Vikan


Vikan - 07.02.1980, Side 36

Vikan - 07.02.1980, Side 36
Vikan og Neytendasamtökin TAUGALYF — til góðs og ills Margir líða einhvern tíma á ævinni af sálrænum sjúkdómum og þurfa á meðhöndlun að halda. Oft er hægt að hjálpa fólki með samtölum, leyfa því að tala út, eins og sagt er. En því miður eykst lyfjanotkun stöðugt. Taugalyf hafa hjálpað ákaflega mikið, en ónauð- synleg lyfjanotkun er að verða mikið vandamál. í mjög mörgum tilfellum er notkun taugalyfja gjör- samlega ónauðsynleg. Sjúklingurinn ætti alltaf að gefa sér góðan tíma með lækni sínum, ræða við hann um vandamálin og lækninum ber að reyna að skýra sjúkdóminn fyrir sjúklingnum á skiljanlegu máli. Sálrænir sjúkdómar verða stöðugt meira áberandi í nútíma þjóðfélögum. Ástæðurnar geta verið margar. Margt bendir til þess að hraði, annríki, streita, síæm vinnuskilyrði — að maður ekki tali um atvinnuleysi — sæmur fjárhagur, erfiðleikar heima fyrir, meðfædd veiklun, erfiðleikar í uppvextinum o.s.'frv., séu algengustu ástæðurn- ar. i grófum dráttum má skipta sálrænum sjúkdómum í þrjá aðalflokka: sálsýki, taugaveiklun og þunglyndi — en erfitt er að draga skörp skil. Sá sálsjúki missir veruleikaskyn og lifir í sínum eigin heimi. Oftast er sjúkrahúsvist eina ráðið. Sjúklingur sem þjáist af þung- lyndi getur líka orðið svo langt leiddur að missa að nokkru samband við veruleikann. Aftur á móti getur sá sem er tauga- veiklaöur haldið fótfestu í til verunni þrátt fyrir erfiðleika sína. Sálrænir sjúkdómar eru mjög útbreiddir. Meðferð slíkra sjúklinga er mismunandi. Það þykir gefa góða raun að leyfa sjúklingunum að tala um vanda- mál sín. En ástæðan til hinnar miklu lyf janotkunar er sennilega sú að sérhæft starfsfólk er of fámennt til að sinna jafn tíma- frekum lækningameðferðum. Taugalyf Mikið hefur verið ritað og rætt með og á móti taugalyfjum. Hér verður ekki farið út í hinar ýmsu tegundir. Læknar ákveða hverju sinni hvaða lyf á við í hverju einstöku tilfelli. Það er algengt að heyra fólk tala um að taugalyf séu vanabindandi. Eru þá öll slík lyf sett undir einn hatt og fá sama dóm. Þetta er vitaskuld langt frá því rétt og er nauðsyn- legt að geta treyst lækni sínum á þessu sviði, en láta ekki kerlinga- bækur ráða. Mörg lyf eru vissu- lega vanabindandi og þau geta f jarlægt einkenni sjúkdómsins án þess að lækna hann í raun og veru. Lyf, sem notuð eru til að hjálpa sjúklingnum yfir erfiðasta hjallann, hafa oft þau áhrif að honum tekst að horfast í augu við tilveruna og síðan verður auðveldara að ná til hans og hjálpa með samræðum. Sjúkling- ur, sem þjáist af þunglyndi — eða sálsýki, þarf kannski ekki að vera lengi á sjúkrahúsi. Bata- horfur þessara sjúklinga eru i dag ólíkt bjartari en hér á árum áður. Þá voru flestir dæmdir til sjúkrahúsvistar lengri og skemmri tima. Þau lyf sem notuð eru fyrir þessa sjúklinga eru ekki vanabindandi. Eftir að sjúklingurinn er kominn heim þarf hann oft að halda áfram að nota lyf og mikilvægt að hann 36 Vlkan fc.tbl,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.