Vikan


Vikan - 11.08.1977, Qupperneq 20

Vikan - 11.08.1977, Qupperneq 20
skipsins fór um allan líkama Dorothys. Hún hraðaði sér yfir hið litla, hálfkringlótta afturþilfar. Það hafði enginn verið við björgunar- bátinn stjómborðsmegin. Það var heldur enginn bakborðsmegin, að- eins skriðmælirinn, sem suðaði við sliðraborðið. Þegar hún kom yfir á hléborða náði vindhviða að feykja til pilsum hennar og iskalt særok þyrlaðist um hana. Hún sveipaði kápunni þéttar að sér, laut höfði og gekk nokkur skref til hliðar. 1 sama bili greip hönd í hana og hélt henni fastri. Hjarta hennar stöðvaðist. Ósjálf- rátt reyndi hún að streitast á móti, þegar höndin dró hana í áttina til björgunarbátsins. ,,Nú, Dot, ég var orðinn hræddur um, að þú ætlaðir að skrópa,” sagði hæg, syfjuleg rödd, sem hún þekkt' svo vel. Dorothy hló með sjálfri sér að taugaóstyrk sínum. Hún gat nú andað léttara, en ennþá var henni ómögulegt að koma upp orði. „Hvað er að .Dot? Þú virðist ekkert sérstaklega hrifin yfir því að hitta aftur þinn einasta bróður.” I nokkrar sekúndur stóð Dorothy og starði á manninn. Hann hékk upp við bátsugluna eins og feiminn skóladrengur. Miðað við hana hafði h»nn heldur aldrei orðið fuliorðinn. Enda þótt hún gæti ekki séð andlit hans greinilega vegna myrkurs, vissi hún að hann stóð og brosti sínu feimnislega, blóðlausa, tóma brosi, sem átti að vekja meðaukvun hennar. „Hvemig hefur þú komist um borð?”1 spurði hún loks. „Ef ég segi þér það ekki getur þú með góðri samvisku sagt, að þú vitir það ekki, ef einhver skyldi spyrja þig að því.” „Gott og vel. En segðu mér þá í hvaða tilgangi þú ert hér, Arthur.” „Viðskipti,” svaraði Arthur stutt. „Ég fylgi starfsferli ættar minnar.” „Það er að segja þú fylgir mér eftir. Þú gast ekki þolað þá tilhugsun að forsjármaður þinn færi frá þér?” „Nei, Dot. Það skjátlast þér alvarlega,” sagði Arthus og hló. „Nei, ég hafði hugsað mér að gefa þér verðskuldaða hvild. Ég hef stærri áform i huga. Ég hef í hyggju að stiga upp í stríðsvagninn ásamt öðm snjöllu fólki. Það er hægt að græða mikla peninga á stríðinu í Austurlöndum, Dot. Jafnvel fyrir byrjanda eins og undirritaðan.” „0, Arthur. Ég bið þig að hlusta á mig. Við skulum tala af skynsemi. Ég get vel skilið, hvers vegna þú vilt komast burt frá Bandaríkjun- um, og ég vil svo gjaman hjálpa þér til þess að koma undir þig fótunum. Ef ég nú hjálpa þér í land í Yokohama, vilt þú þá lofa mér þvi í staðinn, að reyna að lifa sem heiðvirður maður?” „Nei, Dot, það er vonlaust. Ég er í eitt skipti fyrir öll kominn út á villigötur og hversu mikið sem þú leggur á þig, mun þér aldrei takast að koma mer aftur á rétta braut. Auk þess kæri ég mig heldur ekki um það. Ég er ánægður með líf mitt eins og það er og hef í hyggju að reyna að fá það út úr því, sem ég get, svo lengi sem það endist. En það var nú ekki til þess að ræða um mig og hina glötuðu möguleika mina, sem ég bað þig að hitta mig hér....” „Komst þú sjálfur bréfinu inn í klefann