Vikan


Vikan - 26.10.1978, Blaðsíða 42

Vikan - 26.10.1978, Blaðsíða 42
Mike Oldfield Plötulisti SALL YANGIE (Trasatlantici UK 1968 SHOOTING A T THE MOON (Harvest SHSP 4004) UK 1970 TUBULAR BELLS (Virgin V 200!> UK 1973 HERGEST RIDGE (Virgin V 20131 UK 1974 STARSEND (Virgin V 2020) UK 1974 ORCHESTRAL TUB- ULAR BELLS (Virgin V 2026) UK 1975 OMMADAWN (Virgin V 2043) UK 1975 BOXED (Virgin V Box I) UK 1976 Liltar plötur: MIKE OLDFIELD S SINGLE FROGGY WENTA — COURTING (Virgin 1973 DON ALPHONS 1N DULCIJUBILO (Virgin) 1975 1N DULCIJUBILO ON HORSEBACK = Virgin 1975 POR TSMOUTH SPEAK (THOU YOU ONL YSAY FAREWELL) (Virgin) WILLIAM TELL OVERTURE ARGIERS (Virginá 1977 CUCKOOSONG PIPE TUNE (Virgin) 1977 SÍÐARIHLUTI Branson tók Oldfield inn i fyrirtæki sitt og lét hann fá stúdíó til eigin afnota, þar sem Oldfield endurtók 50 minútna verkið sitt ásamt Viv Stansall, titluð skemmtimeistari, Jon Field á flautu, Lindsay Cooper á kontrabassa, Steve Broghton á trommum og Sally Oldfield og Mundy Ellis í bakröddum. Sjálfur lék Oldfield á flygil, glockenspiel, orgei, bassagitar, gítara, flageolet, píanó, slagverk og tubular bells. Platan var síðan gefin út í maí 1973 sem fyrsta plata Virgin. Plötunni var tekið sem meistaraverki af hljómplötugagnrýnendum, og þrátt fyrir það að í fljótu bragði virtist „Tubular Bells” ekki jafn likleg til almennra vinsælda varð raunin önnur. Platan flaug strax upp í fyrsta sæti i Bretlandi, og innan nokkurra mánaða var hún búin að seljast í milljónum eintaka, orðin gullplata, eins og það er kallað. 1 dag hefur sala hennar enn aukist verulega, og herma síðustu fregnir, að salan sé í um 10 milljónum, sem er mjög sjaldgæft, og þess má geta, að platan selst enn ágætlega. En vinsældirnar höfðu ekki alltof jákvæð áhrif á Oldfield sjálfan, hann gerðist mjög innhverfur og hefur síðan eytt ævi sinni að mestu leyti i heimastúdíói sínu i sveitinni. Tónlistin, sem er dreymandi og myndræn, hefur allt frá útgáfu „Tubular Bells” verið dálæti kvikmyndagerðarmanna, sér í lagi þeirra, sem eru að gera heimildamyndir um ýmiss konar list. Bútur af „Tubular Bells” var fyrst notaður í kvikmyndinni „The Exorcist,” sem flestir muna eftir. Sá bútur var einnig gefin út á litla plötur í Bandaríkjunum um leið og myndin var frumsýnd og náði upp á topp tiu þar. Og annar kafli úr „Tubular Bells” var líka notaður i mjólkurauglýs- ingu. Mike Oldfield lenti i eiturlyfjum um þetta leyti, eins og margur góður drengurinn i þessum bransa, sem hafði það í för með sér að allt gekk fremur brösóttara en ella. Önnur plata Oldfields kom út ári siðar, „Flergest Ridge." „Hergest Ridge” dregur nafn sitt af stað nálægt bústað Oldfields, þar sem Oldfield stundaði eitt af áhugamálum sínum, fjarstýringu sviffluga, ásamt hundunum sinum. Tónlistin á „Hergest Ridge” var alltof lík „Tubular Bells” til að ná jafn miklum vinsældum, þó að platan sé ekkert síðri. Margir töldu, að Oldfield hefði sungið sinn svanasöng og væri búinn að vera og tómur. En áður en næsta plata kom út, lét hann sjá sig á sviði ásamt David Bedford og Royal Philharmonic Orchestra i uppfærslu á verki Vedford's, „Star’s End”. Skömmu síðar kom hann svo fram ásamt sömu, auk m.a. Steve Winwood, Mick Taylor og fleirum, í uppfærslu á „Tubular Bells,” sem kom út á plötu 1975, „The Orchestral Tubular Bells,” og hlaut ágætar viðtökur miðað við hve mikið hafði selst af sama verki í öðrum búningi. Áður en næsta breiðskífa Oldfields „Ommadawn” kom út seint 1975, kom út lítil plata, ”Don Alphonso," sem náði vinsældum á breska vinsældalistanum. „Ommadawn” endurreisti svo orðstir Oldfields, sem hafði fallið nokkuð með útkomu „Hergest Ridge”. Verkið er mun merkilegra en fyrri verk og jafnvel meira lagt i það af kunnáttu og hæfni. Á henni notar hann t.d. Afríkutrumbur og keltneskar pípur, auk kórs barna i nágrenni heimilis hans. Síðan komu út þrjár litlar plötur, „In Dulci Jubilo,” „Portsmouth” og „William Tell Overture”, sem urðu vinsælar, öllum til furðu. „Boxed” kom út í 1976, þar sem Oldfield hafði ekki tilbúið efni á nýja plötu. „Boxed” inniheldur allar þær þrjár plötur, sem á undan komu, auk einnar til viðbótar, sem fékk heitdð „Collaborations”. Bæði „Tubular Bells” og „Hergest Ridge” eru endurblandaðar, en „Ommadawn” óbreytt. „Collaborations" er samansafn af nýju efni, bútum eins og litlu plötunum og efni ásamt David Bedford. Siðan „Boxed” kom út hefur einungis einu sinni heyrst frá Oldfield, „Cuckoo Song”, kom út á lítilli plötu, sem varð vinsæl, eins og fyrri plötur hans. Stúdíótöframaðurinn Mike Oldfield, eins og hann er kallaður. hefur ekki látið frægðina leggja sig, eins og flestar aðrar stjörnur í rokkinu, hann á sæmilega stóran búgarð og gott stúdíó heima hjá sér, mikið safn af hljóðfærum, góðan bíl og hefur leyft sér að stunda sín áhugamál til að halda geðheilsunni, eins og hundahaldið. Hann á tvo stóra hunda, hesta nokkra, og svo hefur hann áhuga á fjarstýrðum svifflugum. Hann skiptir sér lítið af poppheiminum, nema þegar hann þarf að gefa út plötu, leigja tónlistarmenn og þess háttar. Annars er ný plata væntanleg frá Oldfield fyrir næstu áramót, og bíða eflaust margir eftir henni, þar sem „Ommadawn” kom út 1975. 42VIKAN 43. TBL. I j POPPFRÆÐIRIT VIKUNNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.