Vikan


Vikan - 07.02.1980, Side 37

Vikan - 07.02.1980, Side 37
fari þar alveg aö ráöum læknis síns — þó svo hann eða hún hafi lesiö að „pillur" séu hættulegar. Annars kynnu einkennin að koma aftur fram og sjúkrahúsvistun reynast nauðsynleg á ný. Þetta á fyrst og fremst við um alvarlegri veikindi. Sjúklingar sem líða af tíma- bundinni taugaveiklun (tauga- áfall, taugaþreyta) eru oft óvar- kárir og fylgja ekki ráðum læknis, en sturta í sig iyfjum sem þeir hafa fengið. Þau lyf, sem notuðeru fyrir þessa sjúklinga, eru vanabindandi í sumum tilfell- um og má því aöeins nota þau skamma hríð. Annars kann svo að fara að sjúklingurinn verði háður lyfinu sem átti að hjálpa honum í tímabundnum erfið- leikum. Ofnotkun taugalyfja Nú í seinni tíð hefur notkun ýmiss konar taugalyfja aukist mjög mikið. Fólk étur pillur vegna minnstu truflana á tauga- kerfinu: svefnleysis, dapurleika, eirðarleysis, hræðslu, kvíða o.s.frv. Vandamál, sem ekki eru alvarlegri en þetta, þarf að hugsa vandlega um og reyna að leysa af skynsemi. Þetta er kannski hægara sagt en gert en þess virði að reyna. Oft líður þetta fólk af öryggisleysi og ekki sist þess vegna nauðsynlegt að það sé ekki slævt með lyfjum. Lyfin hjálpa um tíma en ef þau eru tekin lengi hafa þau áhrif á hugann og slæva hugsun. Þeim sem ekki líður vel á sálinni, eins og sagt er, er ráölagt að tala við einhverja manneskju sem þeir treysta vel í blíðu og stríðu og tala almennilega út um vanda- mál sín. Það getur létt ótrúlega mikið að ræða við einhvern sem kann listina að hlusta. Þvi miður eru sumir læknar allt of fljótir aö verða við óskum sjúklinga sinna um ávísun á taugaróandi töflur eða svefnlyf. Þetta verður að breytast. Oft þarf bara að ræða fram og aftur við sjúklinginn og það þarf að ge^fa þessu fólki meiri tíma en öðrum sjúklingum. Opinskátt samtal læknis og sjúklings, sem slæmur er á taugum, leiðir kannski til þess að lyf verða óþörf. Læknar og sérfræðingar innan læknavísindanna beina nú mjög athyglinni að vandamálum þeirra sem eiga við sálræna sjúk- dóma aðstríða og hverjum ráðum megi beita gegn þeim. Er ekki að efa að í framtíðinni muni gert átak innan þessa sviðs læknis- fræðinnar. Hræðsla við „slæmar taugar" Ótti og óróleiki er algeng plága í nútíma samfélagi. Oft verður hræðslan við að verða „slæmur á taugum" til að auka á óttann. Nú vitum við öll muninn á eðlilegri hræðslu og „ástæðulausum" ótta. En við verðum að líta svo á að það sé eðlilegt í okkar nútíma streituþjóðfélagi að slik plága kvelji fjölda fólks. Oftast er einhver ástæða að baki óttans og það er nauðsynlegt að komast að orsökinni. Stundum er um erfiðleika á vinnustað að ræða, andúð á einhverjum í hópi vinnufélaganna. Það getur verið um árekstra á heimilinu að ræða, sem orsaka óróleika, öryggisleysi og ótta. Stundum nægir að fá að segja meiningu sína ærlega, hreinsa andrúmsloftið eins og sagt er. Ef fólk er opinskátt og getur sagt meiningu sína, án þess að missa stjórn á skapsmunum sínum, er hægt að ná árangri. En það er vandrataður meðalvegur. Það kann að vera nauösynlegt að hafa samband við lækni sinn og ber ekki að líta á það sem upp- gjöf. Þaðerekki eins óalgengt og halda mætti að fólk geti ekki sjálft ráðið við vandamál sín. Eins og áður var sagt hafa ýmis lyf verið notuð með góðum árangri til að lækna þá sem þjést vegna „slæmra tauga". En viss lyf, sem ekki