Vikan

Útgáva

Vikan - 09.12.1976, Síða 84

Vikan - 09.12.1976, Síða 84
Spáin pildlrfrá fimmrudejíi til miðvikudags HRÚT'JRINN 21. mars - 20. april _ Horfur eru á því, að allt muni ganga þér í hag eins og ráð hefur verið gert fyrir. Þú ert samt áhyggjufullur út af erfiðleikum, sem biða þín i framtiðinni. f§# NAUTiÐ 21. apríl - 21. mai Þú skalt skipuleggja vinnu þina og láta ekkert utanaðkomandi trufla áætlanir þínar h’’að svo sem á dynur. Það gæti reynst happadrjúgt að gera leynilegan samning. TVÍBURARNIR 22. maí - 21. júní Þú ert að leggja lokahönd á verk, sem hefur kostað þig talsvert umstang, en þú þarft ekki að sjá eftir því vegna þess hve vel þér hefur tekist til. Uff’ KRABBINN 22. júni - 23. júii Samstarfsmenn þínir munu reynast þér vel, er þú þarft að leita aðstoðar þeirra. Vikan getur reynst þér nokkuð útlátasöm, en þú skalt gæta hófs í aðgerðum þinum. LJÓNIÐ 24.júii -- 24. agúst Þú veist vel hvers þú mátt þín og notfærir þér það, en hafðu samt gát á, að þú skaðir ekki neinn með gerðum þínum. Vertu varkár í umferðinni. wHSI' MEYJAN 24. ágúst — 23. sept. Þú hefur tilhneigingu til þess að dveljast í einveru og hafa hægt um þig, en nú skaltu hressa þig upp og ef þú finnur ekki næg verkefni heimafyrir, leitaðu þá annað. VOGIN 24. sept — 23. okt. Þú ert afkastarr.estur ef enginn er til að > trufla þig. Þú vinnur leynilega að verkefni, sem þú ætlar svo öðrum að njóta. Þetta verk mun veita þér mikla ánægju. SPORÐDREKINN 24. okt. - 23. nóv. Efnahagur þinn er ef til vill ekki sem bestur, en með hugkvæmni og nýtni þarf hann alls ekki að vera svo bágborinn. Athugaðu málin. Happatalan er fjórir. BOGMAÐURINN 24. nóv. - 21. des. Þú skalt gera þig ánægðan með ástandið eins og það er, þvi það er orðið of seint að ráða bót á því, í bili. Vikan verður þér ánægjuleg og hátíðleg á margan hátt. STEINGEITIN 22. des. - 20. jan. Ráðleggingar og aðstoð náinna félaga þinna koma þér að miklu gagni, eins og málum er nú háttað. Það er ekki ólíklegt að þú fáir kunningjaheimsókn langt að. VATNSBERINN 21. jan. - 19. febr. Þú varst hygginn að vera búinn að undirbúa þennan annatima og þú munt njóta þess, þótt þú hafir samt sem áður mikið meira en nóg að gera. Þú færð óvæntar fréttir. fHlí FISKARNIR 20. febr. - 20. mars Þú tekur þátt í einhverju skemmtilegu, sem snertir þá mest er næst þér standa. Persóna, sem þú hefur lengi átt í brösum með, býður þér nú aftur viháttu sína. STcJQRNUSPfl Ef þœr œpa segjumst við skjóta inn i miðjan telpnahópinn. Og þœr •munu trúa því, að minnsta kosti nógu lengi til þess að við komumst með þœr áleiðis niður að veginum. Og þegar við höfum lokið okkur af höldum við Milan áfram niður á þjóðveginn og göngum að gras- flötinni. „Við misstum af vinkonum okkar,” munum við segja við feita ítalann, ef hann er þá ekki farinn. ,,Því miður.” Já, þvi miður og næstum því of auðvelt. Ludvik hefði átt að senda okkur á eftir þeim Krieger og Mennery, en láta hina tvo annast þennan barnaleik. Milan stansaði og talaði við eina nunnuna. Hann er að spyrjast fyrir um þær, hugsaði Jan. Milan er varkár, en hann er einum of hræddur við að gera skyssur. Við höfum svo sem líka verið óheppnir, alveg þangað til núna. Æ, flýttu þér nú Milan, sagði hann í hljóði. Þetta er tímasóun. En það reyndist þó ekki vera. Þeir gátu nú sparað sér að leita í kirkjunni. „Þær voru hér,” sagði Milan lágt, „fyrir tíu mínútum síðan. Nunnan sagðist halda að þær hefðu farið aftur niður að bílunum.” „Nújá, hélt hún það?” Reiði Jans snérist upp í athöfn. Hann flýtti sér framhjá klukkuturninum og ýtti gamla hróinu, sem var að toga í klukkustrengina til hliðar. Milan fór á eftir honum. Að baki þeirra heyrðist nunnan kalla kvíðafullri röddu. „Ekkiþangað signore.” Þeir héldu áfram án þess að líta við. „Ekki þangað signore,” kallaði gamli maðurinn og hætti að hringja til þess að orð hans heyrðust betur. Fífl, hugsaði Milan og var nú kominn á stíg, sem var þakinn furunálum. Eru þau svo vitlaus að halda að við hefðum ekki hitt Irinu Kusak og amerisku konuna, ef þær hefðu farið aftur sömu leið? Nei, þær hafa farið í þessa átt. Og ef til vill af ásettu ráði. Þær hafa ætlað sér að komast niður á þjóðveginn og því næst að bílnum og aka svo til Sviss. Hafði þeim mistekist enn einu sinni? Nei, ekki ef þeir hefðu hraðann á. Þær hafa aðeins tíu mínútna forskot eða svo. Við ætt- um þvi að ná þeim. Þær verða að fara varlega niður þennan stíg. Við verðum búnir að góma þær áður en þær komast niður á þjóðveginn. „Flýttu þér,” sagði hann við Jan. En þess þurfti ekki því að Jan fór eins hratt og hann komst. Hann var með skammbyssuna í vinstri hendi, en hafði hægri höndina lausa til þess að styðja sig við steinnibbur og kvistótta trjáboli. Þetta er hroðaleg leið, hugsaði Milan. Er mögulegt að þær hafi farið hér niður? Já, um annað var ekki að ræða. Það lágu aðeins tvær leiðir niður þessa fjandans hæð og þær höfðu ekki farið þá leið sem þeir komu upp. Svo mikið var víst. Okkur mun því takast að kló- festa þær, hugsaði hann og horfði á þverhnípið, sem var á vinstri hönd. Þeim megin einstigisins var aðeins lágur malarhryggur, en aurskriða FYRIR ALLA ALLTAF OG ALLS STAÐAR Kjartan Magnússon hf. símar 83333, 83335. 84 VIKAN 50. TBL.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.