Vikan


Vikan - 26.10.1978, Blaðsíða 15

Vikan - 26.10.1978, Blaðsíða 15
með hana heim, og ég býst við að Bella eigi sinn stóra þátt í því, að við völdum okkur Seltjarnarnesið til bólsetu. Það var ýmsum erfiðleikum háð að fljúga með hana heim, svo ég tók mér far með togara frá Hamborg ásamt Bellu. Hún var ekkert sjóveik, og stóð sig með prýði alla leiðina. Það er ekki mikið umstang að hafa hana, og hún borðar hvað sem er. Loðhunda þarf að klippa reglulega, og það er gert hér á Dýrasjúkrahúsinu. Sem hvolpur var hún ákaflega fíkin í að naga skó, t.d. þóttu henni slönguskinnsskór hið mesta hnossgæti! Þessi árátta hefur sem betur fer elst af henni, en hún er nú 9 ára gömul. Það eru til þrjár stærðir af loðhundum, Bella er af miðstærðinni. Þessir hundar eru oft kallaðir kjölturakkar, en það er svo sannarlega ekki réttnefni á Bellu. Hún er mikið gefin fyrir útilíf, og nýtur sin mjög á ferðalögum með okkur. Bella er mjög góður félagsskapur, bæði fyrir börnin og mig, sem er mikið ein heima. Ég er hrædd um að ég yrði nokkuð einmana, ef ég hefði ekki hana til að tala við. Hún er alveg ágætis samræðufélagi. SNOTRA, skoskur fjárhundur Eigendur: Birna Gunnarsdóttir og fjöl- skylda, Mosfellssveit. — Snotra er tveggja ára gömul, við keyptum hana suður í Vatnsleysu. Ég átti sjálf hund í bernsku minni og dreymdi allt- af um að eignast annan. Börnin urðu strax mjög hrifin af Snotru, og hún hefur reynst frábær barnfóstra fyrir það yngsta. Snotra eignaðist sína fyrstu hvolpa í júní í sumar með maka sem við völdum handa henni hérna í sveitinni. Hún eignaðist 9 stykki, svo það má segja að allt heimilið hafi verið undirlagt á meðan að við höfðum þá alla. Þetta var ákaflega lærdómsríkt fyrir börnin, og ég tel það mikilvægt uppeldisatriði að hafa hund á heimilinu. Við seldum svo alla hvolpana nema einn. Við urðum að láta svæfa hann, af því að hann var veikur. Slíkt er gert á Dýrasjúkra- húsinu, eða maður getur leitað til dýra- læknis. Hundar verða ákaflega háðir eigendum sínum, þess vegna tel ég það miskunnsamari lausn að láta svæfa hund sinn, ef maður af einhverjum ástæðum getur ekki haft hann lengur, en að láta hann til ókunnugs fólks. Það myndast alveg ótrúlega sterk tengsl milli hundsins og eiganda hans. Ekki alls fyrir löngu var haldinn fundur hér í Mosfellssveitinni um hundahald á vegum Junior Chamber. Þar kom sú athyglisverða staðreynd fram, að fólk virðist hugsa mun betur um hunda sína, ef það kaupir þá, heldur en ef það fær þá gefins. Þetta hljómar dálítið einkennilega, en kannski finnst fólki þeir meira virði, ef borgað er fyrir þá í beinhörðum peningum! Það er ákaflega hentugt að eiga hund í Mosfellssveitinni. Hér er meira en nóg svig- rúm fyrir þá, en það finnst mér algjört skilyrði fyrir hundahaldi. Hundar þurfa að vera frjálsir, ef þeim á að geta liðið vel. Símon Sigurjónsson rrfjar upp minninngarum: CASABLANCA FÍFÍ Á árunum 1949-50 var Gullfoss í leigusiglingum milli Casablanca og Bordeaux. Heilmikil kaupsýsla var stunduð á hafnarbakkanum i Casablanca, og í fyrsta skiptið er við lögðumst þar að, var okkur meðal annars boðið lítið barn til kaups fyrir eitt karton af sígarettum og hundur fyrir einn pakka af sigarettum. Við völdum auðvitað hundinn, sem hlaut nafnið Fífi. Hún varð fljótlega eftirlæti okkar allra um borð, enda var hún sérlega settleg og fögur dama. Hún var af blönduðu kyni. og við vissum aldrei neitt um uppruna hennar. Okkur