Vikan


Vikan - 07.02.1980, Síða 44

Vikan - 07.02.1980, Síða 44
Framhaldssaga Janice kinkaði kolli, svo það var með naumindum skynjanlegt, sem staðhæfði að Ivy liði vel. Hoover slakaði strax á. Rödd Langleys dómara myndaði óskiljanlegt suð bak við hugsanir Janice. Einhver hræðilegur fyrirboði hlyti að hafa ýtt undir snögga umhyggju Hoovers það var hún viss um. Hún varð að tala við Ivy. Núna! Hún flýtti sér að hvisla að Bill að henni liði ekki vel og fór út. Það tók hana nokkrar mínútur að finna síma og fá samband við Ivy. „Mamma! En æðislegt! Hvað kemur til?” Rödd Ivy var glaðleg, guði sé lof! „Ekkert sérstakt, elskan,” sagði Janice. „Hvernig gengur?” „Ágætlega!” „Sefurðu vel?” „Auðvitað. Gettu hvað þú truflaðir?” „Hvað?” Janice reyndi að láta ekki á neinu bera. „Algebru," sagði Ivy. Á meðan Ivy talaði hlustaði Janice með einbeitni og brosi móður sem átti stutta, skemmtilega samverustund með barni sínu. „... og Sylvester er meira en sex fet á hæð! Sylvester,” útskýrði barnið, „er snjókarlinn í skólanum.” „Ég er fegin að þú ert hætt að hósta, elskan,” skaut Janice inn í. „Ég hósta ennþá svolitið á næturnar.” Rödd hennar lækkaði allt í einu í hvísl. „Það er ein stúlka hér sem mér líkar alls ekki við, mamma. Það er Jill O’Connor. Hún er lygari. Hún breiðir út hræðilegar sögur um mig i skólanum.” „Hvers konar sögur?” „Hún segir að ég sé tvær manneskjur, að ég sé einhvers konar viðundur og það sé sagt alls staðar í útvarpi og sjónvarpi.” Janice hikaði. „Þetta er vitleysa.” „Ég veit það,” svaraði Ivy glaðlega. „Hvað sem öðru líður þá er hvorki útvarp né sjónvarp leyft hér núna. Það var bannað í síðustu viku.” Janice hikaði aftur. „Við pabbi hlökkum svo til á morgun” sagði hún glaðlega. Það var engin leið að leyna sannleikanum fyrir henni til eilífðar. Henni myndi verða sagt þetta, og ef Janice fengi að ráða yrði það eins fljótt ogmögulegt væri. Þegar Janice kom aftur í réttarsalinn brá henni við að sjá Bill sitja óblíðan á svip í vitnastúkunni. Af einhverri á- stæðu hafði Scott Veliesett Billþarfyrr en hún hafði búist við, sem þýddi að hún myndi sennilega fara á eftir honum. Janice var heltekin ótta. Brice Mack sleppti gagnspurningum sinum en bað Bill að vera til taks sem vitni fyrir vömina. Þá var komiö að Janice. Óvenjuleg þögn breiddist yfir réttarsalinn þegar hún steig í stúkuna. Það var með sjálfstrausti og æfingu meistara sem Scott Velie laðaði fram söguna, sem hann óskaði að kviðdómendur heyrðu frá Janice, og hann gaf henni hvorki tækifæri til að fegra eða útskýra neitt eða vikja að nokkru sem gæti orðið verjandanum að gagni. Að lokum sneri Velie sér að verjandanum. „Gagnspyrðu.” „Herra dómari,” sagði Brick Mack. „Mætti ég segja að það má læra margt af þessu vitni og af vitninu á undan. Mörg sannleikskorn hafa verið þögguð niður í slægri yfirheyrslu ágæts félaga míns. Hann starði á Janice kuldalegur og miskunnarlaus. „Sannleikskorn sem ég hef ætlað mér að láta koma fram. Ég hef engar spurningar fyrir vitnið sem stendur en ég myndi vissulega vilja fá hana aftur sem vitni fyrir vörnina.” „Þá höldum við áfram á mánudaginn." sagði Langley dómari. Stundin til að segja Ivy allt af létta kom næsta kvöld þegar þau voru búin að koma sér fyrir á Candlemas hótelinu. Frásögnin lenti á Bill. Þau voru öll í litlu setustofunni sem