Vikan


Vikan - 07.02.1980, Side 39

Vikan - 07.02.1980, Side 39
mér líka! Það er mín skoðun! Finnst þér það ekki líka, Maríanna? Svona setning- ar lét hann falla þegar Lísa þagnaði augnablik til að draga andann. Ég var önug og sagði að ég væri alls ekki sama sinnis en hann tók ekkert eftir óánægju minni eða hvað ég sagði. Greger var alsæll og virtist kunna mjög vel við sig i návist Lísu. — Hvar er vinkona þín? spurði Jes næsta morgun um leið og hann renndi tei i krúsina sína. — Með kærastanum mínum að reyna að finna sams konar málverk og uppáhaldsmálverkið mitt, sagði ég geðvonskulega. — Annars er hún ekki vinkona mín. — Ekki? Jes hallaði undir flatt. — Hversvegna ekki? — Æi, það veit ég ekki... Mér fannst litilfjörlegt af mér að gagnrýna Lísu, þó svo það hefði aðeins verið í huganum hingað til. — Það var skrýtið, sagði Jes. — Ég hélt að þið ættuð margt sameiginlegt. — Hvernig nennirðu að láta svona. Jes, stundi ég. — Hún er ekkert lik mér, allt önnurmanngerð. — Nú. hvernig? — Hún . . . hún er svo yfirborðsleg, hugsar aðeins um veraldlega hluti... — Nú, en er þér ekki eins farið? sagði hann rólegá. — Hefðir þú gifst Greger ef hann hefði verið sorphreinsunarmaður? — Auðvitað, sagði ég gröm. — Það skiptir engu máli. En tilhugsunin var fáránleg. Ég reyndi að sjá Greger fyrir mér í skitagalla en tókst ekki. Aftur á móti gat ég vel imyndað mér Jes í þannig múnderingu. Ég gat reyndar séð hann fyrir mér í hvaða hlutverki sem var. Alltaf vel upp lagðan og kátan, tilbúinn að spauga og hlæja. Þessi staðreynd fór i taugarnarámér. — Hann er ólikur þér, sagði ég hrana- lega. — Greger hefur alltaf stefnt að þvi að verða eitthvað. Jes fórnaði höndum. — Svona, svona, þú þarft ekki að æsa þig við mig. Ég er bara gamli góði Jes. Ég brosti þreytulega. — Fyrirgefðu, Jes. Ég er ekki alveg með sjálfri mér síðustu dagana. Lisa hefur svo sem ekkert gert mér. Ég er bara ekki vel stemmd. — Þú þarfnast tilbreytingar. Nú skaltu heyra — ég held kveðjuveislu á föstudaginn. Þú ert ein af fáum útvöldum. Meira að segja er Greger velkominn með þér. Ég þakkaði honum heiðurinn og sagðist koma. Greger varð að fórna sér mín vegna. Það var alltaf skemmtilegt i veislum hjá Jes. Ég hafði oft verið boðin til hans áður en Greger kom í spilið. Eitt augnablik varð ég angurvær andspænis þeirri staðreynd, að Jes væri á förum. Ég myndi sakna rugludallsins míns. — Föstudag? sagði Greger þegar ég sagði honum frá boðinu hjá Jes. — Það getum við ekki. Mamma heldur veislu einmitt þá og heiðursgesturinn er frænka min búsett fyrir vestan. Þú verður að hitta hana. Ég hélt að ég hefði verið búinn að segja þér frá veislunni fyrir löngu. Verst að þetta boð Jes er ekki heldur á laugardag. Ég var hálf niðurdregin þegar ég sagði Jes þessi tíðindi. — Allt í lagi, sagði hann hressilega, — við frestum veislunni til laugardag. Án aðaldansfíflsins væri veislan dauf er ég smeykur um! — Já, en þú sem varst búinn að ákveða... — Mig skiptir þetta ekki nokkru máli, ég get alltaf breytt áætlunum minum. Smásaga eftir June Vigor sagði hann. Mér fannst hann venju fremur alvarlegur. — Hvernig á ég að skilja þetta, sagði ég rugluð. Mér fannst hann allt i einu ekkert líkur sjálfum sér. Hönd hans strauk augun þreytulega, en hann var þó léttur í tali þegar hann svaraði. — Ég er reiðu- búinn að flytja fjöll úr stað, ef svo ber undir fyrir vinkonu mína. Þess vegna breyti ég áætlun minni. Hvort ég legg upp í ferðina einum degi fyrr eða síðar gerir ekki gæfumun. En til starfa, vina, nú þarf ég að fá frið til að hringja í alla hina gestina og segja þeim frá breyting- unni. Þegar ég kom aftur inn á skrifstofuna mína lét ég það verða mitt fyrsta verk að hringja til Gregers og sagði honum fagn- andi að veislunni hefði verið frestað til laugardags okkar vegna. Greger virtist ekki jafnhrifinn. En ég ætlaði að hafa mitt fram. — Segðu nú já, elskan — ég sem bið þig svo fallega. Og að lokum svaraði hann dræmt að við yrðum vist að fara. Siðustu þrír vinnudagarnir á skrifstof- unni voru næstum endalausir. Jes var önnum kafinn við undirbúning — bæði vegna veislunnar og hjólreiðaleiðangurs- ins. Það var ekki mikið að gera fyrir okkur Lísu tvær á skrifstofunni og þvi fór tíminn gjarnan í að ræða brúðkaup okkar Gregers og undirbúning þess. Eiginlega virtist Lísa ólíkt áhugasamari um mitt eigið brúðkaup en ég. Hún malaði linnulaust um boðskort og móttöku gesta, um hrísgrjón og Ijós- myndara, brúðarklæði og brúðarmeyjar og mér fannst allt þetta tilstand sannast sagna skelfing fáránlegt því meira sem hún rausaði um það. Það gekk svo langt að ég stakk upp á því við Greger að við giftum okkur i kyrrþey hjá borgar- dómara bara einhvern daginn. — Ó, hvað þér liggur á í hjóna- sængina, sagði hann. — En auðvitað getum við það ekki, það sérðu sjálf. Ég vil halda myndarlegt brúðkaup að hefð- bundnum sið. Lísa var með okkur hvert kvöld. — Aumingja stelpan þekkir ekki nokkra sál i borginni, sagði Greger og fannst ekkert sjálfsagðara. Hann virtist kunna því vel að leiða okkur sina við hvora hlið, aldrei stakk hann upp á að við tækjum fjórða mann með. Sem betur fer átti Lísa ekki að fylgja okkur í veislu móður hans á föstu- daginn. En þegar til kom var það ekki eins mikill léttir og ég hafði búist við. Samræðurnar gengu stirðlega, ég fann að þarna hefði Lísa getað orðið að liði. 6. tbl. Vikan 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.