Vikan


Vikan - 26.10.1978, Blaðsíða 20

Vikan - 26.10.1978, Blaðsíða 20
arhringinn seni tveggja barna föður. í samanburði við l’öður hennar líktist hann meira barni en foreldri. Barni, sem lyktaði af rakspira. „Skilur þú þetla núna? Með að bregða eða bjóða?" „Hvað er boðlcgt?" „Poppkorn. Sælgæti. Hvaðsent er." „Myndu þau vilja kökusncið?" Maðurinn og stúlkan horfði bæði á kökuna. sem lýsti fyrir framan arininn. Nokkur hinna örsmáu kerta voru brunn in niður og logarnir slokknaðir. Önnur voru að slokkna. „En þetta er afmæliskaka.” sagði maðurinn. Stúlkan hvarf frá útidyrunum og fór inn i cldhúsið. Skúffa opnaðist. og skáp hurð skelltist. Hún kraup fyrir framan kökuna með vaxpappir og hníf. „Þú ættir ekki að gera það,” sagði Hallet. „Ætti ckki hvað?” spurði stúlkan. sem þcgar hafði dregið linu með hnifsodd- inum i silkikennda sykurbráðina. „Skera kökuna. Bara fvrir þau, meina ég." „Vilja þau hana ekki?" „Jú. en . . .". Rauð hönd lyftist fyrir framan regnfrakkann i hálfgerðu mót mælaskyni. en féll aftur. „Falleg kaka.” Stúlkan dró hnifinn gegnum Ijósgulan snjóinn. Hann sneri sér við til að gá út um gluggann. Siðan sagði hann allt i einu: „Hvarer móðir þin?" Stúlkan einbeitti sér að því að skera kökuna. Maðurinn beið. Ætlaði hún ekki að svara spurningu hans? Hún lyfti upp fyrri sneiðinni. áður en hún svaraöi. „Móðir mín er dáin.” „En pabbi þinn er hér þó.” Maðurinn hnusaði út i loftið og gerði miklu mcira úr þvi, sem hann fann. en tilefni var til. „Hann reykir franskar sigarettur. er það ekki?” Stúlkan reif stórt stykki af vaxpapp irnum, brciddi úr þvi og vafði sneiöinni vandlega i hann. „Er það rétt? Með frönsku sigarett urnar?” „Já.” Fingurinn á rauðu hendinni vaggaði. „Þá cr hann mjög Ijótur maður." Stúlkan, sem var að skera seinni sneiðina. leit ekki upp. „Franskar sigarettur. hó hó." Ljótur hlátur ntannsins innlimaöi stúlkuna i goðsögnina. Þjóðsöguna um. að allt franskt, jafnvel sígarettur, væri synd- samlegt. Hann flissaði aftur. „Franskar Litla stúlkan við endann á trjágöngunum. sigarettur? Hérna úti á eyju? Utan ferða- mannatímans? Ógurlega ljótt.” Aðdrótt- anir mannsins virtust ófullkomnar, án þess að hann fylgdi þeim eftir með íbyggnum hlátri. Stúlkan vafði pappir utan um seinni sneiðina. Hún skóf sykurinn af fingrun um nteð hnifnum. en borðaði hann ekki. „Faðir ntinn er alls ekki Ijótur. Hann er skáld.” Hún var að horfa inn í loga kertanna. sent cnn brunnu. „Uppi?” spurði maðurinn. Hún leit yfir logana á manninn við gluggann. „Hver?" „Pabbi þinn?” „Nei." sagði hún. „i vinnuherberginu sinu.” „Skáld." „Já." „Móðir min scgir lika. að hann sé skáld, og þegar ntóðir min segir eitthvað. þá verður það að vera satt. Það myndi ekki þora annað. Það er hún. scnt er i fasteignaumboðinu og leigði föður þinum þctta hús." Stúlkan reis upp af eikargólfinu og bar kökusneiðamar tvær yfir til ntanns ins. Hana kligjaði. þegar hún fann sterk an ilntinn af honunt. „Krakkarnir verða stórhrifnir." sagði hann og rétti út höndina eftir fórninni. Rauðar hendur hans snertu granna. hvita fingur stúlkunnar. Hún ntissti nærri kökurnar. þcgar hún kippti að sér höndunum. Manninum fannst hún stara heila