eru samt talin vanabindandi, geta haft slæm áhrif, s.s. aukna matarlyst sjúklingsins, að hann verði stöðugt þreyttur og óupplagður, þurfi óeðlilega mikinn svefn. Sjúklingurinn vaknar samt jafn- þreyttur og þegar hann lagðist til hvildar og lyfin hafa áhrif á draumana, hinn eðlilega öryggis- ventil. Oftrú á gagnsemi lyf ja er slík hjá sumu fólki að þrátt fyrir alla galla þeirra þarf mikið til að breyta skoðunum þess um ágæti meðalanna. Aðalatriðið er að lyfið deyfi óttann, þetta sálræna vandamál sem þeir hræðast mest sem reynt hafa. Það kann að vera að lyf sem notuð eru séu ekki vanabindandi fyrir líkamann, en sjúklingurinn verður háður þeim andlega. Þó læknirinn telji að rétt sé að hætta lyf janotkun eða draga úr henni eru margir sjúklingar uppáþrengjandi og nudda og nauða í lækni sinum um að fá lyfið áfram. Það er ekki hægt að leysa öll vandamél meðpillum. Það verður fólk að skilja. Sjálf verðum við að takast á við vandann. Ekki má samt gleyma að langvarandi notkun lyf ja er afsakanleg þegar um alvarleg tilfelli er að ræða og þarf varla að benda á það. Það er áríðandi að geta hugsað nokkurn veginn skýrtef leysa á sálræn vandamál og sjúkdóma. Margir geðlæknar beita því lækningaaðferðum þar sem meðalanotkun er engin, nema þá á sérstöku stigi sjúkdómsins. Hvað er hamingja? Öll óskum við þess að okkur geti liðiö vel, verið í jafnvægi og lifað í sátt og samlyndi við samferðafólk okkar. Okkur er illa við ótta, óróleika, eirðarleysi, reiði, árásarhneigð, sorg, minni- máttarkennd og annað álika óþægilegt. En flest okkar kynnast slíku einhvern tíma á lífsleiðinni. í staðinn fyrir að drekkja vanda- málunum í áfengi eða pilluéti verðum við að horfast i augu við vandamálin. Við eigum að taka upp baráttuna þó svo hún sé erfið. Það er ekki létt fyrir þá sem skortir sjálfstraust og öryggi, en ekkert er ómögulegt ef vilji er fyrir hendi. Sumir eru fæddir með viðkvæma lund og í uppvextinum hefur e.t.v. vanda- málið aukist. Viss spenna og eiröarleysi er eðlilegur þáttur í skapgerð okkar og við þurfum að læra að umgangast þá þætti í fari okkar eins og svo margt annað sem þarf að beisla. Við fáum útrás í skapandi vinnu eða tómstunda- störfum o.þ.h. Vinna og likamleg áreynsla eru bestu taugalyfin. Andleg og likamleg liðan er afar nátengd. Þó við getum ekki sofið eina nóttina er ástæöulaust að liggja og ergja sig yfir þvi eða hræðast slíkt. Best er að íhuga ástæðuna fyrir svefnleysinu — fyrr eða síöar muntu sofna. Líkaminn krefst þess. Það má leysa ýmis vandamél með skyn- samlegri úttekt á vanda- málunum. Þeim sem eiga erfitt með svefn um tíma er líka ráðlagt að líta í bók — ekki allt of spennandi. Dagleg vandamál eru eðlileg og yfirleitt tekst okkur að leysa þau án vandræða. Tímabundna erfiðleika eigum við að reyna að leysa af skynsemi, nota höfuöið í staðinn fyrir að nota lyf. Flestir, sem horfst hafa í augu við erfiðleika og yfirstigið þá, finna hvernig sjálfstraustið eykst. Alltaf má finna lausn á erfiðleikum. Sumum kann að finnast allt misheppnast hjá sér, en heppnast hjá þeim sem næst stendur. Þetta er ekki svona einfalt. Velferðarsamfélagið getur veitt margvíslega hjálp. Við megum bara aldrei gefast upp gagnvart erfiðleikum og flýja vandann. Birt f samróði við Neytendasamtökin. Þýfl.: S.H. úr Forbruker rapporten. b. tbl. Vlkan 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.