Vikan


Vikan - 07.02.1980, Side 40

Vikan - 07.02.1980, Side 40
Framhaldssaga_____________________ „Þið munuð heyra þennan mann segja frá hvernig barnið hans, einka- barn hans, Audrey Rose, flmm ára, dó á sorglegan hátt með móður sinni í bílslysi. Þið munuð finna beiskju Elliots Hoover vegna missis hans, hrœðilegan einmanaleika hans, þið munuð heyra hann segja frá því þegar hann var sem þunglyndastur, hvernig skilaboð komu til hans, sem sögðu ...” Smésaga__________________________ HJÚL FYRIR TVO Mér létti mikið þegar við losnuðum úr þessu þvingaða þoði. Á laugardagsmorgun vaknaði ég full eftirvæntingar. Það var margt sem gladdi. Ég var hætt á skrifstofunni, á mánudag ætlaði ég að flytja í nýju íbúðina og í kvöld var veislan hjá Jes. Greger vildi reyndar fyrir alla muni taka Lísu með, sem var mér þvert um geð, en ég ætlaði ekki að láta það spilla ánægjunni. Ég dreif mig að pakka niður bókum og smáhlutum og var önnum kafin mestan hluta dagsins. Lísa kom og hafði með sér hluta af farangri sínum og bauðst til að aðstoða mig. Ég var í sólskinsskapi og full tilhlökkunar. Greger kom um fimmleytið. — Þú ert snemma á ferðinni þykir mér, sagði ég hlæjandi. — Við áttum ekki að mæta hjá Jes fyrr en um átta. — Mér þykir það leitt, Maríanna, en við verðum að hætta við að fara. Mikil- vægur viðskiptavinur kom til borgar- innar í morgun og við megum til með að snæða með honum í kvöld, annað væri ókurteisi. — En við getum ekki gert Jes þetta, Greger! Ég lofaði honum því að við kæmum . . . hann breytti um dag okkar vegna ... og þú lofaðir mér... — Veit ég vel, Marianna, en þú verður að skilja að viðskiptin koma i fyrsta sæti. — Því þá? Hvernig getur þessi maður verið viss um að þú getir fórnað honum laugardagskvöldi þegar hann kemur svona fyrirvaralaust. Er þetta virkilega svona mikilvægt? Ég var alveg aðsleppa mér. — Hann er hér í frii. Drottinn minn dýri, getur þú ekki séð að það skiptir máli að koma vel fram við viðskipta- Skop Hann var eitt sinn góflur Ijónatemjari ... þú veist þossir sem stinga hausnum i gin Ijósins ... vinina. Auðvitað ræðum við ekki bein- linis viðskipti í kvöld en svona samveru- stundir eru eigi að síður afar mikilvægar — það hlýtur þú þó að sjá. — Auðvitað veit hún það, greip Lisa inn í, — henni sárnar bara. Maríanna áttar sig örugglega á gildi... — Ég er búinn að ákveða þetta við manninn, hélt Greger ákveðinn áfram. — Þetta er ákveðið og því get ég ekki breytt. — Já, en þú lofaðir... — Ef ég væri þú, Maríanna, hóf Lísa máls. En nú þoldi ég ekki meira. — Viltu gjöra svo vel að hætta að skipta þér af mínu lífi, gargaði ég hamslaus. — Það er um mig að ræða en ekki þig ... Það varð steinhljóð i stofunni eitt andartak. Svo fór Lísa að kjökra og Greger sagði: — Nei, heyrðu nú, Maríanna ... En ég lét ekki stöðva mig. — Ætlarðu að svíkja mig, Greger? — Ég fæ ekki betur séð en það sért þú sem ætlar að svíkja mig, sagði hann kuldalega. Dyrnar stóðu opnar að íbúð Jes þegar mig bar að garði. Ég gekk rakleitt inn og hitti hann fyrir I eldhúsinu þar sem hann var önnum kafinn við undirbúning veislunnar. Hann leit brosandi upp þegar hann varð min var og sagði: — Nei, halló. Þú kemur snemma, elskan. Ereitthvaðað? Ég hallaði mér upp að isskápnum með krosslagða arma. — Ekkert sérstakt. Lísa var að taka við hlutverki mínu í lífinu. — Aha. Hann varð allt i einu alvar- legur á svip. — Og hvernig finnst þér það? — Ég veit það ekki ennþá, sagði ég hægt. — t>etta er nýskeð. En . . en ég held reyndar að mér létti stórum. Ég hélt fram hringlausri hendinni. — Hringurinn var alltaf að krækjast í. — Hringurinn? — Já, og ekki bara hann. Ég vissi ekki hvernig ég átti að útskýra tilfinningar mínar, enda virtist Jes ekki ætlast til t>ess. Hann yppti öxlum og sagði: — Og hvað nú? — Hef ekki minnsta