var líka svefnher- bergi Ivy. Ivy sat uppi i rúminu og hlustaði áköf meðan Bill sagði henni allar staðreyndir með nærgætni og algjörri hreinskilni og sleppti aðeins einu — martröðunum. „En er það mögulegt?" spurði Ivy. Bill þagnaði. „Nei, en hr. Hoover virðist halda það.” Síðan bætti hann við með blíðlegri röddu: „Þú verður að skilja, lvy, að þegar faðir missir barn sem hann elskar mjög mikið getur sorgin orðið svo mikil að hann neitar að trúa því sem skeði. Þegar hr. Hoover missti allt sem honum þótti vænt um gat hann ekki viðurkennt staðreyndina og fór að leita að öðrum svörum. Það dapurlega við þetta er að illgjarnt fólk var tilbúið að gefa honum þau svör sem hann vildi heyra. Þannig fór hann að trúa að hið látna barn sitt væri endurfætt í líkama þinum. Svo þú sérð, elskan, að þStta var ekki honum að kenna. Hann var fórnarlamb sinnar eigin sorgar.” Það var löng þögn og Ivy andvarpaði djúpt. „En hvað þetta er hræðilega dapurlegt,” hvíslaði hún. Klukkan tíu minútur fyrir þrjú um nóttina vaknaði Janice við hljóð sem komu frá herbergi Ivy — hávær hósti. Hún flýtti sér inn í stofuna og varð agndofa aðsjá bamiðsitt í hóstakasti. „Meðulin eru í töskunni minni.” Ivy tókst að koma orðunum út úr sér. Á miðanum stóð: „Á að taka inn eins oft og þörf er á.” Ivy drakk svolítið beint úr flöskunni. Hvað sem flaskan innihélt þá virkaði það strax, og fljótlega var hóstahviðan gengin yfir, en Ivy var titrandi. Janice hryllti við kastinu. „Gerist þetta á hverri nóttu?” „Umm,” staðfesti Ivy. „Ekki þó eins slæmtog þetta.” „Þú verður að fara til læknis.” „Allt í lagi.” Ivy kyngdi. „Mamma?” „Já, elskan?” „Væri það ekki yndislegt ef það sem hr. Hoover trúir er í raun og veru satt? Að við höldum öll áfram að lifa að eilífu og deyjum aldrei?” Janice dró Ivy þétt að sér og hvislaði blíðlega: „Jú, elskan, það væri reglulega yndislegt.” Mál verjandans byrjaði á mánudags- morguninn. Janice var ekki í réttar- salnum. Það var ákveðið með samþykki Scott Velies að hún yrði kyrr í Westport þar til Ivy liði betur. Eini fyrirvari Velies var að Janice ætti að vera til taks ef hún yrði kölluð í réttinn. Þegar Brice Mack kallaði fyrsta vitnið sitt fór kliður um troðfullan réttar- salinn. „Ég kalla til vitnis maharisha Gupta Pradesh.” Hávaxinn, grannur, meinlætalegur, klæddur einföldum appelsinugulum viðhafnarfötum. Pradesh var frægur hindúavitringur og koma hans frá Indlandi bara fyrir þetta mál hafði verið boðuð með miklum fréttum. Hann heilsaði Elliot Hoover með breiðu brosi og byrjaði vitnisburð sinn með djúpri, hljómmikilli röddu. Brice Mack hóf yfirheyrslu sína með röð spurninga sem vörðuðu almenn einkenni köllunar hans, trúna sem hann hafði helgaðallt sitt líf. Trúarleiðtoginn fór varlega gegnum margbrotinn vef hindúatrúar, trúar sem var eins fjölbreytt og fólkið sem á hana trúði, en var samt með vissri staðfestu og umfram allt trúin á raunveruleika endurholdgunar. „Varðandi eldurholdgun,” skaut Brice Mack inn i: „Þú talar um raunveruleika endurholdgunar. Getur þú skýrt það nánar?” Hann sneri sér að hinum tólf mönnum og konum í kviðdóminum, sem öll virtust skoða hann með mis- munandi miklum efa og vantrú, og hinn aldraði maður hóf fyrirlestur sinn. • „Stjörnuheimurinn,” byrjaði hann, 44 Vlkan 6. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.