Vikan


Vikan - 26.10.1978, Blaðsíða 27

Vikan - 26.10.1978, Blaðsíða 27
HELDUR SPILVERKIÐ TITLUM SÍNUM í NÆSTA VINSÆLDAVALI? Og hver á að taka á móti verðlaununum? Spilverk þjóðanna hefur allt frá stofnun verið, líkt og Eimskipafélagið og Flugleiðir, óskabarn þjóðarinnar. Hvað sem það hefur tekið sér fyrir hendur, hefur fallið í góðan jarðveg. Því er allt leyfilegt. Með hljómplötunni ísland verða þáttaskil hjá þessum vinsæla hópi. Leiðir hafa skilist um lengri eða skemmri tíma. Fyrstur hvarf á braut Egill Ólafsson og stofnaði Þursa- flokkinn. Kjaftasögur komust á faralds- fót og gengu staflaust í lengri tíma. Um síðir lægði þó umtalið, mest vegna varkárni Spilverkshópsins. Af þeim sökum er enn spurningarmerki við skyndilega brottför Egils, þó að allt sé nú fallið í ljúfa löð. Er upptöku íslands lauk, tilkynnti Valgeir Guðjónsson, að hann væri á förum til náms í Noregi, og um sama leyti spurðist, að Sigrún Hjálmtýsdóttir hygði á söngnám í London. Staðan er því svipuð og í kvæðinu um negra- strákana, að nú er eftir einn. Engin formleg tilkynning hefur verið birt um, að Spilverkið sé hætt störfum frekar en þegar Stuðmenn liðu undir lok á sínum tíma. Allt getur enn gerst. Á ferli sínum hefur Spilverk þjóðanna sent frá sér fimm hljómplötur. Sú fyrsta kom út i október 1975. Skömmu áður var Spilverk þjóðanna beðið um að skil- greina tónlist sína á poppsiðu Dagblaðsins. Rétt er að rifja það svar upp nú, — það er Valgeir sem svarar: „. . . Annars hefur tónlistin okkar verið skilgreind þannig, að hún standi miðja vega milli rokks og alþýðu- tónlistar. Þar að auki erum við undir sterkum áhrifum frá klassískri tónlist frá þvi fyrir 1750, lúðrasveitatónlist og blönduðum kórum.” Frá því er þessi orð voru fest á pappír, hefur tónlist Spilverksins stöðugt færst yfir á rokkhliðina. Er hljómplatan Sturla var tekin upp, var Sigurður Bjóla Garðarsson meira að segja búinn að festa kaup í trommusetti. Tímar nútíma kammertónlistar voru liðnir. Hylli sú, sem Spilverk þjóðanna hefur notið hjá almenningi, kom berlega í ljós í vinsældavali Vikunnar og Dagblaðsins um ármótin í fyrra. Hljómsveitin var ótvíræður sigurvegari þess vals og það að verðleikum. Ómögulegt er um að spá, hver á eftir að fylla það skarð í framtíðinni, ef Spilverkið leggur nú upp laupana. Næsta vinsældaval er nú framundan, og fyrir plötuna ísland ætti hópurinn að geta haldið titlum sínum. Stóra spurningin er bara sú, hver á að mæta og taka á móti verðlaununum? . _ 43. TBL. VIKAN27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.