Vikan


Vikan - 07.02.1980, Blaðsíða 23

Vikan - 07.02.1980, Blaðsíða 23
Töru var nú nóg boðið. „Farið út, báðir tveir! Farið og berjist um þetta annars staðar — ekki á heimili mínu!” Það varð löng þögn, síðan ræskti Smith sig. „Mér finnst að við ættum að biðja gestgjafa okkar afsökunar. Ef þú værir ekki vinur frú Kane mundi ég tæta þig í sundur, lim fyrir lim. Þú að giftast henni, vernda hana? Síðast þegar hún fór með þér kom hún ein til baka, hálf- vitlaus og ákærð fyrir morð. Þegar hún staulaðist inn á krána mína langaði mig til aðdrepa þig.” Tara var undrandi. Hún vissi ekki að Smith hefði verið þar. Alltaf þegar hún átti í vandræðum kom hann og hjálpaði henni út úr þeim. Allt í einu skammaðist hún sín fyrir vanþakklæti sitt. Smith tók hönd hennar. „Tara, mér þykir þetta leitt. Ég hafði ekki hugmynd um að hann —” Hann þagnaði og starði á hringinn sem hún var með. „Þetta er hringur Daníels,” útskýrði hún. „Ernst kom með hann frá Circle City. Þeir fundu hann á látnum manni, en það var ekki Daníel.” „Hvaðkom fyrir?” „Ég veit það ekki.” Hann sleppti hendinni og hún snerti hringinn. „Eitt er vist, Jeff,” sagði hún vingjarnlega. „Ég er nú þegargift.” Hann brosti út í annað munnvikið og fórsíðan. Tara leit á Ernst. „Ég er á förum,” sagði hann. „Viltu ekki koma með mér?” Tara hristi höfuðið. Rödd hans skalf. „Farðu gæti- lega, elsku Tara.” Smith var kominn á skrifstofuna þegar Tara kom næsta dag. „Ég hef beðið eftir þér!” Hann greip um axlir hennar. „Þú ert mér mjög mikilvæg og þessi skrípakall gerði mér það ljóst. Tara, ég þarfnast þín.” Siðan kyssti hann hana. Tara barðist ekki á móti. Hún lokaði augunum og hafði unað af heitum faðmlögum hans. Það var bankað á dyrnar. Smith lét sem hann heyrði þaðekki, en Tara losaði sig. „Fyrirgefðu, stjóri,” sagði barþjónn- inn. „Ég hélt að þú vildir vita að þeir eru að afferma skip.” „Hvaða farmur er það, Jeff?” spurði Tara forvitin. „Þú hverfur dögum saman. Leyndardómsfullir farmar koma. Það er brotist inn í skrifstofuna þína. Hvað er á seyði?” Hann hikaði síðan yppti hann öxlum. „Ég er að þjálfa menn mína til að verða hermenn — fyrsta hersveitin, þjóðverðir Alaska. Ég er yfirhershöfðinginn svo ég verð að eyða tima mínum með þeim. Og þessir farmar eru bara birgðir.” „Vopn?” Rödd hennar var lág. Hann deplaði ekki einu sinni auga. „Auðvitað.” „En þetta er ólöglegt. Það er ólöglegt að skrá málaliða í herinn til einkaafnota í nafni Bandarikjanna!” Smith glotti. „Hlustaðu nú á. Þingið hefur heimilað tafarlausa skráningu sjálfboðaliða vegna stríðsins við Spán. Ég er aðeins að gera skyldu mína!” Hann otaði að henni blaði sem var undirritað af hermálaráðherra. Þar var Smith þakkað fyrir boð hans að mynda her sjálfboðaliða og föðurlandsást hans lofuð. Jafnframt var hann fullvissaður um að landsherinn væri fullnægjandi og hjálpar hans væri ekki þörf. Tara var ekki sannfærð þó hún léti ekki á því bera. Það var lika annað sem bagaði hana. Viðbrögð hennar við kossi Smiths höfðu skelft hana. Auðvitað hafði hún ekki gleymt að hún var gift. Rugluð af tilfinningum sínum vissi hún aðeins að hún varð að finna eiginmann sinn. Hún notaði allan sinn tíma til að halda leitinni áfram. Kvöld eitt eftir árangurslausa fyrirspurn beið hennar bréf frá Hart. Elsku Tara min! Þegar þú lest þetta verð ég á leiðinni til San Francisco. En ég vil að þú vitir að ást min til þín lifir enn. Ég mun næst fara til Chicago og New York og ég mun alltaf segja þýska ræðismanninum frá þvi hvar ég er. Auf wiedersehen. Ernst. Sumarkomunni fylgdi ný innrás vongóðra gullleitarmanna í Skagway. Eldri ibúar Klondike litu á þá með fyrir- litningu. Skagway stækkaði til að þjóna nýja aðkomufólkinu. Fleiri gistihús og búðir risu upp. Dagblaðið á staðnum auglýsti meira að segja þjónustu gullleitarmanna sem voru hættir, til að leiðbeina græningjunum. Milli þess sem Smith æfði menn sína og hvarf í ferðalög hafði hann annað að hugsa um. „Þessi fjórði júlí verður sá mesti og besti sjálfstæðisdagur sem Alaska hefur nokkurn tíma séð,” tilkynnti hann. „Griðarmikil skemmtun, fánar á hverri byggingu, herflokkar og skrúðganga. Þá afhjúpum við landvarnarliðið. Stjórn- málamönnunum er skitsama um Skag- way og Alaska svo ég ætla að flagga svo hátt að þeir sjái það í Washington.” „Jeff,” sagði Tara lágri röddu, „skilurðu ekki að þú kemst bara upp með þetta af því þetta er svo afskekkt? Þetta eru síðustu landamærin. Þegar búið verður að koma á lögum og reglu munt þú lenda í vandræðum.” Hann kinkaði kolli. „Ég geri inér grein fyrir því en mér líka áskoranir!” Smith var ólátabelgur. En hann var heiðarlegur þegar um var að ræða óheiðarleika, ólíkt bandarisku stjórn- málamönnunum sem Tara las um í dag- blöðunum. Alaska fékk lúalega með- ferð. Það voru uppi tillögur um að leggja skatta á gistihús í Skagway, krár, hvert fet af járnbraut, hverja únsu af gulli. Skattlagt fyrir hvað? Engan sima eða póst. Ekkert eftirlit með hvort lögum væri fylgt. Næsta tilraun Töru til að fá upplýs- ingar um Daníel var ferð til Dyea sem nú var orðin blómleg borg. Það var möguleiki að hann hefði fengið venju- lega vinnu þar. En langur og árangurs- laus dagur gerði hana þreytta og dapra. Þegar hún nartaði i matinn á rólegum matstað spurði maður með kunnuglegt andlit hana kurteislega hvort hann mætti setjast hjá henni. Cahill. blaða- maðurinn sem hún hafði áður sent í burtu. Of uppgefin til að mótmæla kinkaði hún kolli. „Þú verður að hjálpa okkur, frú Kane,” sagði hann afdráttarlaust. „Okkur grunar að ráðagerð Smiths sé sú að taka Skagway með valdi. Hann vill hafa umsjón með gullinu sem kemur úr Klondike.” ■ Framhald í nœsta blaði. BINNI & PINNI 6. tbl. Vikan 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.