Vikan


Vikan - 07.02.1980, Blaðsíða 51

Vikan - 07.02.1980, Blaðsíða 51
Fyrstu þrjú árin ferðaðist hun nálega 20 000 km og heimsótti átján hegningar- hús, þrjú hundruð fangelsi og meira en fimm hundruð þurfamannahæli, sjúkra- hús og aðrar stofnanir, þar sem geðveikt fólk var geymt. Eitt sinn var hún komin nær drukknun þegar hún var að láta ferja sig yfir fljót I póstvagni. 1 Michigan stöðvuðu ræningjar vagn hennar eitt sinn. Hún kvartaði við einn ræningj- anna sem varð litið á þessa veikbyggðu, gráhærðu konu og sagði svo: „Drottinn minn! Þessa rödd þekki ég!” Það kom í ljós að hann hafði heyrt hana halda ræðu í geðveikradeild fangelsis í Phila- delphíu. Ræningjarnir skiluðu aftur þýfi sínu. Hugrekki Dorotheu Dix var takmarkalaust. 1 dýflissu eina í New Jersey fór hún til þess að ná tali af manni sem talinn var vitskertur, hlekkjaður á höndum og fótum og látinn sitja í myrkri. Fangavörðurinn varaði hana við því að maðurinn væri stór- hættulegur en hún gekk beint til veslings mannsins og ávarpaði hann þýðlega með nafni. Hann starði andartak á hana orð- laus af undrun, svo brast hann í grát. Hún lét flytja þennan ólánsmann í hreint rúm í vistlegu herbergi og að tveim mánuðum liðnum hafði honum batnað svo að hann kom að góðum notum við alls konar vinnu í sjúkra- húsinu og utan þess. Þannig fór hún ótal sinnum alein í viðurstyggilegar myrkrastofur, talaði við þessi fórnarlömb mannlegrar heimsku og sýndi í verki hve góðvænleg áhrif vingjárnlegt viðmót og læknishjálp geta haft í tilfellum sem almennt eru talin vonlaus. Þanríig,',for ungfrú Dix um landið þvert og endilángtf>rýmist ásakandi, biðjandi eða hrósandi lö|gjöfunum og upp spruttu i kjölfar hennar hæli með góðum og vel lærðum læknum, sem trúðu þvi að lækning geðveikra væri möguleg. Og hvar sem Dorothea fór dró stórkostlega úr þjáningum þessa óláns- sama fólks og aðþúnaður þess fór stór- batnandi. Þegar henni þótti þjóð sin hafa vaknað nægilega til fulls skiinings á þessum mikilvægu líknar- og velferðarmálum hélt hún til Evrópu. Það var árið 1854. Og hún komst brátt að raun um það að ástandið í þeirri heimsálfu var ákaflega bágborið í þessum efnum. Hún beitti sér fyrir stofnun sjúkrahúsa á Jerseyeyju og í Rómaborg. Þegar borgarastyrjöldin bráiist út sneri Dorothea Dix aftur heim til Banda- ríkjanna og hélt beina leið til Washington til þess að bjóða stjórninni þjónustu sína sem hjúkrunarkona. Síðar útnefndi Simon Cameron hermála- ráðherra hana yfirforingja allra hjúkrunarkvenna í norðurhernum og var það I fyrsta skipti í sögu Banda- ríkjanna sem slíkt embætti var stofnað. Hún starfrækti þetta embætti öll fjögur árin með heiðri og sóma. Þegar friður komst á sneri hún sér aftur að bættum aðbúnaði geðveikra, þótt hún væri orðin sextug að aldri. Og því hélt hún áfram næstu tuttugu árin, til dauðadags. Þótt undarlegt megi virðast er þessi merkiskona næstum gjörsamlega óþekkt nafn í dag í Bandaríkjunum. Það á að vísu að nokkru rætur sinar að rekja til afstöðu hennar sjálfrar. Hún leyfði aldrei nein persónuleg blaðaviðtöl um starf sitt eða annað það sem kalla mætti auglýsingastarfsemi. Þannig bannaði hún að nokkurt hæli eða sjúkrahús bæri nafn hennar. Þó er hún vafalaust ein af merkustu konum sem fram hafa komið í Bandaríkjunum síðastliðin þrjú hundruð ár, en áreiðanlega sú sem fæstir muna. Fólk eins og Dorothea Dix hefur aldrei verið eftirlæti sagnfræðinga. Þeir hafa hingað til haft meiri áhuga á herforingjum og stjórnmálamönnum, sem engum hafa verið til fyrirmynd- ar. Þeir sem hafa áhuga á hinum raunverulegu velgerðarmönnum mann- kynsins verða því oftast að leita utan skrifaðrar sögu að upplýsingum um þá. Það er raunalegt því líf þessa fólks ætti að geta verið hverjum manni hvatning að láta gott af sér leiða. Þessi skínandi fögru mannlif ættu að vera okkur vitará leiðinni til kærleikans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.