eilifð á hendur hans. Hendur. Eftir því sent l’aðir hennar sagði. sögðu hendur meira um manneskjuna en andlitið. Þessar hendur voru smáar og mjúkar, eins og konuhendur. Og þó svo þær væru rauðar af kulda. þá voru handar- bökin þakin stóruni svitaholunt, cins og svinaleðursseðlaveski, sem föður hennar var einu sinni gefið. Veski sem hann fleygði seinna, af þvi að óþægileg lyktin hvarf ekki úr leðrinu. Litla stúlkan var viss unt. að cf þessi ntaður snerti hana aftur. ntyndi holdið hrökkva af beinun- unt á henni. „Það er að létta til." sagði maðurinn. „Rignir ekki nteira í kvöld. Bara drullu- pollar l'yrir krakkana til að ösla i gegn unt." Stúlkan gekk aftur að sófaborðinu. tók hnífinn og vaxpappirinn og bar það l'rant i eldhúsið. „Svo ntikil kyrrð." sagði hann. og nú fyrst lækkaði Itann röddina. „Hlustaðu. Stundunt getuni ntaður heyrt i hafinu hingað. í kvöld heyrist bara í vindin- — Ef ég á að segja alveg eins og er — þá líkar mér alls ekki munstrið. yn m m ií ss iffl ii B1 ka *-• t- ii l / jslgipr I I — Mér var sagt, að hér væru seldar bækur. um.” Úr eldhúskróknum horfði stúlk- an á manninn þvert yfir herbergið. „Flest fólk heldur. að það sé svo ein- manalegt hérna á veturna." sagði hann og þurrkaði móðuna af rúðunni með frakkaerminni. „í rauninni eruð þið pabbi þinn heppin að vera hér á þessum árstima. Um leið og haustar tinir allt sumarfólkið saman föggur sínar. setur hlera fyrir gluggana og þýtur aftur til New York og skrúfar frá hitanum. Vct- urinn kentur. og allir gyðingarnir skila staðnum aftur til hinna innfæddu.” Nú horfði maðurinn á kertin á af- mæliskökunni brenna niður og dcyja. eitt ogeitt. „Þú ert þrettán ára?" „Nei." „At' hverju þá þrcltán kcrti?" „Égátti ekki lleiri." „Ertu fjórtán?" • „Faðir ntinn birti lýrsta Ijóðið. þegar hann varellefu ára." „í Englandi. er þaðekki?” „Jú." „Það er auðveldara að vera skáld í Englandi." Rauð höndin rann yfir hárið og færði til lýjurnar. sent lágu yfir skalla blettinn. „Hér i Ameriku ertu i skátun- unt. þcgar þú ert ellefu ára." Gat hann ekki skilið. að hún vildi ekki tala við hann? „Ég skrifaði Ijóð." sagði hann. „í gaggó. Fyrir skólablaðið. Yrkir þú?" „Já." „Unt hvað?” Hún yppti öxlum. Þessu gat hún sist svarað. Af hverju hélt hann áfram að tala? Ekkert virtist geta hamið hann. „Gefið það út?" Þögn hcnnar virtist ekki letja hann. „Ljóðin þin?” Hún kinkaði kolli. „Skólablaðinu?” Í eldhúsinu lokaði hún skúffu. en svaraði honunt ekki. „Dagblöð? Tímarit?" í arninum brann viðarbútur sundut^ og féll niður, svo kolin ultu fram á gólf- ið. Stúlkan hljóp úr eldhúsinu og greip skörunginn. „Mig langar að lesa ljóðip þin ein- hvern tinta.” Stúlkan ýtti glóðinni aftur inn i arin- inn. „Faðir þinn heitir Leslie Jacobs. er þaðekki?” „Jú." „Og þú?” „Rynn." „R-Y-N-N. Þaðer mjögóvenjulegt." Stúlkan ýtti glóandi kolantola undir grindina. „Þú hlýtur að vera mjög vel gefin." Hann leit í kringum sig. „Búa bara pabbi þinn og þú hér?" Hún svaraði ekki. lyfti lokinu á eldi- viðarkassanunt og lét skörunginn falla niður i hann. „Bara þið tvö?" spurði ntaðurinn aftur. „Já." Framhald (næsta blaði. 20VIKAN 43.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.