Vikan


Vikan - 07.02.1980, Qupperneq 28

Vikan - 07.02.1980, Qupperneq 28
Sakamál HVERS VEGNA VARÐ CHRISTIAN AÐ DEYJA? 22 ára gamall Frakki var dæmdur til dauða og fallöxin gerði hann höfðinu styttri. Nú er því haldið fram að þetta hafi verið dómsmorð. Ný kvikmynd, sem talin er sanna það, hefur komið öllu Frakklandi á annan endann. Hann sefur rólt í klefanum sínum. Þetta er síðasta nóttin í lífi hans. En hann veit það ekki. Er dagur rennur koma tveir verðir inn i klefann. Þeir grípa harkalega urn handleggi og fætur hins sofandi manns. Hann á engan kost á að verja sig — getur bara grátið og haldið fram sakleysi sinu. En það hefur hann lika gert mánuðum saman. Hann hoitir C'hristian Ranucci. Verðirnir leiða hann að trépalli og láta hann setjast á stól. Meðan hann nýtur siðasta vindlingsins klippa þeir kragann af náttfötunum hans til að betur gangi að höggva af honum höfuðið. Svo leiða þeir Christian að fallöxinni. Hann litur i kringum sig i hinsta sinn með tárin í augunum. Þetta er lokaatriðið i nýrri kvikmynd sem hefur valdið meiri ólgu í Frakklandi en flestar aðrar kvikmyndir. Hún lýsir endalokum sölumannsins Christians Ranucci frá Nizza sem var hálshöggvinn I ríkisfangeLsinu í Marseille 28. júlí 1976 klukkan 4.13. Hann var tekinn af lifi vegna morðsins á 8 ára gantalli telpu. Maria-Dolores Ranibla, hún hat'ði verið stungin 15 hnífsstungum og höfuð kúpan mölbrotin með steinum. Þar með þótti frönskum yfirvöldum sem réttlætinu hefði verið fullnægt. Og svo virtist vera þar til leikstjórinn Michcl Drach frumsýndi mynd sina. Rauðu peysuna. Hún lýsir atburðum allt frá því að Maria-Dolores er myrt og þar til fallöxin gerir Christian höfðinu styttri. Hún fylgir til minnstu smáatriða ömurlegum mistökum lögreglunnar. Hvernig meðalmennskan einkennir allar rannsóknir. Hún færir sönnur á hvernig rétturinn lét sig vissar skýrslur lögregl- unnar engu skipta. T.d. tók enginn tillit til rauðu peysunnar sem myndin sækir nafn sitt til. Þó höfðu þeir sem urðu vitni að þvi að maður nokkur lokkaði Dolores upp i bil til sin lýst þvi yfir að hann hefði verið i rauðri peysu. Og móðir Christians hélt þvi fram aðsonur hennar hefði aldrei átt rauða pcysu. Það vakti heldur cngan áhuga hjá dómara eða lögreglu að peýsan rauða. scm fannst á morð- staðnum. var nokkrum númerum of stór á Christian. Og þeir tóku heldur ekkert tillit til framburðar vina Christians sem báru þess vitni að hann hefði notið vinsælda hjá stúlkum og ekki átt í neinum vandræðum með kynlif sitt. Í fari hans var ekkert sent benti til þess að Kvikmynd og raunveruleiki: Serge Aredikia i hlutverki Christians 1979 á leið til aftöku. Christian Ranucci 1976 á lciö til klefa sins nokkrum mánuðum fyrir aftökuna. hann tæki sig til einn góðan veðurdag og fremdi kynferðisglæp á 8 ára telpu. En hvers vegna játaði Christian á sig verknaðinn til að byrja rneð? Draclt sýnir i mynd sinni hvernig honum var misþyrmt af lögreglunni. bæði andlega og likamlega. þar til ástand hans varð þannig að hann hefði játað á sig hvað sem var til að fá frið. Samkvæmt kenningum Drachs vantaði lögregluna sökudólg. Morðið hafði valdið mikilli ólgu meðal þjóðar innar. Þau blöð sem hafa lífsviöurværi sitt af þvi að fóðra fjöldann á æsi- fregnum skoruðu á hana að bregðast fljótt við og upplýsa málið. Þessir fjöl- miðlar heimtuðu höfuðChristians. Þeir fengu það — með aðstoð Valéry Giscard d’Estaing. Eorsetinn neitaði að skrifa undir náðunarbeiðni frá lögfræðingi Christians. Og þvi ekki? Þegar á allt er litið voru 84% frönsku þjóðarinnar fylgjandi aftöku hans. Og þvi skyldi forsetinn minnast gamallar fullyrðingar með svo mörg prósent af þjóðarvilja að baki sér: Ég hef hina mestu óbeit á dauðarefsingu. Mynd Drachs hefur skipt þjóðinni í tvo hópa. Þá áhorfendur sem yfirgefa kvikmyndahúsið náfölir i framan og trúa því að þarna hafi farið fram aftaka á saklausum manni. Og hina sem trúa statt og stöðugt á rétta ákvörðun yfir- valda og álíta myndina illgirni af hálfu leikstjórans. Til siðarnefnda hópsiní teljast þeir sem ollu svo miklum skemmdarverkum i þeim þremur kvikmyndahúsum sem tóku myndina til sýningar i Marseille að hætta varð sýningum á henni. Myndin var þó ekki opinberlega bönnuð nema i 7 bæjum í Suður Frakklandi. Bæjarstjórar óttuðust að til uppþota kæmi ef hún yrði sýnd. Samtök lögreglumanna mótmæltu sýningum á Rauðu peysunni og kröfðust þess að öll þau atriði er varpað gætu rýrð á störf lögreglunnar yrðu klippt úr henni. En atriði sem að lokum voru klippt snertu aðeins einkalif fjölskyldu hinnar myrtu telpu. Þvi að úrskurður dómarans. Simone Rozes. féll á þá lund að þó að Drach ýkti á ýmsum stöðum mjög viðbrögð lögreglu og dómsyfirvalda i myndinni þá væri samt engin ástæða til að banna hana. 28 Vikanfc. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.