Vikan


Vikan - 07.02.1980, Blaðsíða 21

Vikan - 07.02.1980, Blaðsíða 21
„Ef þú hefur svona mikinn áhuga, hvers vegna spyrðu hann þá ekki beint?” „Vegna þess að ég held að hr. Smith myndi ekki segja allan sannleikann. Þú ert aðstoðarmaður hans og væri ekki betra að biðja þig að hjálpa mér? Ég myndi líka bjóða þér litla fjárhæð fyrir þessa hjálp.” „Svo þú ætlast til að ég segi þér frá áformum hans?” „Kæra frú Kane, það er nákvæmlega eins og þú segir,” svaraði Tancrede. Tara stóð upp. „Þér til upplýsingar, hr., þá veit ég ekkert um fyrirætlanir hr. Smiths og þótt ég vissi um þær myndi ég ekkert segja þér. Tryggð mín er ekki til sölu!" Hún horfði ögrandi á hann. „Ég skal segja joér eitt, hr. Thomas. Ég hef trú á hr. Smith og draumi hans um þetta landsvæði og hef helvíti miklu meira álit á honum en ég hef á þér. Hr. Smith hefur marga galla, en ólíkt þér er honum sama þó hendur hans verði skitugar.” Hún stormaði út og hjarta hennar sló æðislega. 1 setustofunni heyrði Tara mann sem hún þekkti spyrja um hr. Thomas. Þetta var Clancy, maðurinn sem Smith treysti á til að koma á verkfalli við ströndina ef það yrði nauðsynlegt! Gat verið að hann væri að vinna fyrir hr. Thomas? Tara valdi rétt augnablik til að segja Smith frá því að farið væri á bak við hann og sagði siðan án formála: „Hr. Thomas Tancrede gerði mér tilboð.” Hann tók vindilinn út úr munninum. „Haltu áfram.” „Hann vill borga mér fyrir að njósna um þig,”sagði Tara. Hann sat alveg kyrr eitt augnablik. Síðan skellihló hann. „Ég vona að þú hafir tekið því!” „Þú meinar að ég hefði átt að selja Þig?” Hann hló aftur. „Þótt þú hefðir tekið við peningum náungans þýðir það ekki að þú þurfir að vinna fyrir jseirn!” Smith hristi höfuðið. „Tara, þú ert of heiðar- leg!” „Hann lofaði einnig að hjálpa mér að finna Daniel meðan á byggingu járn- brautarinnarstæði.” Smith flautaði lágt. „Hann veit hvernig hann á að koma sér áfram, jtað segi ég satt." Hann horfði gaumgæfilega á hana. „Það er eitthvað fleira, er það ekki?” Hún kinkaði kolli. „Ég sá Clancy þar.” Smith varð allt í einu á varðbergi. „Þetta útskýrir margt. Það lítur út fyrir að Clancy vinur okkar hafi verið keyptur.” Hann horfði þögull út um gluggann. „Allt i lagi,” sagði hann að lokum. „Við stöðvum þá ekki við strönd- ina. Þeir geta fengið járnbrautina sína. En ég mun fá það sem ég vil. . . um siðir.” Hann drap í vindlinum og kom til hennar, setti hendurnar á axlir hennar og horfði fast í augu hennar. „Ó, Jeff, ég vil ekki að þú verðir drepinn,” hvislaði Tara. Hann kyssti hana — snögg, innileg faðmlög. Svo brosti hann. „Ef ég fer ekki gætilega þá lætur þú mig kerina á því!” „Frú Kane?” spurði maður við dyrnar á kofanum hennar. Tara horfði hæðnis- lega á hann. „Ég er Edward Cahill. Sérstakur sendimaður frá Seattle." „Jæja, hr. Cahill.” Tara leit snöggvast á ungt freknótt andlitið. „Hvað er um að vera?” „Ég er hingað kominn til að fást við nokkrar rannsóknir og mig langar til að spyrja þig nokkurra spurninga. Við höfum heyrt alls konar sögur um hr. Smith...” „Ég held, hr. Cahill,” sagði Tara, „að viljir þú fá að vita eitthvað um hr. Smith joá sé aðeins einn maður sem getur hjálpað þér — hr. Smith.” „Hefur gengið orðrómur um að leið- angur fjallalögreglumanna fari fram hjá Skagway?” hélt hann þrákelknislega áfram. „Ég hef ekki hugmynd um hvað þú ert að tala um,” svaraði Tara. Cahill lyfti hattinum kurteislega og ráfaði brosandi i burtu. Þegar Tara kom á skrifstofuna nokkr- um dögum seinna snarstoppaði hún. Dyrnar höfðu verið brotnar upp. lnni var allt á ringulreið. Skúffur höfðu verið dregnar út, verkfærakassi úr blikki hafði verið opnaður, bréf voru út um allt gólf, skjalamöppur voru opnar. En ekkert var horfið að því er virtist. Hún var að raða bréfunum aftur upp á hillu þegar Smith birtist i dyrunum. „Hvað í helvíti,” byrjaði hann og leit í kringum sig. „Er allt i lagi með þig?” „Einhver braust inn,” sagði Tara. „Ég held að engu hafi verið stolið.” Hún bætti tortryggnislega við: „Veistu hvað þeir vildu?” Hann leit sakleysislega á hana. „Hvernig ætti ég að vita það, elskan?” Hann hikaði án þess að hún tæki eftir þvi. „Tóku þeir einhverja pappira?” „Ég held ekki.” Hann virtist ánægður. Hann lék þetta svo tilfallandi að hún fékk það á tilfinninguna að kannski vissi hún ekki allt. Ert eftir þetta var vopnaður maður á verði fyrir utan skrif- stofuna dag og nótt. „Aðeins varúðarráðstafanir,” útskýrði Smith. „Þú yrði undrandi ef þú vissir hve margir óþokkareru í bænum!” „Jeff, við hvað ertu hræddur?” „Ekkert, ekkert. Mér líkar bara ekki LabbaKutarnír Bud Biake 6. tbl. Vikan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.