Vikan

Útgáva

Vikan - 09.12.1976, Síða 75

Vikan - 09.12.1976, Síða 75
ómótt og var þungur í maganum, og til að beina athyglinni frá vanlíð- an sinni einbeitti hann sér að vinstri fótar stígvéli sínu. — Fyrir svona stígvél tæki ég ekki meira en sjö og hálfa rúblu. Hvaða skósmiður hefur eiginlega saumað þau? spurði hann. — Kuzma Lebedkin, svaraði þjónninn. — Kallaðu hann hingað, aula- bárðinn þann arna! Stuttu síðar kom Kuzma Lebedk- in frá Warszawa. Hann stóð frammi við dyr og spurði: — Hvað mælið þér fyrir, yðar hágöfgi? —■ Haltu kjafti! öskraði Fjodor og stappaði í gólfið. — Enginn hefur spurt um skoðun þína! Gleymdu ekki hver staða þín er, paddan þín! Aulabárður! Þú getur ekki saumað stígvél. Þú ættir að fá á kjaftinn! Hvað viltu hingað? — Ná í peningana mina, með leyfi. — Hvaða peninga? (Jt með þig. Komdu aftur á laugardaginn. Þjónn komdu honum burt. En þá minntist hann þess að viðskiptavinirnir höfðu verið vin- samlegir við hann, og hann varð niðurdreginn. Til að hugsa um annað tók hann upp peningaveskið sitt, digurt vel, og fór að telja peningana sína. Þetta voru miklir peningar, en Fjodor vildi meira. Djöfullinn, með bláu gleraugun, færði honum annað veski ennþá digurra, en honum nægði þetta ekki, og því lengur sem hann taldi þeim mun óánægðari var hann. Um kvöldið færði sá vondi hon- um stóra, barmmikla ungfrú í rauðum kjól og sagði, að þetta væri nýja konan hans. Þau kysstust fram eftir kvöldi og borðuðu pipar- hnetur. Um nóttina gat hann ekki sofnað, hann ló á mjúkri dúndýn- unni og velti sér til og fró. Hann var áhyggjufullur. — Hér eru miklir peningar, sagði hann við konu sína. — Ef maður sýnir ekki aðgót laumast þjófar inn. Þú ætti að ná þér í ljós og líta eftir! Alla nóttina lá hann án þess að koma blundur á brá og fór á fætur til þess að líta eftir að allt væri í lagi með kistuna. Hann varð að fara í kirkju um morguninn til morgun- messu. I kirkjunni voru allir jafnir, ríkir sem fátækir. Þegar Fjodor var fótækur bað hann: „Herra, haf umburðarlyndi með mér syndugum manni!” Nú bað hann þess sama eftir að hann var orðinn ríkur. Hver var þá munurinn? Og þegar riki Fjodor deyr grafa þeir hann ekki í gulli né gimsteinum, heldur i sömu svörtu moldinni og hina fátækustu af öllum fátækum. Fjodor mun brenna í sama eldi og skósmiðurinn. Allt þetta angraði Fjodor, auk þess vtu- hann ennþá ónotalegur innan um sig eftir máltíðina, og það var ekki bænin, sem fyllti huga hans, heldur aðrar hugsanir — um pen- ingakistuna, um innbrotsþjófa og um hina glötuðu sál hans. Hann var reiður, þegar hann kom út úr kirkjunni. Til að dreifa huganum fór hann að syngja fullum hálsi, eins og hann hafði svo oft gert áður. En hann var ekki fyrr byrjaður sönginn en lögreglumaður gekki til hans, heilsaði og sagði. — Afsakið, fint fólk syngur ekki á götum úti! Þú ert ekki skósmiður! Fjodor hallaði sér upp að grind- verkinu og hugleiddi, hvað hann gæti gert til að dreifa huganum. — Halló þú þarna! hrópaði mað- ur. — Þú ætti ekki að halla þér að grindverkinu, þú óhreikar pelsinn þinn! Fjodor fór inn í verslun og