minn?” spurði Dorothy. „Já, ég verð að teygja úr mér öðru hverju.” „En þeir finna þig og setja þig í land í Honolulu. Þeir ætla að leita í skipinu þegar á morgun.” „Þú ert ákaflega góð, Dot.” Arthur strauk bliðlega um vanga hennar....Alltaf áhyggjufull vegna hins villuráfandi bróður þíns og hefur ætíð góðar ráðleggingar á reiðum höndum.” Dorothy beit á vörina. Hún óskaði þess, að hún hefði aldrei sagt þetta. „Þú skalt ekki vera áhyggiufull mín vegna,” hélt Arthur áfram. „Þeir setja mig ekki í land. Ég er ekki hræddur. Ég hefi fjölda hjálparmanna. Það er kosturinn við þessa nýju atvinnu mina, að ég get alltaf fundið einhvem, sem er meiri þorpari en ég og neytt hann til þess aðhjálpa mér. Hérumborðeru miklir möguleikar. Ég hef þegar fundið mörg, fágæt afbrigði af hinni réttu manntegund.” „En hversvegna vildir þú þá endilega ná tali af mér?” spurði Dorothy og reyndi að gera sig hörkulega. Charlie hafði sem sé rétt fyrir sér, þegar hann hélt því fram, að Arthur gæti vafið henni um litla fingur. „Ég vildi einu sinni gefa þér gott ráð,” sagði Arthur. Dot, það er þó ekki alvara hjá þér að ætla að giftast þessum bófa.. Frayle?” „Finnst þér það koma þér við, Arthur?” „Já, það finnst mér sannarlega. Þú ert eini vinurinn, sem ég á, og hef nokkru sinni átt. Þú hefur alltaf breytt við mig eins og mannlega veru, jafnvel þegar ég hef ekki breytt sem mannleg vera. Ég er einu orði sagt misantrop (mann- hatari). Það er lært orð. Ég lærði það i háskólanum, já það er næstum það eina, sem ég lærði þar. Mér er algjörlega sama um, hvað hendir náunga mina í þessu mannlega samfélagi, að mér sjálfum meðtöld- um, en að þér undanskilinni, Dot. Og það er þessvegna, sem ég get ekki þolað það, að þú giftist þorpara eins og þessum Frayle.” „Þú hefur enga hugmynd um, hvað þú ert að segja, Arthur,” mótmælti Dorothy gremjulega. „Charlie Frayle er afbragðsmaður í alla staði.” „Jú, ég veit um hvað ég er að tala! Vinur þinn Charlie Frayle er nefnilega enginn afbragðsmaður. Hann er svikari í húð og hár — undirförull flagari.” Rödd hans varð stöðugt lægri og ógreinilegri. Síðustu orðin voru næstum eins og töluð í svefni. „Arthur, þú hefur tekið morfín.” „Morfín?” Arthur virtist vakna úr mókinu. „Það er nú ekki svo mikið morfin til á skipinu, að maður geti fallið í almennilegan dvala. En ég hef allar klær úti, og ég vonast eftir að sjá árangurinn í fyrramálið. Ég á einnig von á einhverjum skerf frá vini þínum Frayle. Nú, en svo að við víkjum nú að honum aftur. Hefur hann nokkurn tima sagt þér nákvæmlega frá dauða föður þíns?” Framhald I næsta blaði. ISLENDINGAR: Þið veljið bíl fyrir ykkar vegi, en ekki fyrir bestu hraðbrautir heimsins. Þess vegna veljið þið Peugeot sem er sérstaklega styrkur fyrir íslenska vegi. Margfaldur sigurvegari í Austur-Afríku keppninni. UMBOÐ A AKUREYRI HAFRAFELL Vagnhöfða 7 Símar 85211 - 85505 VIKINGUR SF. FURUVOLLUM II SÍMI 21670 20 VIKAN 32. TBL

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.