Vikan


Vikan - 07.02.1980, Side 31

Vikan - 07.02.1980, Side 31
stúlknahljómsvehin sem sló í gegn Enn er þessi suður-afríska hljómsveit svo nýþekkt á norðurhveli jarðar, að erfitt er að spá um framtíð hennar á vinsældalistunum. Þau lög, sem Clout hefur sent frá sér til þessa, eru hvorki betri né verri en önnur popplög sem ná vinsældum. Því bendir ekkert öðru hvoru skýtur upp á stjörnuhimininn hljómsveitum, sem eingöngu eru skipaðar stúlkum. Til dæmis var banda- ríska kvennahljómsveitin Runa- ways mikið í fréttunum vestra um nokkurt skeið. Vinsældir hennar urðu þó aldrei almennar. Suður-afrísku kvennahljóm- sveitinni Clout hefur vegnað öllu betur — sérstaklega á meginlandi Evrópu. Clout sló í gegn með laginu Substitute. Þýskir unglingar hlustuðu á lagið mánuðum saman og einnig gerði það það dágótt í Englandi, Hollandi og víðar. Síðar heyrði bandaríska diskósöngkonan Gloria Gaynor lagið og söng það inn á plötu. Þegar sýnt þótti að Könum líkaði lagið ekki neitt sérstaklega var ákveðið að gera Substitute að B-síðulagi og færa hitt lagið á plötunni á A-síðu. Það var lagið I Will Survive, sem varð með vinsælustu diskólögum Bandaríkjanna á siðasta áratug. En áfram með Clout. Eftir velgengni Substitute kom á markaðinn lagið Save Me, sem varð allt að því jafnvinsælt og það fyrrnefnda. Þegar hér var komið sögu hafði þeim Lee Tomlinson, Jenni Garson, Cindi Alter og Ingi Herbst bæst liðs- auki tveggja karlkyns samlanda sinna. Þeir eru Sandie Robbie gítarleikari og Bones Brettell, sem leikur á hljómborð. Þessa stundina er Clout því sex manna hljómsveit. annað til þess en að framtíðin sé björt fyrir þessa fyrstu suður- afrísku popphljómsveit sem slær í gegn. 6. tbl. Vikan 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.