Vikan


Vikan - 07.02.1980, Side 45

Vikan - 07.02.1980, Side 45
„inniheldur mörg svið sem taka á móti sálum þegar þær fara úr líkama við dauða. Það eru mörg stjörnusvið full af stjörnuverum sem hafa komið þangað frá jarðlífi til að dvelja þar i samræmi við skilyrði Karmic...” Gupta Pradesh hélt áfram að út- skýra reglur og ástand „lifs” i stjörnuheiminum og Brice Mack leit á kviðdómendur til að sjá viðbrögð þeirra. Hann var ánægður að sjá meira en helming þeirra hlusta með mikilli athygli. Trúarleiðtoginn sagði frá hvernig sálir sem dveldust á æðri sviðum gætu heimsótt vini sína á lægri sviðum. „Þegar sál óskar að fara aftur til jarðlífs leitar hún endurfæðingar leitar að réttum foreldrum og kringumstæðum til að endurfæðast. Aftur á móti man hún ekkert um fortíðina og nýja jarðlifið gerir sinar eigin kröfur og skilmála og tekur vaknandi barnið inn í svimandi snúning síns eigin skrefs.” Gupta Pradesh tók sér allt I einu málhvíld og virtist í dái ihugunar. Kliður eirðarleysis fór um réttarsalinn. Þegar þögnin hafði varað I minútu, spurði Brice Mack vingjarnlega. „Er eitthvað meira sem þú óskar að bæta við?” Spurningin kom honum aftur til raunveruleikans. „Aðeins þetta,” lýsti trúarleiðtoginn yfir lágum rómi. „Skilaboð að handan. Leiðin er löng. Framfarir eru enda- lausar. Endirinn er góður. Óttist ekki.” Gremjusvipur kom á ringlað andlit Langleys dómara þegarafturvarðþögn. Að lokum spurði hann málaflutnings- mann verjanda: „Einhverjar fleiri spurningar fyrir þetta vitni, hr. Mack?” „Nei, herra dómari.” Dómarinn beindi augum sinum að sækjanda. „Hr. Velie?” „Já, við höfum nokkrar spurningar sem viðóskum að leggja fyrir hann.” Pradesh, sem var fullviss um virðinguna sem lærisveinar hans sýndu honum, setti upp blíðlegan svip til sam- þykkis þegar Velie sneri sér að honum. „Þessi stjörnuheimur eða alheimur sem þú talar um,” hóf Velie mál sitt. „Er hann aðeins yfirskilvitleg ímynd, eins og himinn og helvíti, eða er hann raunverulegur staður?” „Hann er til,” svaraði Pradesh vingjarnlegri röddu. „Og þessar ferðir, hr. Pradesh, sem stjörnuverur fara á lægri svið, hvernig eru þær farnar?” Spurningin kallaði fram tóman, star- andi svip. „Fljúga þær?” ítrekaði Velie. „Hafa þær vængi?” „Sambönd og ferðir frá einu stjömusviði á annað fara fram á fjar- skynjandi hátt, fara hraðar en ljósið.” „Er það satt? Þar sem við erum að tala um ferðalög, má ég þá spyrja hvernig þú komst hingað? Það var ekki á fjarskyniandi hátt.” Framhald í næsta blaði. Dalshrauni 9 Hafnarfirði Sími 54595 ^ 4 Útihurðir — Bílskúrshurðir — Svalahurðir — Gluggar og gluggafög ÚTIHURÐIR bók í blaðformi fæstá næsta b/aðsö/ustað 6. tbl. Vifcan 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.