Vikan


Vikan - 26.10.1978, Blaðsíða 4

Vikan - 26.10.1978, Blaðsíða 4
íslensku ferðafólki í París vísað til veitingahúsavegar 9. greit Besti matur á œvinni í dag: Le Bistrot de Paris í næstu Viku: Allard Besta matinn í Paris fengu sérfræð- ingar Vikunnar á „Le Bistrot de Paris”, sem kosið var veitingahús ársins 1978 af Kléber-akademíunni, þeim átta mönnum, sem kunnastir eru af skrifum um veitinghús i frönsk blöð og tímarit. Fjórir af þessum átta settu Bistrot í efsta sæti. FRÆGIR UPPFINNINGA MENN Eigandi og matreiðslustjóri mat- stofunnar er Michel Oliver, frægur af matargerðarþáttum í franska sjón- varpinu og af kennslubók í matreiðslu fyrir börn. Hann er sonur Raymond Oliver, sem á og rekur eitt af frægustu veitingahúsum Parísar, „Le Grand Véfour". Michel Oliver er frægur fyrir að fara sínar eigin götur í matargerðarlist og koma með nýjungar, sem ganga í berhögg við gamlar venjur. Nýtur hann í þeim efnum aðstoðar Nicoleau yfirkokks, sem einnig er frábær uppfinningamaður. Matreiðslan á Bistrot er talin hafa farið hraðbatnandi siðustu tvö árin. Ekki virðast allir frönsku sérfræðingarn- ir hafa áttað sig á þeirri þróun. Michelin mælir með honum án sér- stakrar viðurkenningar, og sama er að segja um Kléber, sem gefur staðnum einkunnina: Svartur hani, sem þýðir: Góður matur I þægilegu umhverfi. Gault-Millau eru djarfari og gefa honum 15 stig af 20 mögulegum, sem jafngilda næsthæstu einkunn, tveimur kokka- húfum. EINS OG UM ALDA- MÓTIN Við sátum á gangstéttarkaffihúsi and- spænis hinni frægu, þúsund ára gömlu kirkju Saint-Germain-Des-Prés. Þaðan gengum við vestur Boulevard Saint- Germain að Rue du Bac og fórum norður hana, nærri niður að Signu, en beygðum til hægri inn Rue de Lille. Þar er Le Bistrot de Paris. Þetta er stæling á aldamótaveitinga- húsi. Frostaðar Ijósaperur, ljósakrónur og látún vekja strax athygli gesta, svo og hinir stóru speglar, sem gera gestum kleift aðsjáfyrir horn. Margt var um manninn, þegar við komum í hádeginu. Streittir karlar ræddu viðskipti á öðru hverju borði. Yfirþjónninn var ákaflega þægilegur. Var hann hæfilegur formáli hinnargóðu þjónustu, sem við nutum á Bistrot. Með matseðlinum fengum við, eins og aðrir gestir, glas af Beaujolais-rauðvíni, blönduðu sólberjamauki, á kostnað hússins. Þetta var sniðug gjafmildi, sem kom skapinu í fínasta lag, enda var drykkurinn frábær. LÉTUM ÞJÓNINN RÁÐA FERÐ Le Bistrot de Paris hefur ekki fastan matseðil. Hann breytist frá degi til dags eftir þeim hráefnum, sem völ er á bestum hverju sinni. í stórum dráttum eru réttirnir samt hinir sömu, því að við þekktum strax marga rétti, sem sér- fræðingar mæla með. Meðalverð forrétta er 26 frankar, aðalrétta 42 frankar, eftirrétta 16 frankar og ódýrustu vína um 23 frankar hálfflaskan. Með 15% þjórfé ætti þri- réttaður matur með hálfflösku af vini á mann að kosta um 123 franka á mann eða 8600krónur. Við leyfðum þjóninum að velja fyrir okkur og vorum mjög lánsöm, því að hver rétturinn var öirum betri. LIFUR, BRIS OG ÖND Annar forrétturinn var fuglalifur með púrru, rauðrófum og salati (la salade landaise), mjög góður matur á 29 franka. Hinn var pressuð andalifur (foie de canard frais maison), einnig góð, en ekki eins og hinn fyrrnefndi. Kostaði hún 36 franka. Annar aðalrétturinn var kálfabris (ris de veau au vinaigre de miel). Lá brisið í hunangsediki á spínatbeði, alveg Frá KPS, stærstu heimilistækjaverksmiðju Noregs bjóðum við stórglæsiiegt úrval eldavéla, gufugleypa, kæliskápa og uppþvottavéla á mjög hagstæðu verði. Góðir greiðsluskilmálar. Tískulitir: Karry gulur, Avocado grænn, Inka rauður, hvítur og það allra nviasta: svartur! EF EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Berg^taðastræti 10 A, Sími 16995. Sendiö úrklippuna til okkar og við póstieqgjum bækling strax. 4VIKAN 43.TBL.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.