Vikan


Vikan - 26.10.1978, Blaðsíða 34

Vikan - 26.10.1978, Blaðsíða 34
Jólaplattinn frá Bing og Gröndahl hefur komið út sfðan 1895. Urðu B. og G. fyrstir til að koma með slikan safngrip ð markaðinn. Margir hafa sfðan fetað f fótspor þeirra. Jóla- plattinn fyrir árið 1978 kostaði 7.155 kr. f september. annars fyrir íslendinga. Er skemmst að minnast hinna gullfallegu þjóðhátíðarplatta sem komu árið 1974. Einnig hafa þeir gert minningarplatta frá Reykjavík, ýmsum félaga- samtökum og loks 50 ára minningarplatta Slysavarna- félagsins sem kom á þessu ári. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna gefur i ár út jólakorta- seríu til minningar um 125 ára afmæli B. og G., sem er í ár. Verða kortin seld um gjörvallan heim. Bing og Gröndahl fylgist einnig með tímanum. Verksmiðjan hefur nú byrjað framleiðslu á nýtískulegum stellum úr steintaui og mynstrin kalla þeir Tema og Mexico. Annars hefur verksmiðjan framleitt bæði brúkshluti og listmuni úr steintaui allar götur siðan 1909. Sérlega skemmtilegar mánaðarmyndir koma frá Bing og Gröndahl. Þær eru úr steintaui, 24,5x22,5 cm á stærð, og má nota þær til skrauts hvort sem er utan húss eða innan. Margir múra slíkar vegg- skreytingar utan á hús sín til minningar um einhvern sér- stakan atburð í fjölskyldunni. Hver veggmynd kostar rúmlega 16 þúsund kr. Verðin á hlutunum, sem hér er getið um, eru síðan í sept. og geta breyst áður en þetta birtist lesendum. Verslun Geirs Zöega á Vesturgötunni og Rammagerðin í Hafnarstræti selja bæði styttur og stell frá Bing og Gröndahl. Styttur og plattar eru einnig seldir í versl. Heimaey, sem áður var í Vestmannaeyjum, sömuleiðis í blómaverslununum Burkna í Hafnarfirði og Laufási á Akureyri. Þá hefur kaupfélagið á Akureyri selt allar framleiðsluvörur fyrirtækisins. A.Bj. Verðið er frá um 20 þúsundum og upp í 70 þúsund. Dýrasta styttan sem Þóra mundi eftir að hafa selt var „móðir og barn” sem kostaði 52 þúsund kr. fyrir jólin i fyrra. Hvitu stytturnar, sem jafnan eru fyrir hendi, eru á viðráðan- legra verði fyrir allan þorra fólks, þótt þær hafi einnig hækkað mikið á undanförnum árum. Vinsælar eru þrjár seriur af barnamyndum, „pínu- stytturnar,” sem eru minnstar og kostuðu um 5.800 kr., „leikandi börn,” ögn stærri og kostuðu um 8500 kr., og loks „sjávarbörn,” um 6.700 kr. Blómsturvasarnir kosta þetta frá tæplega 9 þúsundum og upp úr. Litlir veggplattar, sem eru ekki nema 8 cm í þvermál, kosta um 6 þúsund en þeir hafa ekki verið á boðstólum nokkuð lengi. Þá hafa Bing og Gröndahl gefið út fjöldann allan af minningarplöttum, meðal 34VIKAN 43. TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.