Vikan


Vikan - 07.02.1980, Blaðsíða 34

Vikan - 07.02.1980, Blaðsíða 34
Fimm mínútur með Willy Breinholst Zobrini og mauriim Zobrini var fæddur flakkari. Hið frjálsa líf listamannsins var honum í blóð borið og reyndar var það engin tilviljun að hann skyldi koma í heiminn á litlum sígaunavagni sem staðsettur var miðja vegu á milli parisar- hjólsins og speglasalarins. Á unga aldri hafði hann lagt lífs- hættulegan mótorhjólaakstur fyrir sig, sem sýningaratriði að sjálfsögðu, og undir listamanns- nafninu Kapteinn Billy King sýndi hann og kynnti alklædd sæljón og lamadýr úr Andes- fjöllunum sem gat ropað, fyrir- bæri sem aldrei fyrr hafði sést norðan Alpafjallanna. Siðar sneri hann sér í auknum mæli að ýmsum eldleikjum og var eitt atriði hans frægt víða um lönd, en það fólst í því að hann hellti einhverjum ókjörum af bensíni yfir bringuna á sér, kveikti svo í og lét brenna þar til sýningar- tjaldið var farið að lykta af sviðnu mannakjöti. Einnig hafði hann verið einkaumboðsmaður austurlenskra magadansmeyja, hann hafði verið með sinn eigin flóasirkus og hann hafði í nokkur ár æpt sig hásan til að fá fólk til að lita á feitustu konu heims sem hét Zuleima og vó 700 ensk pund. Þeir sem keyptu sér aðgöngumiða fengu að ganga í kringum hana og skoða nákvæmlega. Einn daginn gerðist það að Zuleima settist óvart ofan á Zobrini með þeim afleiðingum að hann þurfti að dvelja 6 mán ði á sjúkrahúsi rg gangast undir nokkra uppskurði til að koma beinunum á sinn fyrri stað. Heldur dró úr frama Zobrinis eftir þennan atburð, hann náði sér aldrei almenni- lega. Eftir slysið byrjaði hann að sýna þríhöfða kálf og hænu sem gat galað eins og hani í minnsta tjaldinu í Tívolí. En fólk virtist ekki hafa neinn sérlegan áhuga á slíku lengur, það var hvorki hægt að lifa né deyja af þessu starfi og því var það að Zobrini greip til þess ráðs að stela peningakassa skemmtigarðsins úr skrifstofu forstjórans kvöld eitt er hann var á leið heim úr vinnu. Fyrir vikið fékk hann að dúsa i tvö ár á bak við lás og slá, og það er eiginlega hér sem sagan af Zobrini hefst. Honum leiddist vistin í fang- elsinu, timinn leið svo ofur hægt. Svo var það dag einn að hann kom auga á lítinn maur sem skreið á kantinum á blikk- krúsinni hans. Þá fékk hann hugmynd. — Ég verð að temja þetta litla dýr, hugsaði hann með sér. — 1 Ef ég get tamið sæljón, lamadýr og flær þá hlýt ég að geta tamið einn maur. Nú hófust miklar æfingar hjá blessuðum maurnum. Hann átti að læra að standa á einum fæti en það gekk ekkert allt of vel að koma honum í skilning um svo einfaldan hlut þar sem maurinn var bæði latur og ónámfús. Að lokum tókst það þó. Þarna stóð maurinn á miðju borðinu — á einum fæti. — Óhó! hrópaði Zobrini, þetta er stórkostlegt. Ég skal gera þig að fimleikastjörnu og þegar ég svo slepp út héðan þá get ég grætt stórfé á því að sýna þig- En maurinn átti enn langt í Ilrúlurinn 2l.m;irv 20.;i|»ril \;iulið 2l.npril 2l.ni;ii Tiibumrnir 22.mui 2l.júni Kr.'hhinn 22. júni 23. juli l.júniú 24.júli 24. úijú'l Mt't jan 24.niíúsl 2.4.stpl. Stundum getur reynst nauðsynlegt að sýna ákveðni til að verða ekki undir í baráttunni. Það má þó ekki fara út í öfgar. Ef það hendir þig þá skaltu hafa í huga að afsökunarbeiðni kostar ekki neitt. Þú ert of eftirgefanlegur við óviðkomandi fólk því þetra er að eiga fáa en góða vini. Helgin nýtist vel til alls konar athafna sem skapa hreyfingu og þvi meiri tilbreyting því betra. í þessari viku virðast vandamál þín ætla að leysast á farsælan máta. Gættu þess að láta það ekki stíga þér til höfuðs því ekki er öruggt að þessi heppni muni end- ast þegar til lengdar lætur. Gerðu allt til þess að ná langþráðu takmarki og í þvi efni skaltu varast að spila um of einleik. Þér hættir til að sýna ekki tilfinningarnar fyrr en á herðir og þá er oftast allt um seinan. Mikið verður um að vera þessa vikuna og annríkið vill koma hressilega niður á tauga- kerfinu. Það liggur ekkert á og um að gera að njóta líðandi stundar, því kemst þótt hægt fari. Á næstunni gerist nokkuð sem þig hefur ekki lengi dreymt um að gæti hent. Þetta veldur talsverðum breytingum á einkamálunum en láttu ekki fagurgala og smjaður annarra rugla þig í kollinum. Gleðstu yfir góðu gengi vina þinna því þú munt njóta góðs af. Þú lendir í samkvæmi um helgina og er þér fyrir þestu að fara þar að öllu með gát því einhver fylgist mjög náið með athöfnum þínum. Sporúdrckinn 24.okl. 2.4.iió\. Þér hættir til að lifa I eigin draumaheimi og það gæti komið þér í koll siðar meir. Undan- farið hefur þú vanrækt vini þína og ef sam- bandið slitnar er það að mestu þín eigin sök. Hogmaúurinn 24.nó\. 21.úcs Gamall draumur virðist ætla að rætast á óvæntan máta og til þess að svo verði muntu þurfa að leggja talsvert á þig. Farðu varlega í sambandi við fjármálin, því þar er ekki allt sem sýnist. Slcingcilin 22. úcs. 20. jan. Talaðu ekki svona mikið, þvi töluð orð verða aldrei aftur tekin. íhugaðu vandlega hvað þú segir, sérstaklega í samskiptum við gamlan vin, sem er með viðkvæmara móti þessa stundina. Valnshcrinn 2l.jan. l'Áíchi. Mundu að flas er ekki til fagnaðar og ýmislegt óvænt á eftir að gerast í vikunni. Þér vex að visu þor við alla erfiðleika en það er óþarfi að gera sér hlutina erfiðari en nauðsynlegt er. Kiskarnir 20.fchr. 20.mars Þunglyndið sem veturinn hefur gróður- sett í brjósti þér virðist þverra óðum og fram- kvæmdagleðin gerir vart við sig á nýjan leik. Skemmtilegt fólk og fjörug samkvæmi setja svip sinn á tilveruna. 34 Víkan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.