Vikan


Vikan - 07.02.1980, Síða 8

Vikan - 07.02.1980, Síða 8
Viðtal Vikunnar Hluti af 524 punda blánefju sem Steingrímur veiddi við Surtsey. undan sínu mikla vinnuálagi. Þvert á móti. Ég reyndi einhverju sinni að gera athugasemd við jtað en hún brást hin reiðasta við. — Hvað með menntaskólaárin? — Nei, ég var ekki mikið pólitiskur i menntaskóla þó að ég hneigðist að stefnu Framsóknarflokksins hvaðstefnu snertir. Ég var að visu kosinn inspector scholae i 6. bekk og sennilega hafa ekki margir framsóknarmenn skipað þá stöðu þvi það er töluvert um pólitík í menntaskólunum og oftast er hún I róttækara lagi. En i þetta sinn gengu kosningar þó ekki út á pólitík heldur var ég fremur kosinn af þvi að ég þótti nokkuð frjálslyndur og félagslega sinnaður. En mér fannst ógerlegt að gerast virkur flokksfélagi í Framsókn á meðan faðir minn var þar formaður. — Að loknu menntaskólanámi fór ég í verkfræði, starfaði síðan sem slikur og varð framkvæmdastjóri Rannsókna- ráðs. Mér fannst það starf ákaflega áhugavert og skemmtilegt. Ég hafði ekki hugsað mér að breyta neitt til. En árið 1962 leituðu nokkrir ungir framsóknar- menn til mín af þvi þeir voru í vandræð- um með formann. Það endaði svo með þvi að ég samþykkti að gegna formanns- Ég œtlaði mér aldrei að verða stjórnmálamaður. Til þess vissi ég alltof vel hvað það kostaði. stöðu I eitt ár. Þau urðu tvö og smám saman var ekki lengur hægt að draga sig út úr þessu. Drengskapur og ungmennafélagsandi — Varstu samt aldrei í vafa um að þú ættir að feta i fótspor föður þíns og fylgja Framsókn að málum? — Jú, mikil ósköp. Ég átti i heilmiklum heilabrotum út af þessu. Og ég man að ég spurði föður minn einu sinni að því af hverju hann væri framsóknarmaður. Svarinu gleymi ég aldrei: — Af því að framsóknarmenn eru drengskaparmenn, sagði hann. — En áliturðu að sá ungmennafélags- andi sem sveif yfir Framsóknarflokkn- um á timum pabba þins eigi þar enn jafnrík ítök? — Að visu ekki. Stjórnmál hafa breyst mikið siðan þá hvað alla flokka snertir. Þau eru orðin svo miklu flóknari, og því miður er dýrkun á drengskap dálítið glatað hugtak í dag, bæði á meðal stjórnmálamanna og almennings. Samt held ég að innst inni kjósum við helst að sjá viðleitni til drengskapar bæði í okkur sjálfum og öðrum. Ég legg m.a. þá merkingu i orðið að manni beri að segja það sem sannast er og réttast í hverju máli, hvort sem það aflar manni óvinsælda eða ekki, og þeirri reglu hef ég reynt að fylgja. — Varstu aldrei hræddur um að litið yrði á þig sem pabbastrák í pólitíkinni? — Ja, ég hefði að minnsta kosti ekki farið í framboð á Vestfjörðum ef ég hefði mátt velja, bara af því að það var kjördæmi föður míns. En þegar hann dró sig í hlé báðu Vestfirðingar mig sjálfir um að taka við. Það hefur bæði haft sína kosti og galla. Faðir minn átti Mér fannst ókleift að gerast virkur flokksfélagi meðan faðir minn gegndi formannsstöðu. þarna sterkt persónulegt fylgi, sér- staklega á Ströndum. Gömlu mennirnir þar voru að vísu dálitið tortryggnir á mig í fyrstu en gerðust siðan harðir fylgismenn mínir. Svo voru auðvitað aðrir sem sögðu: — Þetta er bara strákur sem nýtur föður sins. Þannig verkaði þetta á báða