grun. Ég yppti öxlum ráðleysislega — Ég er atvinnu- laus, húsnæðislaus og búin að missa kærastann. Greger segir að ég viti ekkert hvaðég vilji. Jes hristi höfuðið. — Myndi það koma sér vel ef ég keypti þér hjól? sagði hann og leit djúpt í augu mér. — Hjól? sagði ég og hló meðan hann dró mig út að glugganum þar sem kötturinn hans sat og malaði. Ég vissi varla hvað gerðist, en skyndi- lega grúfði ég mig að brjósti hans og bæði grét og hló í senn. Hann þrýsti mér fast að sér og ég hvíslaði: — Guði sé lof fyrir að Lísa greip inn í líf mitt. Mikið má ég vera henni þakklát. ★ „Hann hefur náð Ivy!” Hann brölti á fætur og ýtti með öllum þunga sinum á læstar dyrnar. „Vill einhver ná í þjófalykil!” Dominick, sem var fölur og hörkulegur á svipinn, skokkaði upp og reyndi hvern lykilinn af öðrum á lykla- kippunni. Dyrnar opnuðust ekki. Hoover hafði sett keðjuna fyrir. „Opnaðu, Hoover,” kallaði Bill. Það var þögn inni — sem var ills viti. „Hvað er á seyði?” Tveir ungir lög- regluþjónar höfðu komist óséðir upp. „Það er maður þarna inni með barnið mitt!” Lögregluþjónninn, sem var hærri, gekk að dyrunum. „Ég er lögregluþjónn! Opnaðu dyrnar!” Hann beið eftir svari en sneri sér síðan að Bill. „Er um annan inngang að ræða?” „Auðvitað. Þjónustuinngangurinn hjá brunastiganum!” Þau hlupu — Bill, lögregluþjónninn, Dominick og Janice. Dominick setti lykilinn i. Dyrnar opnuðust. Bill hleypti lögregluþjóninum og Dominick inn. Janice var við stigann þegar Bill kom út úr barnaherberginu. Andlit hans var náhvítt. „Þau eru farin!” tilkynnti hann Janice ákveðinn. „Hannhefurræntlvy!” „Ef þú ert að tala um hr. Hoover ” sagði Domnick, „þá hefur hann leigt íbúð hr. Barbours á fimmtu hæð. Þau flýttu sér að lyftunni. Dyrnar opnuðust og Kaplan læknir kom út úr henni. „Ivy hefur verið rænt, Kaplan læknir!” kallaði Bill að honum. „Komdu!” Það sem næst gerðist myndi Janice muna alla ævi sem röð óstöðugra imynda sem byrjuðu þegar kylfa lög- regluþjónsins barði á dyr Hoovers. „Hr. Hoover, ég er lögregluþjónn! Opnaðu dyrnar!” „Nei.” Svarið kom langt að og kæft. Lögregluþjónninn gaf Dominick merki um að nota þjófalykil. Dyrnar opnuðust, strekktist á keðjunni og þau sáu Hoover sem var hörkulegur og ein- beittur á svipinn. „Viltu gjöra svo vel að opna dyrnar?" „Nei. Það hefur verið nóg vitfirring í kvöld." „Felur þú barn hr. Templetons i íbúðinni þinni?” Það var hlé. „Nei, hún er barnið mitt.” Lögregluþjónninn leitaði ráða hjá Dominick: „Á hr. Hoover barn?” Dominick hristi höfuðið: „Hann átti það ekki í gær þegar hann flutti inn.” Hávær rödd lögregluþjónsins þrumaði gegnum rifuna: „Ég gef þér þrjátíu sekúndur. Ef þú samþykkir ekki að koma þá sendi ég eftir liði til að brjóta upp!” Augnabliksþrái, síðan lét Hoover undan. Dyrnar opnuðust. Bill ýtti Hoover ruddalega til hliðar og hljóp upp þröngan stigann. Hann kom niður með Ivy steinsofandi í fanginu. Lögregluþjónninn, sem var minni, skálmaði að Hoover og var hreinskilinn: „Ég handtek þig vegna gruns um mannrán." Hoover leit ásakandi á Janice. Var það í raun og veru lófatak sem hún heyrði þegar hann var leiddur burtu, handjárnaður? Lófalak? Strákslegt og hugvitsamlegt bros Brice Mack, hins unga verjanda, var ná- kvæmt og saklaust um leið og hann setti varfærnislega fram spurningar sínar fyrir hinn væntanlega tólfta kviðdómanda. 1 þrjár vikur hafði val á kviðdómendum farið fram. Það var tími einbers vítis fyrir Bill. Fyrir Janice var það aðeins einn atburðurinn í viðbót við endalausar martraðirnar. Meðan á málsrannsókninni stóð, sem átti að standa i fimm vikur að því er Scott Velie sagði, en hann var fulltrúi málaflutningsmanna héraðsins og átti að sjá um málssóknina, var hver dagur öðrum líkur. Klukkan níu á virkum 40 ViKan 6. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.