fannst ótrúlegt að hún væri arabisk, því henni var einstaklega illa við Araba, hún átti það jafnvel til að urra á þá. Hún bar hæfilega virðingu fyrir Frökkum, en vék helst úr vegi fyrir þeim. Það var alveg ótrúlegt hversu nösk hún var við að sundur- greina þessi þjóðerni. Fífí var ákaflega hégómagjörn. og hún fór reglulega tvisvar i viku i ilmvamsbað. Þemumar urðu algjörlega að sjá um baðið, þvi enginn af okkur karlmönnunum mátti vera viðstaddur þennan atburð. Hún svaf í klefa eins skipverjans, og að sjálfsögðu varð að sjá um að hún fengi hreint á rúmið sitt eftir baðið. Það kom stundum fyrir. að Fifi sleikti úr skál með okkur. og þar var hún ekki síður vönd að virðingu sinni. drakk bara þriggja stjörnu koniak og pepsi. Hún fékk sér oft 2-3 skálar og fylgdist vel með öllum umræðum. Ef við urðum of háværir var eins og færi um hana hrollur, hún tók að gelta og hótaði jafnvel að yfirgefa samkvæmið. Við urðum alltaf við tilmælum hennar um að hafa lægra um okkur. Auðvitað hafði hún sinar hundlegu þarfir, en hún var jafn fín með sig í salernismálum og öðru. Hún þurfti að fara upp brattar tröppur til að sinna þessum þörfum sínum, og það kom fyrir, að hún var orðin svo völt á fótunum eftir skálamar, að tröppurnar reyndust henni þungar í skauti. Hún rúllaði kannski svona fimm til sex sinnum niður, en samt kom ekki til mála að við hjálpuðum henni. Ef við reyndum það, urraði hún eða glefsaði jafnvel í okkur. Fífi fannst það gagnstætt öllum siðareglum að fara á salernið i karlmannsfylgd. í einu samkvæminu móðgaðist hún heiftarlega við einn af þjónunum. Snemma næsta morgun var hún niætt á fyrsta farrými, gekk þar rakleiðis að þeim borðum. er þessi þjónn sá um, og pissaði ntitt á gólfið. Siðan labbaði hún hnarreist burt. án þess að líta við neinum. Við héldum fyrst, að hún hefði bara misst i buxurnar sakir lasleika eða timburmanna, en daginn eftir endurtók hún sömu athöfn. Þjónninn reiddist og nuddaði henni upp úr þessum likamsúrgangi hennar. Hún sást lítið á ferli tvo næstu daga, var vist að hugsa sín ráð. Þriðja daginn var hún svo aftur mætt hjá þjóninum á fyrsta farrými og losaði sig þar við allt sem ein tik getur losað sig við, og það var hreint ekkert smáræði. Eftir þennan drottningarieik hennar var boðað til triðarumræðu milli þjónsins og hennar. Þær stóðu i heilan dag og enduðu með miklurn og góðum sáttum. í því tilefni var drukkin sáttarskál langt fram á nótt. og engum okkar duldist eftir þetta. að það var betra að halda vinfengi við Fifí. Áhöfnin á Gullfossi keppti stundum i fótbolta. og ég held að enginn af áhorfendum hafi verið jafn spenntur og Fífí. Ef okkar menn skoruðu mark henti hún sér i loft upp og sneri sér í marga hringi af gleði. Fífi var þaulæfð í öllum kurteisisreglum. Karlmönnum heilsaði hún ævinlega með því að rétta fram hægri framlöppina. konum aftur á móti með þvi að setjast á afturfæturna og hneigja sig djúpt. Hún var líka mikið tungumálaséni, skildi fjögur tungumál. arabísku. frönsku, ensku og íslensku, auk eigin móðurmáls. Hún var með okkur i 5 mánuði. en er að þvi kom að við þurftum að halda til Kaupmannahafnar og heim reyndist svo erfitt að fá tilskilin leyfi, að við gáfumst upp á því. Við skildum hana þvi eftir i Bordeaux, hjá konunum sem sáu um ræstingar á skipinu. Það var vist óhætt að segja, að hennar var sárlega saknað af okkuröllum. 43. TBL. VIKAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.