Vikan - 11.08.1977, Qupperneq 17
þekki sko sjálfan mig. Ég er ekkert að læra um
sjálfan mig." Það er ekki satt. Það getur vel
verið að þeir séu ekki að rannsaka sjálfa sig, en
það eru allir að læra um sjálfa sig á einn eða
annan hátt. ,,Hvers konar gluggatjöld á ég að
kaupa? Hvers konar bíl ætti ég aö fá mér?
Langar mig norður í sumarfriinu, eða til
Kanaríeyja?" Þetta eru allt spurningar um
lærdóm, til þess að þekkja sjálfan sig.
Fyrir nokkrum hundruðum ára vissi enginn
hvernig mannsskrokkurinn var búinn til. Það
var engin þekking. Ég á við almenna þekkingu.
Menn fóru ekki að þekkja líkamann fyrr en farið
var að skera hann upp, lita á hann o.s.frv. Það
sama þarf til þess að þekkja sjálfan sig. Við
myndum ekki þekkja líkama okkar ef við
hefðum ekki séð mynd af honum, því að við
erum ekki fædd með þekkingu á honum. Við
þekkjum hlutina bara af því að við lærum um
þá og rannsökum þá. i dag er þessu þannig
variö með sálfræðina. Hún er á svipuðu stigi
og læknisfræðin var fyrir 200-300 árum síðan.
Það er óskaplega lítil þekking á mannskepn-
unni. Hvað erum við í raun og veru að géra
hér? Það held ég að verði næsta stórátakið í
þróun okkar og eftir því verður framtíðin.
— Hvað gerist, þegar við höfum náð svo
mikilli þekkingu?
— Það hafa margir spurt að þessu. Þegar
geimfar var sent til tunglsins var spurt: „Hvað
er þetta? Við eyðum mörgum billjónum í ferð til
tunglsins og einhver náungi labbar á tunglinu.
Hvað á svo að gera á eftir?" öll elektrónísk
tækni hefur þróast með því að senda eitthvað
út í geiminn. Hvað gerum við þá, þegar við
verðum hamingjusöm? ,,Verður ekki leiðin-
legt?" spyrja margir. Gallinn er sá, að við
erum þekkingardýr. Við erum að leita að
sjálfum okkur, hvort sem við viljum eða viljum
ekki. Það er aldrei að vita hvað gerist. Til hvers
er líf í sinni breiðustu merkingu? Til hvers var
heimurinn búinn til, ef hann var þá búinn til?
Það er dálítið erfitt að svara því. Hins vegar
sjáum við að það er hægt að gera miklu betur
en gert er núna. Fólk er alltaf að reyna að vera
hamingjusamt, reyna að gera hlutina svolítiö
betur en áður. Fólk er alltaf að reyna að þekkja
sjálft sig betur.
MEÐVITUND LÍFSINS______________________
Lífið er ákaflega hagkvæmt og við reynum
alltaf að gera hlutina á sem hagkvæmastan
hátt til þess að hafa meiri og meiri möguleika..
Hingaðtil hefur ekki verið nauðsynlegt að leita
virkilega að sjálfum sér, en nú hefur breyting
orðið á. Það sem sagt er í dag er ekki lengur
gilt á morgun og þaö, sem er gilt núna, verður
ekki gilt eftir viku. Hvað á þá einstaklingurinn
að gera? Ef hann getur ekki farið eftir þeim
lífsreglum, sem þjóöfélagiö setur, vegna þess
að þær eru ógildar, þá verður hann að finna
sínar eigin lífsreglur. Það væri ágætt ef þær
væru komnaraf lífinu sjálfu. Við erum alltaf að
spyrja: „Ætti ég að gera þetta eða ætti ég að
gera hitt? Ætti ég að fara í bíó í kvöld eða ætti
ég að lesa? Ætti ég aö fara að sofa eða ætti ég
að gera eitthvað annað?" Við erum sífellt að
taka ákvarðanir í sambandi við eitt og annað.
Það skiptir í rauninni engu máli, hvaða vinnu
maður hefur. Það skiptir bara máli, hvort
manni líkar starfið. Annað ekki. Engar
hugleiðingar um, hvort starfiö sé gott eða
i
vont, t.d.: ,,Það er gott að vera þetta eða hitt,
því það þjónar þessum eða hinum tilgangi".
