Vikan


Vikan - 07.02.1980, Blaðsíða 20

Vikan - 07.02.1980, Blaðsíða 20
Framhaldssaga hverjum íburðarmiklum einkennis- búningi. Margar úrklippur sýndu mismunandi feril hans og hann kom Töru á ýmsan hátt fyrir sjónir. Hann var maður sem hafði ferðast um allt og flækst í alls konar framkvæmdir. Maður sem elskaði að láta taka myndir af sér. Maður sem núna hafði gert Yukon að konungdæmi sínu. Bak við þetta blíða, úrræðagóða ytra útlit var góður heili. Smith hafði hæfi- leika, sjón, taugar. Ef hann aðeins gæti notað vitið, gáfur sinar, drifanda sinn fyrir góðan málstað . . . Smith naut þess að sýna gestrisni sína á veglegan hátt og kvöldverðarboðinu, sem hann var að undirbúa, var augsýni- lega ætlað að vekja athygli. Hann tók varla eftir komu Töru í Ostrustofuna þennan morgun. Eins og leikstjóri, sem var að undirbúa stóra sýningu, var hann upptekinn við að skipa mönnum sínurn fyrir. Tara fann kassa á skrifborðinu sinu • og dagblað þar sem dreginn hafði verið hringur í kringum einn dálkinn með bláum blýanti. Siðasta auglýsing hennar í Skagway fréttablaðinu, þar sem hún bað um upplýsingar um eiginmann sinn, hafði vakið athygli Smiths, og af ein- hverri óskýranlegri ástæðu skammaðist Tara sin fyrir að hann hefði séð hana. „Þú gefst aldrei upp, er það?" sagði Smith sem birtist í dyragættinni. „Ekki á meðan ég trúi að það sé möguleiki á þvi að Daníel sé á lifi." „Ef þú vilt fá mitt álit, þá ertu að eyða tima þinum og peningum til einskis." Hún skipti um umræðuefni. „Hvaðer i kassanum?” „Kjóll fyrir kvöldið. Hér er matseðill- inn og borðkortin. Þegar þú ert búin með þetta athugaðu þá sætaniðurröðun- ina. Við borðum á mínútunni sjö og ég vil engar hindranir í kvöld. Ég veit að ég get treyst á þig.” „Við sjáum til, Jeff Smith,” muldraði Tara þegar dyrnar lokuðust. Þegar Tara kom heim opnaði hún kassann og tók upp úr honum svartan kvöldkjól úr silkilérefti sem var mjög æs- andi. Hún myndi aldrei fara í hann. Það var skylda hennar að leiða ekki að sér at- hygli gesta Smiths með svona flegnum kjól. Tara kom inn i borðstofuna tuttugu minútum of seint og var i gömlu buxun- um sinum og skyrtu. „A, Tara,” sagði Smith bliðlega, „þú kemur á réttum tíma.” Hann sneri sér að tveimur gestum sinum. „Herrar mínir, má ég kynna frú Töru Kane? Þetta er hr. Thomas Tancrede.” Hún brosti út að eyrum. „Töfrandi, min kæra,” sagði Thomas meðenskum hreimi. „Og þetta er hr. Michael Henney,” hélt Smith áfram, „þekktur sem „Stóri- Mike” hjá vinum sínum.” Maðurinn með harðgerða andlitið hneigði sig stutt- lega. „Þessir herramenn eru i stjórn járn- brautarinnar." Smith horfði beint i augun á Töru. Svo að i kvöld ætlaði Smith sér að eignast hluta i járnbrautinni í Hvíta- skarði og Yukon! „Guð minn góður, Jeff,” sagði Tara illgirnislega, „ef ég hefði vitað að þetta væri svona mikilvægt tækifæri, þá hefði ég klætt mig betur.” Smith deplaði ekki auga. „Frú Kane er ekta brautryðjandakona,” sagði hann gestum sínum. „Hún þekkir betur til hundahópa en veislusala.” Hann brosti