keypti bestu harmonikuna sem völ var á og fór svo út á götuna og spilaði. Allir sem framhjá honum fóru bentu á hann og brostu. — Þvílíkur herramaður! — Hann hagar sér bókstaflega eins og hver annar skósmiður... — Getur herramaður virkilega leyft sér svona framkomu? sagði lögreglumaðurinn við hann. — Nú vantar bara að þér farið inn á knæpu líka! — Herra, gef oss ölmusu í Jesú Krists nafni! kveinuðu fátækling- amir, sem höfðu umkringt Fjodor. Sýnið göfuglyndi! Meðan hann var skósmiður höfðu fátæklingarnir ekki sýnt honum neinn óhuga, en nú stóðu þeir í vegi fyrir honum. Þegar hann kom heim kom nýja konan hans til móts við hann klædd grænni blússu og rauðu pilsi. Hann vildi láta vel að henni og rétti fram höndina til að klappa henni á botninn, en hún hvæsti: — Sveitadurgur! Aulabárður! Þú kannt ekki að umgangast döm- ur! Ef þú vilt nálgast mig, verður þú að gjöra svo vel að kyssa mig á höndina, ég þoli ekki ruddaskap. „Bölvað líf!” hugsaði Fjodor. „Þetta kalla þeir að lifa! Maður má hvorki syngja, spila á harmoniku eða grínast við konuna... fuss!” Hann hafði ekki fyrr sest við tedrykkju með konunni en sá vondi birtist með bláu gleraugun og sagði: — Jæja, Fjodor Panteleitsj, nú hefi ég uppfyllt samninginn fyrir mitt leyti. Skrifaðu nú undir og fylgdu mér. Nú veist þú, hvemig það er að lifa við ríkidæmi, hefur þú fengið nóg? Hann dró Fjodor með sér niður í helvíti, alveg niður í neðsta, og púkarnir streymdu að og hrópuðu: — Fífl! Asni! Aulabárður! Það var svo mikil steinolíulykt í helvíti, að honum lá við köfnun. En í einni svipan hvarf allt. Fjodor opnaði augun og só borðið sitt, stígvélin og lampann. Lampa- glasið var svart, og frá litlum loga steig upp illa þefjandi reykur, og við hliðina stóð viðskiptavinurinn með blóu gleraugun og hrópaði fokillur: — Fífl! Asni! Aulabárður! Ég skal jafna um þig auminginn þinn. Nú eru liðnar tvær vikur síðan þú tókst við pöntuninni, og enn em stígvélin ekki tilbúin. Þú heldur kannski, að ég hafi tíma til að heimsækja þig fimm sinnum á dag út af stígvélunum? Öþokki! Ræfill! Fjodor tók til við stigvélin og viðskiptavinurinn hélt áfram að lóta skammir og hótanir dynja yfir hann. Loksins varð hann rórri, og þó spurði Fjodor dimmri röddu: — Fyrirgefið, en hver er atvinna yðar? — Ég framleiði skrautljós og flugelda. Ég er flugeldaframleið- andi. Það hringdi til morgunmessu. Fjodor afhenti stígvélin, fékk greitt og hélt af stað til kirkju. Á götunni var fjöldi sleða og vagna með bjamarskinnsteppum. Kaupmenn, ungmeyjar og liðsfor- ingjar gengu á gangstéttinni jafn- hliða almúganum... Fjodor var ekki öfundsjúkur lengur og harmaði ekki hlutskipti sitt. Honum fannst nú, að fátækir og ríkir liðu jafnt. Annar aðilinn getur ekið vagni, hinn sungið fullum hálsi og spilað á harmoniku, en þegar allt kemur til alls bíður þeirra sama hlutskipti, ein og sama gröfin, og það er ekkert þess virði í lífinu, að maður selji hinum vonda sólu sína til að öðlast það. ^ ... — Ég er að bíða eftir flóðinu, svo að ég geti farið. 50. TBL. VIKAN 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.