Vikan


Vikan - 07.02.1980, Síða 43

Vikan - 07.02.1980, Síða 43
vikum, til dæmis ef sjúklingurinn sam- þykkir það. Og þaðgerir Ivy ekki.” Hoover og málafærslumaður hans höfðu þegar fengið sér sæti við varnar- borðið þegar Janice og Bill komu í réttar- salinn. Rétt fyrir klukkan hálf tvö komu Scott Velie og aðstoðarmenn hans. Stuttu seinna stóð það fáa fólk upp er í réttarsalnum var, þegar Harmon T. Langley dómari þaut fram hjá ríkis- fánanum og hreiðraði um sig í dómara- stólnum. „Herra dómari.” Brice Mack stóð upp. „Viðerum tilbúin aðhalda áfram.” „Janice fann fyrir augljósri stífni í Bill, sem var girðing fyrir höggið sem myndi koma, þegar Brice Mack gekk í áttina að kviðdómendastúkunni. „Herrar mínir og frúr i kviðdómi,” byrjaði hann. „Þaðsem þiðfáiðbrátt að heyra er einstakt í dómabókum hér á landi. Ykkur getur blöskrað það sem þið fáið að heyra. Það getur vakið hjá ykkur vantrú til að byrja með. En ég lofa ykkur því að áður en þessum réttarhöldúm lýkur mun skiln- ingur koma i staðinn fyrir hryllinginn og þið munuð samþykkja í staðinn fyrir að trúa ekki. Áður en við höldum áfram langar mig að skilgreina það sem lögin segja varðandi mannrán...” Scott Velie var staðinn upp. „Mót- mæli, herra dómari! Lögfræðingur verjanda veit að aðeins dómararnir mega leiðbeina kviðdómendum í sambandi við lögin.” „Herra dómari,” hefndi Brice’Mack sín, „verjandi fullyrðir að ef einhver ákæra er málinu viðkomandi, væri það af minni ákæru en af varðveislu blöndunar af annarri gráðu...” Nú kom að því. Janice fálmaði eftir hönd Bills og fann hve hún var stíf og þvöl. Eini blaðamaðurinn á staðnum virtist allt I einu lifna við. „Varðveisla blöndunar, hr. Mack,” sagði dómarinn, „þýðir, eins og ég býst við að þú vitir, beint blóðsamband milli málsaðila. Getur þú komið með slíkar sannanir?” „Já, herra dómari. Verjandi mun sýna greinilega fram á að fjölskyldutengsl, eins sterk og möguleiki er á, fyrirfinnast vissulega á milli Elliots Hoover og barnsins sem er þekkt sem Ivy Templeton.” „Mótmælum vísað frá,” sagði Langley dómari. „Haltu áfram, hr. Mack.” Brice Mack sneri sér að Hoover og benti á hann með vingjarnlegri handa- hreyfingu. „Þið munuð heyra þennan mann' segja frá hvemig barmð hans, einkabarn hans, Audrey Rose, fimm ára, dó á sorglegan hátt með móður sinni í bílslysi. Þið munuð finna beiskju Elliots Hoover vegna missis hans, hræði- legan einmanaleika hans, þið munuð heyra hann segja frá því þegar hann var sem þunglyndastur, hvernig skilaboð komu til hans, sem sögðu ...” Algjör þögnin I réttarsalnum skapaði fullkomið andrúmsloft fyrir næstu, athugasemd Macks, sem kom með þrumandi krafti. „Hún lifir!” kallaði hann og benti upp til himins. Janice fann viðbrögðin í réttar- salnum. Jafnvel Langley dómari kipptist við. „Audrey Rose kom til baka!!” Mack hvíslaði næstum. „Sál hennar hefur farið yfir i dimman dal inn í nýtt jarðlíf þar sem hún býr nú I líkama barns sem heitir Ivy.” Allir í réttarsalnum önduðu frá sér og því fylgdi fliss sem breiddist út. Mack beið eftir þögn. Hánn hafði hemil á framkomu sinni. „Herrar mínir og frúr í kviðdóminum, ég bið ykkur ekki að trúa þessum undar- legu atburðum. Ég bið ykkur aðeins að opna huga ykkar gagnvart vitnisburði sérfróðs vitnis sem ég mun koma með í réttarsalinn til að sýna fram á þá staðhæfingu okkar að Elliot Hoover hefur fullkominn rétt — föðurréttinn — til að taka barnið, Ivy Templeton, eins og hann gerði og flytja hana á rólegan og öruggan stað. Ég er viss um að þegar