kuldalega til Töru. Meðan á máltíðinni stóð hélt Tara uppi fjörlegum samræðum og hindraði Smith i að ræða viðskipti. Hann var aftur á móti mjög kurteis, skemmtilegur og mjög rólegur, en hann horfði á Töru eins og ránfugl. Þegar kom að koníakinu bjóst Tara til að fara. „Nei, Tara,” sagði Smith ákveðinn. „Þú þekkir þetta land- svæði. Ég vil að þú verðir kyrr.” Það var talað um stjórnmál, síðan ræskti hr. Thomas sig. „Eigum við ekki að tala um viðskipti? Fólk segir að þú hafir áhuga á járnbrautinni okkar.” „Það er rétt,” sagði Smith. „Ég þekki þegar um góða fjárfestingu er að ræða.” „Hvert er tilboð þitt, Smith?” spurði Henney stuttlega. Smith stóð stuggur af hve þeir töluðu hreint út, en tók til máls: „Draumur minn er að gera þetta landsvæði að stóru landi, auðugu landi. I.ykillinn að þvi er járnbrautin.” „Jæja?” greip Stóri-Mike fram í áhugalaus. „Málið er það, hr. Henney, ég myndi vilja að við yrðum allir félagar.” Hr. Thomas andvarpaði. „Hr. Smith, við erum enskt-kanadiskt félag. Og ég held að við viljum i raun og veru ekki að Ameríkani blandi sér í málið.” „Gleymið þið ekki að járnbrautin ykkar byrjar á amerískri grund?” spurði Smith bliðlega. „Og gleymir þú því ekki, hr„ að Kanada fær þann rétt til flutninga sem það þarfnast?” sagði Henney hvassyrtur. „Við erum allir kaupsýslumenn,” sagði Smith. „Ég veit þið hafið fjármagn en meiri peningar gætu komið sér vel.” „Kannski,” hreytti Henney út úr sér. „En við viljum ekki hafa þig með, Smith. Við viljum ekkert af þér vita.” „Svo ykkur finnst mínir peningar ekki nógu góðir,” sagði Smith mjög lágri röddu. Varir hans voru eins og mjótt strik. „En munið að þið þarfnist birgða, manna og hesta til að byggja járn- brautina. Þið hafið ekkert af þessu.” „Þar hefurðu rétt fyrir þér, Smith,” sagði Henney, „það eru skip á leiðinni til Skagway með allt sem við þörfnumst.” „Ég hef sérstök áhrif við ströndina. Menn þar hlusta á mig,” sagði Smith rólega. „Ég leyfi mér að segja það, herrar mínir, að ef ég fæ ekki hlut í járn- brautinni ykkar gæti verið að þeir sam- þykktu ekki að afferma skip ykkar.” Henney stóð upp. „Hlustaðu, nú, Smith,” hreytti hann út úr sér. „Ef þú reynir að hindra okkur fáum við herfylki bandarískra fótgönguliða til Skagway á augabragði.” Hann leit á hr. Thomas. „Förum.” Englendingarnir stóðu upp og hneigðu sig fyrir Töru. „Við rötum til dyra,” sagði hann og kinkaði kolli til Smiths. „Þakka þér fyrir mjög skemmti- legt kvöld.” Um stund voru Tara og Smith þögul. „Jæja?” spurði hún að lokum. „Ég skal fara þangað. Ég skal koma mínu fram. Hvað finnst þér, Tara?” „Skiptir máli hvað mér finnst?” spurði hún. „Já, það gerir það. Mjög miklu.” Hún horfði í augu hans og hún vissi að það var kominn timi til að vera vinur hans, jafningi hans. „Hvað ertu að hugsa um, Tara?” spurði Smith. „Ég var að velta því fyrir mér hvort ég gæti hjálpað þér.” „Hvað með kvöldið í kvöld?” sagði hann ásakandi. „Hvers vegna í andskot- anum hjálpaðir þú mér þá ekki?” „Jeff, ég vil ekki vera skrautbrúða. Ég vildi