Þetta er bara vitleysa. Við höfum alveg
einstaklega góðan heila, sem getur samstundis
dæmt um allt fyrir okkur. Við finnum, þegar
okkur líður vel. Þetta er engin vitleysiskenning,
vegna þess að sömu sögu er að segja um aðrar
lífverur. Hundar þjást ekki. Þeir fara ekki
þangað, sem þeim líður illa. Þeir fara þangað,
sem þeim líður vel. Allt lífið fer eftir því. Það
leitar þangað, sem því líður vel. Við erum
undantekning og það er vegna þess að við
erum svolítiö flóknari. Ég held að það sé
nauðsynlegt að þetta breytist, þvl að við
ættum í rauninni bara að hlusta á okkur sjálf, á
lífskjarna okkar.
Það eru til margar lífsreglur, sem tilheyra
bara þjóðfélaginu í dag, 1977. Sennilega er
best að finna þær reglur, sem eru
sameiginlegar með öllu, sem heitir mannkyn.
Þær reglur, sem eru gildar I dag, vofu gildar
fyrir þúsund árum og verða gildar eftir þúsund
ár. Reglur, sem gilda fyrir kínverja, kapítalista,
sósíalista o.s.frv. Við ættum að fara eftir þeim
lífsreglum, sem tilheyra kjarna málsins.
— Líður þér vel að vita allt þetta?
—Já-já. Þetta er auðvitað þróunarkenning.
Við ölumst upp við allskonar hugmyndir og
sumar eru ágætar, en aðrar alls ekki góðar.
samtsemáður geymast þær I minninu. Þaö eru
ýmsar venjur, sem tekur langan tíma að
afnema,og ýmis viðhorf gagnvart manninum
sjálfum og lífinu, sem tekur langan tíma að
afnema.
Það sem gerist, þegar menning er á
niðurleið, eins og núna, er að alls konar
lífsvenjur eru lagðar niður af þjóöfélögum.
Lífsvenjurnar breytast frá degi til dags og
einstaklingurinn er eins og nakinn. Hann byrjar
á því að tilbiðja einhvern. Það skiptir ekki máli,
hvað hann tilbiður, Guð, Guru eða pólitík.
Hann þarf bara að vera háöur einhverju. ,,Ég
vil að flokkurinn segi mér, hvernig ég á að
hegða mér. Ég við að Guð segi mér hvernig ég
á að vera. Ég vil að kærastan mín segi mér,
hvað ég á að gera." Þetta er á móti lífinu,
vegna þess að þróun miðar að því að maður
verði óháður, en ekki háður. Við höfum
hreyfanlegri möguleika en blómin, því við
getum verið á norður-eða suðurpólnum, eða á
tunglinu.
— Eru þá trúarbrögð á móti lífinu?
— Að sumu leyti. Ég segi ekki að trúarbrögð
[ sjálfu sér, eins og þau voru upphaflega lögö
fram, séu á móti lifinu. Það er erfitt að segja til
um þetta, því það fer eftir lífsstigum. Á tímum
Krists var mannshugurinn það lítið þroskaður,
að hann þurfti á hækjum að halda, og það var
allt í lagi. Seinna meir kom svo Búdda fram
með sínar kenningar og þær eru að mörgu leyti
miklu skynsamlegri. Ég segi ekki að trúarbrögð
séu á móti lífinu, en allt það, sem þvingar
manninn á einn eða annan hátt, er á móti
lífinu. Besta aðferðin til þess að læra hvernig
Kfið er, er að horfa á það sjálft, blómin og
dýrin. i rauninni má segja að við séum
meðvitund lífsips inni í þessum hjúpi, sem er
líkami okkar. Við erum lífið sjálft, sem er að
rannsaka sig sjálft og þróast. Til hvers?
A.Á.S.
— Ég vona, að ég sé ekki að
trufla yður hr. Baynes.
— Ég kannast við smettið á
þér. Hvar hef ég séð það áður.
32. TBL. VIKAN 17