Vikan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vikan - 09.12.1976, Qupperneq 65

Vikan - 09.12.1976, Qupperneq 65
Hrcinninn goði x Aðalstein Ásb. Sigurðsson. Eldtungurnar í arninum varpa hlýlegri birtu á alla hluti í stofunni. Amma situr í gamla hægindastóln- um sínum með prjóna og raular fyrir munni sér, en á gólfinu leika sér fjögur börn. „Viltu segja okkur sögu amma” biður yngsti snáðinn fjögurra ára. „Okkur leiðist svo að bíða eftir þvi að jólin komi.” „Komið þá til min og hlustið vel börnin góð. Ég ætla að segja ykkur sögu, sem er ævagömul, en alveg sönn.” Og amma leggur frá sér prjónana, tekur ofan gleraugun og setur yngsta snáðann í keltu sér. Einu sinni endur fyrir löngu bjó fátæk ekkja i dálitlu húsi, sem stóð í skógarjaðri. Ekkjan átti tvö börn, sem hétu Oddur og Anna, og voru þau bæði ung að árum. Þegar þessi saga gerðist huldi hvítur snjór dali og fjöll og öll vötn voru isilögð. Snemma morguns á aðfangadag jóla fengu þau Oddur og Anna leyfi móður sinnar til þess að fara inn í skóginn og ná í grenitré, sem skreyta mætti til hátíðabrigða. Oddur tók sög úr eldiviðarskúmum og lítinn sleða sem hann átti og síðan lögðu þau af stað. Bæði voru þau vel klædd, því að mikið frost var og ferð þeirra gat tekið nokkum tíma. Þau lögðu leið sína eftir götuslóða sem lá í gegnum skóginn miðjan. Greinar trjánna slúttu þyngslalega undan snjónum. Brátt voru þau komin langt inn í skóginn þar sem grenitré uxu og snjórinn var dýpri. „Sjáðu fallega tréð þarna í rjóðr- inu”, sagði Anna skyndilega. Þau námu staðar, en beygðu siðan út af stígnum og héldu í áttina að trénu. „En þarna er annað miklu fallegra”, sagði Oddur hrifinn og benti á stórt tré spölkorn frá þeim. „Það er alltof stórt”, sagði Anna þegar þau komu nær. „Það kæmist ekki fyrir heima.” En þarna vom ótalmörg falleg tré og það var rétt eins og þau biðu þess, að einhver kæmi og tæki þau til þess að gera þau að jólatrjám. „Hér er eitt alveg mátulegt”, kallaði Anna glaðlega og benti á fallegt tré, sem stóð dálítið afsíðis. Oddur samþykkti það og þau hreinsuðu snjóinn frá trjástofnin- um. Síðan tók Oddur sögina og byrjaði að saga í sundur stofninn rétt við jörðu. Skömmu siðar riðaði tréð til falls, en Anna gerði sitt besta til þess að það skemmdist ekki við fallið. Þau hjálpuðust svo að við að koma trénu fyrir á sleðanum og bundu það fast. Það var byrjað að snjóa, þegar þau héldu af stað heimleiðis. Mjúk- ar snjóflyksurnar féllu líkt og dúnhnoðrar í skógarkyrrðinni. „Það er strax komin jólahrið”, hrópaði Anna glöð og rétti út báðar hendur til þess að grípa snjóflyks- urnar áður en þær lentu á jörðinni. „Við verðum að flýta okkur heim. Við höfum þegar verið of lengi”, sagði Oddur og greikkaði sporið. Þau höfðu farið alllangt frá stígnum og gátu nú hvergi komið auga á hann. „Hvar erum við stödd”, spurði Anna skyndilega og nam staðr. „Ég kannast ekkert við mig hérna.” „Ég er ekki viss, en við hljótum að finna stíginn bráðlega”, svaraði Oddur og hélt áfram. Þau héldu svo áfram góða stund, en þá sagði Anna: „Ég held að við séum orðin villt