ekki klæðast kjólnum af því þú vildir að ég væri falleg dúkka og gæfi frá mér réttu hljóðin. Það er ekki ég. Hvað sem öðru líður ákváðu þeir sig áður en þeir komu hingað.” Hann starði á hana augnablik síðan kinkaði hann kolli. „Allt í lagi, við eigum margt sameiginlegt. Ef þú vilt að ég tali, þá tala ég. En þú verður lika að hjálpa mér.” Hann sagði henni frá ýmsum áformum sínum til að tryggja umsjón með járnbrautinni. Áhyggjur Töru fóru vaxandi. Ef Smith fengi ekki sitt fram friðsamíega, þá myndi hann ná því með valdi. Skagway myndi loga í ófriði og þar yrðu blóðsúthellingar. „Valdbeiting hefur aldrei ráðið fram úr neinu,” sagði Tara mjög blíðlega. „Hvaða valkosti hef ég?” „Að láta undan.” Smith kastaði höfðinu aftur og hló háðslega. „Ertu vitlaus?” „Jeff, ef þú ert að hugsa alvarlega um að ná stjórnmálalegum árangri er það eina leið þín. Þú verður að sanna að þú viljir það besta fyrir Skagway, ekki aðeins það besta fyrir Sápu-Smith! Ef þú leyfir að járnþrautarlagningunni verði haldið áfram, án þess að berjast, sýnir það öllum hvers konar maður þú ert í raun og veru. Þú eignast traust þeirra. Þeir munu líta á þig sem mann sem er þess virði að kjósa, mann sem er samþoðinn virðingu þeirra, kannski landstjóri. Ef þú kemur með byssumenn, eyðileggur borgina, eyðileggur afkomu þeirra með bardögum á götunum, muntu verða hataður og fyrirlitinn.” Tara kraup á kné við hliðina á stólnum. „Jeff, þú myndir ekki vilja það, er það?” Hann leit niður á hana og andvarpaði. „Það er orðið framorðið. Segjum að þetta hafi verið viðburðaríkur dagur.” „Frú Kane!” Hr. Thomas Tancrede stoppaði Töru fyrir utan Ostrustofuna næsta morgun. „Mig langar að tala aðeins við þig,” sagði hann. „Hótelið mitt er frekar nálægt.” Hún fór treglega með honum og settist á brúnina á hægindastól í lúxus- herbergi Tancredes. „Nú, frú Kane,” byrjaði hann „segðu mér frá eiginmanni þínum.” „Eiginmanni minum? Af hverju?” spurði hún og hrökk við. „Af þvi aðþú ert mjög aðlaðandi kona og mig langar til að hjálpa þér að finna hann. Ég sá auglýsinguna þína í dag- blaðinu.” „En hvernig getur þú hjálpað mér?” „Eftir þvi sem járnbrautinni miðar get ég haft augun opin, ef þú vilt.” „Hr. Thomas, ég get ekki þakkað þér nógu vel. Ég myndi gefa hvað sem er til að fá einhverjar fréttir,” sagði Tara þakklát. „Það verður ánægja min, frú Kane.” Hann ræskti sig. „Er hr. Smith vinur eiginmanns þíns?” „Nei,” sagði Tara. „Hann er aðeins vinur sem ég vinn fyrir.” „Og með leyfi, hvað gerir þú nákvæmlega fyrir hann?” „Ég sé ekki að það komi þér við, hr. Thomas.” Rödd Töru var kuldaleg. „Ég held að það sé tími til kominn að ég fari.” „Frú, ég vona aðég hafi ekki móðgað þig,” greip hr. Thomas fram í. „Áhugi minn á Smith er aðeins embættislegur. Ég spyr þig aðeins um hann vegna löng- unar hans til að taka þátt í áformum okkar um járnbrautina.” „Hvað er það sem þú vilt fá að vita, hr. Thomas?” spurði Tara afdráttar- laust. „Áform hr. Smiths.” 20 Vikan 6. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.