Vikan


Vikan - 07.02.1980, Side 18

Vikan - 07.02.1980, Side 18
Framhaldssaga o George Markstein ÞýOandi Guðrún Axelsdóttir Fjórði hluti „Nei!” hrópaði Tara. „Ég vil ekki að þú sjáir um mig! Ég er gift og þótt ég væri það ekki þá myndi ég ekki giftast þér!” Hún mildaðist við svip hans. „Trúðu mér, þú ert síðasti maðurinn sem ég vildi særa.” „Guðfaðir,” útskýrði Tara, „fylgist með andlegri og siðferðilegri velferð barnsins!” Smith glotti. „Kannski verður það hlutskipti þitt. En núna, þegar staða mín hefur verið ákveðin, er ég betur settur tilaðsjáfyrirhonum. Og hann sá fyrir honum. Nokkrum klukkustundum síðar kom hann i tjaldið til hennar með geit sem hét Eleanor! Smith stansaði í tjalddyrunum og leit niður þegar Tara gaf barninu að borða. Augu þeirra mættust augnaþlik. „Hugsaðu vel um guðson okkar. Hann er allt sem við eigum,” muldraði hann. Síðan gekk hann i burtu. Tara hafði nóg að gera við að hugsa um John en nagandi ótti óx með henni. Segjum svo að Daniel væri dáinn? Hvað ef allt þetta hefði verið til einskis? Það komu dagar sem hún var sann- færð um að hún sæi Daniel aldrei aftur. Hún varð þunglynd og grét óstöðvandi. Hún gróf andlitið í höndum sér. „Ó, guð, gefðu mér hann aftur!” „Tara,” sagði mjög þýðleg rödd bak við hana. Hún hrökk við, leit i kringum sig og sá Jefferson Smith. „Farðu!" bað hún harmþrungin, en hann beygði sig niður og faðmaði hana blíðlega að sér. „Tara, þú getur ekki haldið svona áfram." Tara hafnaði ekki huggun hans. Hann strauk yfir hár hennar, siðan kyssti hann hana lauslega á votar kinnarnar áður en hann sleppti henni. „Þið John komið með mér aftur til Skagway.” Hann sagði henni að hann væri að flytja aðalbækistöð sina frá Dawson, þar sem miklar líkur væru á að auka ætti við fjallalögregluna þar i áttatiu menn — „sem til allrar óhamingju takmarkar frjálsa framtakssemi,” endaði hann mæðulega. Það var stutt athöfn við fjöldajarðar- förina. Prestur las stutta bæn yfir likkist- unum. Tara hélt þéttar um John þegar hún minntist jarðarfarar Gabriellu dóttur sinnar. „Tara!” kallaði Smith til hennar. „Við förum á morgun.” Hún beið eftir honum. „Jeff,” byrjaði hún, „það er eitt sem ég verð að gera . . .” „Daniel var ekki meðal líkanna. Ég athugaði það,” greip hann fram i. „Vinur þinn, Ernst, sýndi mér Ijósmynd- ina sem hann tók." Þegar þau nálguðust borgina var Jefferson Smith i góðu skapi. En hann varðfyrir áfalli. Smith hafði verið óvefengjanlegur stjórnandi i Skagway. Nú voru iðnaður og verslun byrjuð að blómstra þar, með tilkomu fyrsta hluta járnbrautarinnar til Whitehorse. Útlit fyrir vinnu við að byggja járnbrautina áfram jók íbúafjöld- ann og fegurð Skagways hafði aukist með fjöldanum. Þar sem virðingarverð- um borgurum vegnaði vel urðu þeir i vaxandi mæli gagnrýnir á Smith. Það voru veggspjöld alls staðar: ADVÖRUN! Öllum sem ekki fara eftir settum reglum er hér með tilkynnt að þeir skuli fara frá Skagway strax. Þeir sem fara ekki eftir þessari skipun verða lafarlaust teknir fastir. Þegar Smith las veggspjaldið varð hann greinilega æstur. Hann reif það niður og henti þvi í drulluna. „Ég hugsa að ég hafi verið of lengi í burtu,” sagði hann bitur. Þau voru ónáðuð af hófataki bak við þau. Það var einn af fylgismönnum Smiths. „Hæ, yfirmaður,” kallaði hann. „Gott að sjá þig aftur.” Hann kom auga áTöruogbarnið. „Hvar er Colson marskálkur?” spurði Smith skyndilega. „Hann er dáinn! Hann var skotinn hjá Fay. Maður sem vinnur við nýju tollgötuna kom