og rötum ekki heim aftur.” — „Hvaða vitleysa. Við hljótum að finna stíginn aftur.” sagði Oddur vongóður og þau héldu áfram. Snjónum kyngdi niður í sífellu og færðin versnaði. Slóð þeirra hvarf næstum jafnóðum og ekkert bólaði á stignum. Þau voru bæði orðin dauðþreytt og sleðinn gerðist þung- ur í drætti. „Ég er orðin svo lúin Oddur. Ég verð að hvíla mig”, sagði Anna kjökrandi. Henni var líka orðið kalt. „Nei! Við verðum að halda áfram án þess að hvila okkur”, sagði Oddur hörkulega, enda þótt það væri honum þvert um geð. Sleðinn var nú orðinn hræðilega þungur í drætti því að snjórinn hlóðst á hann og klesstist neðan í meiðana. Þau héldu enn áfram góða stund, en þá fór Anna að gráta. „Ég vil komast heim til mömmu”, kjökraði hún og settist niður á fallinn trjábol, sem var að hálfu á kafi i snjó. „Ég get ekki haldið lengra áfram”. „Við skiljum sleðann eftir og ég leiði þig”, sagði Oddur hughreyst- andi og reisti hana á fætur. „En jólatréð?” spurði hún og þurrkaði sér um augun. „Það verður að eiga sig”, svaraði hann þurrlega. Þau köfuðu áfram hnédjúpan snjóinn og fannst sem heil eilífð liði án þess að nokkuð gerðist. Það tók að skyggja og þau voru alveg að gefast upp. „Við verðum að setjast niður og hvíla okkur örlitla stund”, sagði Anna og Oddur lét undan vegna þess að hann langaði sjálfan til þess sama. Frostið herti og þau skulfu úr kulda þar sem þau sátu á föllnum trjábol. Þannig sátu þau langa stund og það var líkast því að þau myndu frjósa þarna föst. Hvorugt þeirra minntist á að halda áfram. „Sérðu Oddur? Sérðu hreindýr- ið”, hrópaði Anna allt í einu og benti áköf inn á milli trjánna. „Ha! Nei, ég sé ekkert”, sagði Oddur. „Þú hlýtur að vera að rugla.” „Nei, horfðu þarna. Sérðu ekki hreindýrið?” „Jú, nú sé ég það.” Þau spruttu samtimis á fætur og færðu sig i áttina að dýrinu. Það stóð þarna inn á milli trjánna tigulegt og fallegt. Hvítt að lit og sneri höfðinu í átt til þeirra. Hornin voru stór og greinótt og bentu til þess að þetta væri hreindýrstarfur. „Við skulum skoða hann betur”, sagði Oddur æstur og leiddi önnu með sér í áttina. Þegar þau nálguð- ust sneri hreinninn sér við og tók á rás á undan þeim inn í skóginn. Þau hlupu á eftir honum og sáu hann staðnæmast eins og hann biði eftir þeim. Þau komust svo nálægt honum, að þau gátu næstum snert hann, en þá stökk hann aftur af stað og þau á eftir. Þannig héldu þau lengi áfram. Skógurinn varð stöðugt gisnari og allt í einu greindu þau hús fram- undan. Fyrir framan það nam hreinninn hvíti staðar og sneri höfðinu í átt til þeirra. Hann stóð alveg grafkyrr og þeim sýndist eldur brenna af hornum hans. Skyndilega hvarf hreinninn algjör- lega og eldurinn af hornum hans breyttist i ljós á lukt, sem hékk við dyrnar á húsinu. „Við erum komin heim” hrópuðu bæði börnin glöð og undrandi. „Hreinninn góði hefur vísað okkur veginn heim til mömmu”. * Mýkt og öryggi með GIRLING • • H-O D-E- —IILOSSB— Skipholti 35 • Simar: 8-13-50 verzlun • 8-13-51 verkstæði • 8-13-52 skrifstofa 50. TBL. VIKAN 65
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.