Vikan


Vikan - 07.02.1980, Qupperneq 35

Vikan - 07.02.1980, Qupperneq 35
land og frá morgni til kvölds, og jafnvel heilu næturnar, þjösn- aðist Zobrini á maurnum til þess að hann lærði meira. Tíminn vann með honum og eins og allir vita þá er það þolinmæðin sem gildir i allri tamningu. — Jæja, litli vinur, sagði Zobrini dag einn við maurinn sinn, nú ætla ég að kenna þér að tala! í þrjá mánuði hélt þjálfunin áfram og þar kom einn dag að maurinn litli sagði sín fyrstu orð: Tala, tala.... — Bravó! hrópaði Zobrini, bravó! Þetta kalla ég nú frammi- stöðu. Nú ert þú eini maurinn í viðri veröld sem getur talað! Ef við fyllum ekki heilt sirkustjald með svona sýningu þá veit ég ekki hvað fólk vill sjá! En Zobrini átti enn nokkra mánuði óafplánaða í fangelsinu þannig að nægur tími gafst til frekari æfinga. Daginn sem Zobrini var látinn laus gat maurinn staðið á einum fæti, náð jafnvægi á lítilli kúlu og sungið O sole mio! Svo gat maurinn iíka sungið fyrsta erindið í þjóðsöng Nepal um leið og hann lék jafnvægis- kúnstir á kúlunni sinni, að því loknu tók hann nokkur menú- ett-spor, hneigði sig svo og sagði með mjóu mauraröddinni sinni: — Takk, takk! Zobrini tók maurinn og kom honum þægilega fyrir i tómum eldspýtnastokk, yfirgaf fangelsið og fór beint á fínan veitingastað þar sem hann ætlaði að fá sér reglulega vel að borða eftir vistina í prísundinni. Þegar hann hafði lokið við matinn tók hann maurinn ofurvarlega upp úr stokknum og lét hann taka nokkur spor á fínum hvítum hóteldúknum. Zobrini var ákaflega hamingjusamur yfir þeim árangri sem hann hafði náð með maurinn og til þess að einhver fengi að deila gleðinni með honum kallaði hann á þjóriinn og benti honum að koma yfir til sín. — Sjáið þér þennan maur hérna? sagði hann og augun glóðu af fögnuði er hann benti á litla maurinn sinn sem skreið eftir dúknum endilöngum. Þjónninn hallaði sér yfir borðið og kom þá auga á hann. — Æ, ég biðst afsökunar, herra minn! sagði hann um leið Erlent LÚXUS- HÓRA Hún hitaði ýmsum yfirstéttarmönn- um í hamsi hér á árunum, hún Mandy Rice-Davies sem varð til þess ásamt vinkonu sinni, Christine Keeler, að ýmsir virðulegir lávarðar og stórpólitík- usar misstu æru sina. Enda er einn af þingmönnum bresku lávarðadeildar- innar talinn hafa hitt naglann á höfuðið er hann sagði: — Ég vildi að ég þyrfti aldrei framar að sjá neitt um Mandy Rice-Davies — nema minningagreinina. En lávarðinum varð svo sannarlega ekki að ósk sinni. Og þeir sem áttu rekkjubrögð við ungfrúna eru enn ekki Mandy Rice-Davies: Veldur mörgum lávarðinum kviða. og hann sló maurinn út af borðinu með handþurrkunni sinni. Hann sást ekki oftar. Þýð.: ej búnir að bita úr nálinni með það, því hún hefur nú í hyggju að rita ævisögu sina. Mandy Rice-Davies er nú komin heim til Englands eftir 16 ára útlegð í lsrael, en eins og flestir muna varð hermála- ráðherra Breta, John Profumo, að segja af sér embætti vegna viðskipta sinna við þær lúxushórur Davies og Keeler og einnig blönduðust inn í málið fleiri ástríðufullir framamenn. Og nú ætlar Mandy að leysa frá skjóðunni á ný — í þetta skiptið af fullkominni hreinskilni. — 1 þetta sinn ætla ég hvorki að stinga neinu undir stól né taka tillit til neins í sambandi við það sem gerðist í ibúð okkar Christine, segir Mandy, sem nú er orðin 35 ára gömul. Svo að þeir sem svöluðu ástarþrá sinni í faðmi þeirra vinkvenna — að sjálf- sögðu fyrir væna greiðslu — fá liklega að sanna gamla máltækið: Sætar syndir verða að sárum bótum. 6. tbl. Vikan 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.