Vikan


Vikan - 07.02.1980, Side 4

Vikan - 07.02.1980, Side 4
Jónas Kristjánsson skrifar um íslensk veitingahús Leikkrókurinn á Esjubergi er nýbreytni til fyrirmyndar. Hugsað um börnin — en ekki magann Esjuberg er heppilegur fjölskyldu-mat- staður. Þar er hægt að geyma ungviðið í föndurkrók meðan unglingarnir borða tiltölulega sæmilega hamborgara og foreldrarnir eggjaköku, kannski með hálfri vínflösku. Eina skilyrðið er, að ekki séu gerðar kröfur til matreiðsl- unnar. Þessi hrikalega stóra veitingastofa er ekki eins kuldaleg og við mætti búast. Innréttingar eru snyrtilegar og i senn hæfilega einfaldar og fjölbreyttar. Leikurinn með viðinn í loftinu rýfur ein- hæfni rúmsins. Gott pláss er milli borða og hreinlæti er í besta lagi. Hávaðasamt getur orðið á annatímum, en samhljómur skvaldurs- ins hefur ekki óþægileg áhrif. Ekkert hindrar þig í að taka lífinu með ró — nema vera skyldi maturinn. Þegar ég gerði úttekt á Esjubergi fyrir Vikuna um daginn, ríkti fullkominn geðklofi í baktjaldatónlistinni. Úr annarri áttinni heyrðist sinfónían spila Bela Bartók og Antonin Dvorák, en úr hinni áttinni heyrðist spilað úr léttum söngleikjum. Það getur kostað fótaskort að gera öllum til geðs. Til skamms tima hefði Esjuberg átt að fá fimm í einkunn fyrir umhverfi og andrúmsloft. En barnakrókurinn er svo skemmtileg og hugnæm nýjung, að ómögulegt er að gefa staðnum minna en átta fyrir þennan þátt. Þrátt fyrir tvöfalda tónlist. I barnakróknum eru húsgögn við hæfi barna, bækur og kubbar og pússluspil, litir og pappir. Og listaverk barnanna hanga uppi á vegg. Fyrir þessu er skylt að hrópa húrra, sem og fyrir barna- stólunum, sem hægt er að hafa við mat- borðin. Gott væri, ef húsráðendur sýndu þá smekkvisi að breyta skiltum, sem á stendur: „Vinsamlega Sýnið Kassa kvittun Við Móttöku Sérrétta” og „Gjaldkeri". Ofnotkun upphafsstafa getur kannski gengið á amerísku, en engan veginn á íslensku. Síld Marineruð síld með brauði og smjöri reyndist vera eitt sildarflak, stórt og slétt og fallegt, án allrar sósu, en með eggsneið og kartöflu. Þetta var góð síld, besti maturinn i prófun Vikunnar á Esjubergi, ef frá er skilið hrásalatið, sem síðar verður rætt. Verðið er 2.170 krónur sem forréttur. Gravlax Gravlax með sinnepssósu og ristuðu brauði var vondur á bragðið, hugsanlega skemmdur. Hann var grár i gegn, þurr og bragðlaus. Hann var vafinn utan um linan og bragðlausan spergil úr dós. Gúrkan og sítrónan voru æt og sinneps- sósan var í sæmilegu lagi. 1 heild var þessi furðulegi réttur upp á hreint núll í einkunn. Matreiðslumenn Esjubergs virðast hafa tekið eftir því, að í útlöndum er matur stundum vafinn upp á spergii. En þá er um ferskan og ætan spergil að ræða. Slíka matargerð er útilokað að þvða á dslensku með handafli og dósa- hníf. Verðiðer 3.380 krónur sem forréttur. Esjugratín Esjugratín reyndist vera kræklingur, rækjur og spergilbitar ásamt dálitlu af sitrónu, tómati og steinselju, ofnbakað í / næstu Viku: Hornið osti. Þetta var bragðgóður matur, ef sneitt var hjá sperglinum. Með jxssu voru borin fram ágæt hrisgrjón með óhugnanlegri, hvítri hveitisósu með hveitibragði. Verðið er 3.350 krónur sem aðalréttur og fæst ekki á lægra verði sem forréttur. Ýsa Steikt fiskflök með ristuðum rækjum, spergli og hvítvinssósu reyndist vera pönnusteikt ýsa, sæmileg á bragðið, sennilega fersk. Sæmilegasta hrásalat fylgdi, svo og franskar kartöflur, sem voru með þeim betri, sem ég man eftir. hæfilega steiktar og án aldraðs steikar- olíubragðs. Þessi ýsa hafði ekki verið eyðilögð í matreiðslu. En henni hafði verið spillt með svokallaðri hvítvínssósu. Það var hveitisósa, byggð á grunni einhvers mjög lélegs hvítvíns. Það er misskilning- ur að komast megi billlega frá vini í sósu. Verðið er 3.460 krónur sem aðalréttur og fæst ekki á lægra verði sem forréttur. Hrásalat Hrásalat fylgdi þeim réttum, sem sagt verður frá hér á eftir. Esjuberg hefur komið á hinni skemmtilegu nýjung, sem víða sést i Bandarikjunum, að hafa sér- stakt salatborð, sem gestir eiga sjálfir að sækja í. Getur þá hver blandað sér hrásalat við hæfi. Á boðstólum var gott ísberg-kál; of aldrað hvitkál frá hádeginu; góð paprika, ekki úr dós eða frysti; sæmilegur maís; bragðlausir skinku- bitar; góðar mandarinur; ætir tómatar; vondar sýrugúrkur; ágætar hreðkur; svo og tvær sómasamlegar sósur. önnur úr tómati og hin úr sinnepi. Úr þessu gat ég moðað mér salat úr ferskum og góðum hráefnum, þvi að það var auðvelt að forðast hið lélega. Satt að segja var þetta hrásalat hápunktur máltíðarinnar, ágætis auglýsing gegn þeirri firru, að heilnæmur og náttúru- legur matur sé kanínufóður. Hrásalatið hefði þó auðveldlega getað verið enn betra. Ég saknaði sítrónubáta og olífuolíu, svo að ég gæti hrist olíu- sósu. Ennfremur var salatborðið fremur óhrjálegt. Til dæmis voru sósurnar með skán. Svona borði þarf að sinna á tíu minútna fresti. Verðið er 560 krónur, ef hrásalatið er keypt sérstaklega. Það eru langbestu kaupin á Esjubergi. Náutamörbráð Franskt buff með kryddsmjóri. frönskum kartöflum, belgbaunum og hrásalati var ákaflega dularfullur og frá- 4 Vikan fr. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.