hefur einmitt talað um, hvað þér væruð góður. Hún sá, að honum létti og var fegin, að hún sagði bara hálfan sannleikann. 1 því heyrðu þau, hvar Jonathan og Bukefalos komu, og glaðleg rödd drengsins kallaði: — Albert frændi, Albert frændi. Viltu biðja Mary að skreyta jólatréð fyrir okkur. Þau litu hvort á annað, og Mary kinkaði kolli. Albert kallaði til baka hátt og glaðlega: — Það er best, að þú spyrjir hana sjálfur. Hún segir örugglega já. * 56 VIKAN 50. TBL.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.