bóga. Grænar baunir og koilu- dráp — Nú eruð þið stjórnmálamenn auðvelt skotmark fyrir persónulegar árásir og skítkast. Einhvern tíma varst þú t.d. ásakaður fyrir að aka bílnum þinum á grænum baunum. Hvernig var því máli varið? — Já, málið með grænu baunirnar. Sú árás var vissulega stjórnmálalegs eðlis enda hófst hún rétt fyrir kosningar. Hún byggðist á því að i bókhaldi Rannsóknaráðs fundust ýmsar skekkjur, en það var fært á sameiginlegri skrifstofu rannsóknastofumanna. ekki hjá Rannsóknaráði sjálfu. Allir vissu að slikt gat oft koniið fyrir. Þetta voru ósköp saklausar villur sem ríkisendur- skoðun var vön að leiðrétta. Stundum var listinn upp á ansi margar villur en þar var aldrei um neinn fjárdrátt að ræða heldur Wllur í innfærslu. Við auka- skoðun á þessum reikningum komu svo að venju ýmsar innfærsluvillur I ljós. M.a. að grænar þaunir sem keyptar voru inn fyrir Surtseyjarfélagið höfðu verið færðar inn sem rekstrarkostnaður á bil Rannsóknaráðs. Þetta var i rauninni ósköp hláleg villa sem ríkisendurskoðun hefði leiðrétt umyrðalaust. Þetta þótti þó nægja sem árásarefni á mig. Ég óskaði eftir opinberri rannsókn og fór hún fram. Þar fundust reikningar upp á 20 þús. krónur sem einhver vafi var talinn leika á, og greiddi ég þá. Þar á meðal var t.d. reikningur fyrir löm á bíl sem ég hafði hvorki heyrt né séð og veit ekki enn þann dag í dag hvernig stóð á. — Tekurðu svona hluti nærri þér? — Auðvitað eru svona atburðir alltaf leiðinlegir en stjórnmálamaður má þó i rauninni alltaf búast við þeim. Svo oft er það ekki síður fjölskyldan sem tekur slíkt nærri sér. — Varð ekki faðir þinn einhvern tíma fyrir svipaðri árás? — Jú, og sennilega má telja hana enn furðulegri. Og ég held að persónulegar árásir og skítkast hafi líka verið mun algengari hér áður fyrr. En faðir minn var sem sagt ákærður fyrir að hafa skotið friðaða kollu úti i Engey. Þetta jtótti mjög alvarlegt þar sem hann var á þessum tima lögreglustjóri og sjálfur dómsmálaráðherra tók það til athug- unar. Faðir minn var svo sakfelldur i undirrétti, en þegar málið kom til Hæstaréttar var það látið niður falla og hann sýknaður. Vitnið hélt því fram að hann hefði skotið kolluna í ákveðinni vík og síðan hefði hana rekið að landi. Svo datt föður mínum í hug að hringja til Veður- stofunnar og fá staðfestingu á veðri þennan umrædda dag og þá hafði verið austan hvassviðri. Og þar með var úti- lokað að kolluna hefði getað rekið að landi. Þessa ákæru mátti skrifa algjör- lega á reikning óprúttinnar pólitikur en sagan flaug auðvitað um bæinn eins og eldur i sinu og kostaði mig ótal slags- mál. Strákarnir notuðu hana nefnilega til að stríða mér og kölluðu mig óspart son kollubanans. Mamma hafði af þessu stórar áhyggjur og eitt sinn er ég kom heim með óvenju stórt glóðarauga og blóðnasir var pabbi þar líka fyrir. — Þú hefur vonandi komið á hann einhverju höggi, spurði hann. Ég svaraði sem satt var að hann hefði fengið svipaða útreið og faðir minn gerði sig ánægðan með þau málalok. — Annars sögðu sumir að þetta mál Svo voru auðvitað aðrir sem sögðu: — Þetta er bara strákur sem nýtur föður síns. 8 Víkanb.tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.