vitnis- burðinum er lokið munuð þið veita úr- skurð sem hreinsar alla sekt af Elliot Hoover með tilliti til þeirrar fölsku og villandi ákæru sem hefur verið borin fram á hann.” Hann hneigði sig fyrir dómaranum. „Þakkaþérfyrir, herra dómari.” Langley dómari barði fljótt með hamrinum. „Það verður hlé á réttinum þar til í fyrramálið.” Um leið og þau komu heim hringdi Janice i skólann og bað um að fá að tala við Ivy. Móðir Veronica lét ná I hana. Á meðan þau biðu sagði hún: „Þú þarft ekki að hafa áhyggjur, frú Templeton, allar systurnar og kennararnir hafa verið á varðbergi til að tryggja leynd barnsins. Þið getið treyst okkur.” „Þakka þér fyrir,” sagði Janice rám. Bill hafði lesið póstinn sinn. Hann kom inn og sá að Janice hlustaði þögul og með umhyggju á Ivy. „Hvað er að?” spurði hann áhyggjufullur. Janice lagði lófann yfir tólið. „Hún hóstar. Ég held að hún sé að fá kvef.” „Ó.” Bill andvarpaði af létti. „Pabbi er hérna og ætlar að heilsa upp á þig.” Janice rétti Bíll símtólið. „Hæ, prinsessa, ertu komin með kvef?” „Það er ekkert, pabbi,” sagði Ivy milli hóstahviðanna. „Allar stelpurnar eru með nefkvef. Pabbi, þið mamma komið hingað um næstu helgi, er það ekki?” „Reyndu bara aðaftra okkur frá því,” sagði hann. Bill kom með kvöldblaðið með sér. Hann setti símann niður og sýndi Janice. Forsíðufréttin var: Þetta er barnið mitt, segir mannræninginn, endurholdgað. Þegar þau kveiktu á frétt- unum í sjónvarpinu var sama sagan þar. Eftir áhrifamikla sýningu Brice Macks var Hoovermálið ekki lengur einfalt mál um mannrán. Það var efniviður í yfir- náttúrulegar, yndislegar fréttir, sem vert var að birta. „Nú byrjar ballið,” sagði Bill bitur. „Fjandinn hirði Hoover. Ég gæti drepið hann fyrir það sem hann er að gera okkur.” Næsta morgun var gangurinn fyrir framan réttarsalinn ein flækja af vírum, símasnúrum og fólki. Ljóskastarar voru á öllum hliðum. Þegar Bill og Janice komu út úr lyftunni þrengdu þau sér laumulega fram hjá fólkinu við mynda- vélamar og tókst að komast inn í réttar- salinn án þess að þekkjast. Réttarsalurinn var fullur af forvitnum og spenntum áhorfendum. Sætaröðin fyrir fréttamennina var núna þéttsetin. Málssóknin gegn Hoover byrjaði og fjöldi vitna bætti hvert sínu litla sönnunargagni við hið vandasama mál Scott Velies. Fyrir Janice voru ferðirnar i og úr réttinum fyrstu fjóra dagana óraunverulegar. Á föstudeginum gerðist svolítið sem hristi hana úr draumaheimi sinum. Það gerðist eftir að þau voru komin úr hádegismat og rétturinn var tilbúinn að koma saman aftur. Bill var að ráðfæra sig við Scott Velie. Janice var nýsest þegar blaðamaður gekk hratt meðfram sætaröðinni sem var fyrir blaðamenn og skýldi því sem hann hafði í hendinni fyrir augliti Bills. Hann þrýsti saman- brotnu blaði I hönd hennar. Hún opnaði það og sá tvær línur, svera, svarta stafi: „Ég er hræddur um barnið! Er allt í lagi með hana? Gerðu það, láttu rnig vita!!! E.H.” Það var ógnvekjandi, oddhvasst og gagnyrt. Janice fann hroll fara um sig, þegar húm krumpaði bréfið saman og henti því á gólfið. Laumulega og með örari hjartslætti leit hún í áttina til Hoovers. Hann starði á hana yfir réttarsalinn og strax var hún sem negld af krafti augna hans, sem báðu um svar við spurningunni. TIL GJÁFA Svissnesk úr, öll þekktustu merkin. Gull- og silfurskartgripir, skartgripaskrín, mansettuhnappar, si/furboröþúnaöur, bókahníjar og margt fleira. - ALLT VANDAÐAR VÖRUR — 6. tbl. Vlkan 43

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.