Vikan


Vikan - 07.02.1980, Qupperneq 16

Vikan - 07.02.1980, Qupperneq 16
Fjölskyldumál — Guöfinna Eydal Sálrænir sjúkdómar fullorðiima Mótun í bernsku 1 bernsku mótast flest persónusér- kenni mannsins. Mótun þessara sér- kenna er mjög háð því umhverfi sem barnið elst upp í. Maðurinn getur þróast í jákvæða eða neikvæða átt á margan hátt. Maðurinn getur t.d. orðið skaddaður persónuleiki af því að umhverfið, sem hann ólst upp í, megnaði ekki að veita honum nægilegan stuðning þegar hann hafði þörf fyrir j>að. Maðurinn getur líka skaddast af því að umhverfið gat ekki tekið tillit til eða skilið sérkenni og þarfir hans. Barn sem skaddast í æsku þarf ekki að sýna þess merki fyrr en komið er fram á fullorðinsár. Enn er lítið vitað um að hve miklu leyti erfðafræðilegir og líffræðilegir þættir ráða því að sumt fólk lendir í sálfræðilegum erfiðleikum og sumt ekki. En rannsóknir innan þróunarsálfræði hafa hins vegar leitt til að í dag er miklu meira vitað um hvaða þýðingu umhverfi mannsins hefur á persónuleika hans. Persónuleiki mannsms endurspeglar alltaf samskipti einstaklingsins við umhverfi sitt og hvað umhverfi hefur getað boðið einstakl- ingnum upp á. Maðurinn fæðist ekki sem ákveðinn persónuleiki, heldur verður hann það smám saman i nánum tengslum við umhverfi sitt. Afbrigðileg hegðun Allar menningarþjóðir hafa ákveðnar skoðanir og reglur um hvaða mannleg hegðun sé viðurkennd sem eðlileg og hver sé óeðlileg eða afbrigðileg. Maður- inn er gjarnan kallaður afbrigðilegur ef hann er öðruvísi en reglur og væntingar annarra samfélagsmeðlima segja til um. Maður er þvi oft talinn sálrænt afbrigðilegur ef hann uppfyllir ekki þær kröfur um hegðun sem samfélagið ætlar honum. Á seinni árum hafa farið fram miklar umræður víða erlendis um hvern eigi að kalla sálrænt afbrigðilegan og hvern ekki. Umræðurnar hafa að miklu leyti orðið til vegna þess að þegar ein- hver er kallaður sálrænt afbrigðilegur, skrítinn eða geðveikur, þá liggur sú skoðun til grundvallar að eitthvað sé „að” viðkomandi á sama hátt og þegar hann er t.d. líkamlega veikur. Það hefur ekki verið tekið tillit til umhverfis mannsins og þróunarsögu hans. Meðhöndlun á fólki sem á í sálrænum erfiðleikum hefur oft einnig beinst að því að meðhöndla einstaklinginn eins og það sé einungis eitthvað að honum. Þegar mönnum fór að verða meira ljóst, að þróunarsaga hvers manns hefur mikil áhrif á tilkomu sálrænna erfið- leika og að umhverfið skiptir miklu máli fyrir persónuleikaeinkenni hvers og eins, hafa margir endurskoðað afstöðu sína gagnvart fólki sem á í sálrænum erfið- BANGKOK sófasettið Úr eik — Plussáklæði Sófaborð úr eik BÓLSTRARINN Hverfisgötu 76 — Sími 15102 V .. . imJ leikum og breytt meðhöndlun samkvæmt því Hefðbundin heiti á sálrænum sjúkdómum Þegar litið er á sálræna sjúkdóma og hegðun sem kallast afbrigðileg í ljósi umhverfis og þróunarsögu mannsins er þörf á að nota ákveðin hugtök til að lýsa þeim. 1 dag eru slík hugtök ekki til. Hins vegar eru til mörg hefðbundin hugtök sem sálfræðin og geðlæknisfræðin hafa notað til að aðgreina og skilgreina sálræna sjúkdóma. Mörg þessara hugtaka kannast flestir við og margir hafa kynnst þeim sjúkdómum sem minnst verður á, annaðhvort af eigin raun eða fyrir reynslu annarra. Tveir stærstu sjúkdómahópar sem taiað er um í hefðbundnum skilningi nefnast: 1. taugaveiklun (d. neuroser) og 2. gcðveiki (d. psykoser). Taugaveiklun Ýmiss konar taugaveiklunareinkenni eru mjög algeng í vestrænni menningu. Maður sem er taugaveiklaður getur oft lifað tiltölulega eðlilegu lífi og það þurfa ekki aðrir en þeir allra nánustu að verða varir við taugaveiklun hans. Tauga- veiklað fólk leggur hins vegar yfirleitt miklar hömlur á sína nánustu, m.a. með þvi að vilja alltaf láta taka skilyrðislaust tillit til sín, láta vorkenna sér fyrir hvað það á bágt, vera heima hjá sér, láta ekki aðra yfirgefa sig. Taugaveiklun eða taugaveiklunar- einkenni eru til í mörgum myndum, en fólk sem er alvarlega taugaveiklað hefur oft ýmiss konar óþægileg einkenni, t.d. hræðslu við ýmsa hluti eða ómót- stæðilega þörf fyrir að framkvæma hlutina á nákvæmlega sama hátt. Tilvera taugaveiklaðs fólks einkennist gjarnan af miklum hömlunum og því að það þorir ekki að fullnægja ýmsum hvötum. Taugaveiklun er talin mótast i bernsku, enda þótt hún komi fyrst fram þegar komið er fram á fullorðinsár. Taugaveiklun verður sennilega til vegna rangs, harðneskjulegs uppeldis sem mótast af boðum og bönnum, sérstak- lega þegar um er að ræða eðlilegar kynferðislegar og árásargjarnar hvatir mannsins. Taugaveiklun hamlar persónuleika mannsins miklu minna en geðveiki. Geðveiki Það er oft sagt að geðveikur maður einkennist af því að raunveruleikaskyn hans sé brenglað. Persónuleiki og hegðun geðveiks manns breytist mikið frá því sem kallað er eðlilegt. Geðveikur 16 Vlkan 6. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.