Vikan


Vikan - 11.08.1977, Side 13

Vikan - 11.08.1977, Side 13
Ég sá t.d. vel á Kúbu, að þar hefur margt breysttilhinsbetra. Krakkarnireru velaldirog vel að þeim búið á margan hátt. Skólakerfið er gott og heilsugæsla er góð. Á Kúbu tilheyra hins vegar aðeins 8% þjóðarinnar kommúnista- flokknum. Það þýðir, að þeir, sem tilheyra honum, fá betri laun, ískápa, bíla. Krakkarnir þeirra ganga í betri skóla o.s.frv. Í Bandaríkjunum hafa 7-8% þjóðarinnar meira en 20 þúsund dollara í árstekjur og í Bretlandi hafa um 8% þjóðarinnar gengið í ,,PublicSchools"o.s.frv. Éggerðieinhverntíma yfirlit um 70 þjóðir og fann þá út, að milli 6 og 8% þeirra tilheyra svokallaðri yfirstétt. Yfirstéttin er misjöfn. i sósíalískum iöndum skipta peningar litlu máli, en þar er lítið af vörum. i kapítalískum löndum er hins vegar nóg af vörum, en einstaklingurinn á takmarkað af peningum. Þannig er staðan mismunandi, en þó mjög svipuð. Á Kúbu eru í dag 100 menn í miðstjórn kommúnistaflokksins. Þessir menn voru flestir í stjórn árið 1958, þ.e.a.s á 18 árum hefur ekkert breyst. Um 80% kúbubúa eru svartir, en það eru aðeins einn eða tveir svartir í stjórninni. Það er ekki þar með sagt, að á Kúbu séu eins mikil kynþáttavandamál og í Suður-Afríku eða í Bandaríkjunum, en ég held að þetta sýni, að það gengur hægt að breyta kerfinu. Gallinn er sá, að það eru alltaf einhverjir, sem halda í sitt, skipa öðrum fyrir. Alveg sama, hvaða stefna er. Það er alltaf hægt að spyrja: „Hvers vegna í ósköpunum vill fólk hafa völd?" Anarkisti getur sagt: ,,Ég vil ekki hafa stjórn." En það þýðir lítið að segja það,ef maðurinn þarf á völdum að halda. ÞAÐ ER SKRÍTIÐ MEÐ BREYTINGAR Ég átti marga góða vini í Chile, sem voru góðir hugsjónamenn og þeir studdu málstað verkalýðsins. Svo kom Allende og fékk þeim embætti, bíl o. fl. og þá gleymdu þeir hugsjónum sínum. Þá vaknar sú spurning, hvernig á þessu standi. Var þessi hugsjón svona sterk til að byrja með, eða getur verið að þessi hugsjón hafi bara verið ímyndun ein. Ef einhver þarf á völdum að halda til þess að vera öruggur, þá þýðir ekkert að segja við hann: „Heyrðu vinur! Leggðu völdin niður!" Ef mannskepnan er þannig gerð, að hún er óörugg og þarf á völdum að halda, þarf á peningum að halda til þess að finna sitt eigið öryggi, þá eru alltaf einhverjir, sem segja öðrum til. Einhverjir, sem ráða. Þetta er eitt helsta vandamál mannkynsins í dag. Það horfir allt öðruvísi við, ef menn, sem ekki þurfa á völdum að halda, eru við völd. Þá geta þeir ef til vill gefið eitthvað. Margt fólk, sem hefur reynt alls konar stefnur, hefur komist að þeirri niðurstöðu. Það skiptir ekki máli, hvort menn eru vinstri-, hægri- eða milli- sinnaðir. Það sem skiptir máli er, að maður finni öryggi innra með sér. Ég held að hugmyndafræði skipti ekki svo Chile var á sínum tíma í rauninni eins og rann- sóknarstofa fyrir félagsfræðinga, hagfræðinga og þessháttar... skemmtilegur jarðvegur til að sjá hvernig hægt er aö breyta þjóðfélagi..." miklu máli á heimsmælikvarða. Fræðilega séð er það fáránlegt, að kommúnistaland eins og Kína sé aðalstuðningsland Chile, því að Chile er andkommúnískt land. Það er líka skrítið að Rússland skuli veita Bólivíu fjárhagsaðstoð. Bólivía er andkommúnískt land. Flestar slíkar ákvarðanir eru ekki teknar á fræðilegum grundvelli heldur á valdagrundvelli. Hug- myndafræði er til þess að skrifa um og rífast um. Það er ekki hægt að leysa þau vandamál, sem við eigum við að etja I dag, með einni eða annarri hugmyndafræði. Það er ekki hægt að leysa vandamál þróunarlands með því að búa til áætlun og koma á fót nýrri stjórn. Það leysist eingöngu með því að gjörbreyta hugsunarhætti fólksins. Sá breytti hugsunar- háttur er það, að líta á þennan litla hnött okkar, sem sveimar hér um í sólkerfinu, sem eina heild. í rauninni vitum við að þetta efnahags- kerfi okkar gerir það að verkum, að við erum óskaplega háð öðrum löndum. Það er ekki hægt að vera með þessa eigingirni, sem ríkt hefur. Þetta er sú breyting, sem verður að gerast og hún verður að gerast innra með okkur sjálfum. Þetta gengur ekki lennur með sama áframhaldi. 32. TBL. VIKAN 13

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.