Vikan


Vikan - 26.10.1978, Blaðsíða 14

Vikan - 26.10.1978, Blaðsíða 14
EDDIE, skoskur fjárhundur (collie) Eigendur: Poul Jóhannsson og fjöl- skylda, Garðabæ. — Við bjuggum lengi í Svíþjóð og keyptum Eddie að mestu fyrir áeggjan dóttur okkar, Steinunnar, sem hefur mikinn áhuga á hundarækt. Hún hefur sótt námskeið og starfað mikið að þessum málum, bæði hér heima við Dýrasjúkra- húsið og erlendis, fyrir hundaræktunar- stöðvar hins þekkta Kennel klúbbs. Hún er nú i Englandi við hundaræktunarstöð Jean Lanning, sem ferðast mikið um og dæmir hunda á sýningum. T.d. kom hún til. íslands í þessum mánuði til að dæma íslenska hunda á sýningu Hundaræktar- félags íslands. Við fengum Eddie hjá Kennel klúbbnum i Svíþjóð, hann er hrein- ræktaður, og fylgdi honum ættartala yfir fimm ættliði. Við álítum líka, að það hefði mikið uppeldislegt gildi fyrir dætur okkar að hafa hund á heimilinu. Þar reyndumst við sannspá. Það er ekki hægt að hugsa sér rólegra og þægilegra heimilisdýr en Eddie, og hann er einstaklega barngóður. Ég held, að við hefðum alls ekki komið heim frá Svíþjóð, hefðum við ekki fengið að hafa hann með. Það var ýmsum örðugleikum háð og talsvert umstang að fá öll tilskilin leyfi. Þar sem dætur okkar höfðu alist upp í Svíþjóð, áttu þær við ýmisleg félagsleg vandamál að striða fyrst í stað, eins og við er að búast. Þar reyndist Eddie þeim ómetanlegur vinur, ég er viss um, að hann gerði þeim mun auðveldara fyrir að laga sig að breyttum aðstæðum. Það er ekki hægt að eignast betri trúnaðarvin en Eddie. Þetta kyn er oft kallað lassie, eftir hinum fræga kvikmyndahundi með sama nafni, en það heitir í rauninni collie. Þeir verða mjög stórir og taka út vöxt sinn á fyrsta ári. Annars er Eddie óvenjulega stór, við létum einu sinni mæla hann á sýningu, og hann reyndist vera 5 sm hærri en æskilegt þykir. Hann borðar aðallega kjötsag og fisk, þó okkur sé óhætt að fullyrða, að ilmurinn af góðri steik lokkar hann alltaf fram í eldhús, og hjörtu eru hans eftirlætisréttur. Við sjáum sjálf um að snyrta Eddie. Þar sem feldur hans er mjög loðinn,verður að bursta hann sem oftast, svo þarf að gæta þess að hreinsa eyrun og klippa neglurnar. Það má ekki baða hann oftar en tvisvar á ári, en það er hægt að skola af honum, ef ekki er notuð sápa. Auðvitað þarfnast svona hundur mikillar umhirðu, en við teljum hana svo sannarlega ekki eftir okkur. Við erum fylgjandi ströngum reglum um hundahald, annars er hætt við að fólk yrði of kærulaust með þá. Slíkt er jafn vítavert, hvort sem barn eða heimilisdýr á í hlut. SNOTRA, íslensk tík Eigandi: Gunnar Lúðvíksson, Seltjarn- arnesi. Ég keypti Snotru hjá Sigríði Pétursdóttur á Ólafsvöllum, sem elur upp svonefnda íslandshunda. Þetta var fyrir 4 árum, og hún var þá nýfædd. Ég var með algjört dýraæði, búinn að eiga öll þau dýr, sem nöfnum tjáir að nefna, svo foreldrar mínir voru ekki ýkja hrifnir af hugmynd- inni í upphafi. Auðvitað lofaði ég að sjá alveg um að hirða hana, þó efndirnar yrðu kannski aðrar. Enda er hún orðin sama eftirlætisbarnið hjá öllum á heimilinu. Snotra er auðveld í meðförum, og hún er ekki á neinu sérstöku fæði. Hún hefur hingað til passað sjálf upp á mataræðið, og það má kannski segja, að hún sé dálítið of feit núna. Hún á það til að fara úr hárum, svo að við verðum að bursta hana reglulega og gefa henni vítamín. Við höfum verið að hugsa um að leyfa henni að eignast hvopa, og á hundasýn- ingunni, sem haldin var um mánaðamótin apríl/maí, sá ég herra, er myndi henta henni. Hún er hreinræktuð, svo það er ekki sama hver kærastinn er. Það hefur einmitt verið dálítið vandamál að vernda hana gegn óæskilegum aðdáendum, þeir eiga það til að safnast saman fyrir utan hjá okkur, þegar hún er í því stuðinu. Þá förum við sem minnst út með hana, ekki nema í keðju, og við rekum hina vonsviknu aðdáendur miskunnarlaust í burtu, ef þeir gerast of nærgöngulir. Við förum mikið út úr bænum með Snotru um helgar, til að leyfa henni að lifa reglulega frjálsu lífi og hreyfa sig að vild. Þó að við elskum Snotru út af lífinu, held ég að við mundum ekki hafa hund, ef það væri bannað. Það væri alltof mikið erfiði, bæði fyrir okkur sjálf og hundinn. BELLA, franskur loðhundur Eigandi: Sigríður Sólnes og fjölskylda, Seltjarnarnesi. — Við bjuggum í nokkur ár í Dan- mörku, í einu af úthverfum Kaupmanna- hafnar. Þar er mikið um hunda- hald, en ég varð ekki vör við mikil óhrein- indi af þeirra völdum, því fólk hugsaði afskaplega vel um hundana sína. Mig hefur alltaf langað til að eiga hund, og þegar 10 hvolpar fæddust í næsta húsi við okkur, virtist það kjörið tækifæri, og krakkarnir sóttu fast að fá hann. En þar sem við vissum að hundahald er víða bannað hér, hugsuðum við okkur vel og lengi um. Það tók okkur 8 vikur að taka ákvörðun, en fólkið geymdi okkur hvolpinn á meðan. Enda benti yfirdýralæknir okkur strax á bannið, er við sóttum um leyfi til að fara 14VIKAN 43. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.