af stað slagsmálum og Colson skarst í leikinn. Það var skotbar- Jagi og báðir voru drepnir.” „Það er víst betra að við fáum okkur nýjan marskálk. Og losum okkur við þessi fjandans veggspjöld," skipaði Smith. „Auðvitað, yfirmaður.” Hann reið í burtu. „Barnið og ég þörfnumst staðar til að vera á,” minnti Tara Smith á. „Auðvitað,” samþykkti hann afsak- andi. Hálftima seinna hafði hann komið henni fyrir í timburkofa sem var fyrir Töru eins og lítil höll, miðað við það sem hún hafði vanist lengi. „Þetta er yndislegasti staður sem ég hef komið á,” sagði hún við hann. „Þakka þérfyrir." Seinna komu menn Smiths með öll þau búsáhöld sem hún gæti mögulega þurft á að halda. Þá heyrði hún að ein- hver var að negla fyrir utan kofann. Veggspjald hafði verið neglt á vegg kof- ans. OPINBER A D VÖR UN! Þeim sem hafa yfirtekið með valdi borgaraleg völd er hér með tilkynnt að öll opinber verk sem þeir taka að sér. munu tafarlaust verða tekin fyrir af lög- hlýðnum borgurum I Skagway. Laga- og reglufélagið mun sjá til þess að réttvís- inni verði framfylgt. JEFFERSONR. SMITH. Laga- og reglufélagið. Sápu-Smith hafði lýst yfir striði. „Ég er með svolítið óvænt til þín,” til- kynnti Smith þegar hann birtist næsta morgun með brosandi unga indíána- konu með sér. „Þetta er Lydia — með mjólkurbirgðir fyrir þig. Barnið hennar dó. Hún mun gefa John mjólk og líta eftir honum þegar þú ert ekki heima.” Lydia kurraði af augsýnilegri gleði yfir barninu um leið og Smith fullvissaði Töru: „Þú getur algjörlega treyst henni.” „Jeff, ég held að það sé kominn tími til að við tölum alvarlega saman,” byrjaði Tara. „Mín er ánægjan, mín kæra.” Með augljósu stolti gekk hann með henni gegnum miðbæ Skagway og stað- næmdist við veitingahús, sem var hvítt að utan. Ostrustofuna. Hann visaði henni á þægilegan hægindastól og settist siðan á móti henni þegar hann hafði hringt bjöllunni. Þjónn birtist með koníaksflösku og hellti tvo ríflega skammta. „Jeff,” byrjaði Tara titrandi röddu og leit ofan i glasið, „ég held að timi sé kominn til að við höfum allt á hreinu okkar i milli. 1 fyrsta lagi vil ég að þú vitir að ég er mjög þakklát fyrir allt en ég vil vera hreinskilin við þig. Mér geðjast ekki að mönnum eins og þér. Þú heldur að úr þvi að ég kom hingað með þér þýði það að þú eigir mig. Mér likar ekki hvernig þú notfærir þér sakleysi fólks.” „Aðeins tækifærissinnar geta spjarað sig á þessum timum,” benti Smith henni á. „Segðu mér, Tara, hefur þú ekki not- fært þér fólk? Ég man eftir vissum fjalla- lögregluþjóni sem þú komst í mikil vand- ræði.” Tara roðnaði við tilhugsunina um hvemig hún hafði blekkt Campbell yfir- lögregluþjón. „Hann var smásálarlegur,” hélt Smith áfram, „svo þetta setur þig strax í minn flokk.” „Ég er ekki svikari!” svaraði Tara ónotalega og var særð af orðum hans. Smith lék sér að glasinu. „Hvað sem ég hef gert hef ég haldið, á þeim stað og þeirri stundu, að það hafi verið hið rétta.” Augu hennar loguðu. „Þú hefur alltaf rétt fyrir þér! Alltaf innan við ramma Iaganna!” „Auðvitað, Tara,” samþykkti Smith, „einkum þegar lögin eru ekki til.” „Og hvað með Sheep Camp! Þú græddir á látnu fólki!” „Ef einhver kemur og krefst áhrifa sinna getur hann fengið þau. Og ef ég hefði ekki komið til Sheep Camp þegar ég kom, hver hefði þá skipulagt greftran- irnar?” Hann horfði hvasseygur á hana. „Ég man ekki eftir að þú hafir verið óánægð að sjá mig heldur!” 18 Vikan 6. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.