Vikan


Vikan - 07.02.1980, Síða 47

Vikan - 07.02.1980, Síða 47
Úr nýjum bókum ÞRÚGUR REIÐINNAR Eftir John Steinbeck. Þýðandi: Stefán Bjarman. Útgefandi: Mál og menning. Bandaríski rithöfundurinn John Steinbeck hlaut Nóbels- verðlaunin 1926 og var þar kannski hvað þyngst á metun- um Þrúgur reiðinnar. Baksvið sögunnar eru óskaplegar hrær- ingar í bandarisku þjóðlífi, kreppan upp úr 1930 sem olli því m.a. að heil bændasamfélög flosnuðu upp. Fjársterkir aðilar tóku jarðirnar eignarnámi upp i skuldir og ábúendur neyddust jafnvel til að flytjast búferlum yfir þvert meginlandið til hins auðuga Kaliforníuríkis, lokkaðir af ginnandi auglýsingum. En þegar á leiðarenda kom reyndist veruleikinn allur annar en aug- lýsingarnar sögðu fyrir um. í Þrúgum reiðinnar lýsir Stein- beck þessum stórfelldu þjóð- flutningum, ásamt orsökum þeirra og afleiðingum. Við birtum hér hluta af fjórða kapítula bókarinnar. Tommi var kominn inn í hálfskugg- ann af grisjóttri laufkrónunni, þegar maöurinn loksins varð hans var. Hann hætti að syngja og sneri höfðinu í áttina til hans. Það var mjög langt höfuð, beinabert, með harðstrengdri húð, og sat á mjóum hálsi, sinaberum og vöðvamikl- um, sem einna helst minnti á hvanna- rótarlegg. Hann var stóreygur og út- eygur, svo það strengdist á augnalokun- um utan um augun, og hvarmarnir voru bólgnir og rauðir. Sólbrenndar kinn- arnar voru gljáandi og skegglausar, og munnurinn stór með blendingssvip af kímni og heitum ástríðum. Hvasst arnarnefið strengdi svo fast á húðinni, að hánefið hvítnaði. Það sást ekki svita- vottur á andlitinu, ekki einu sinni á háu, hvitu enninu. Það var svo hátt. að þaði nálgaðist vanskapnað, alsett fínum, bláum æðum á gagnaugunum. Fyllilega helmingur andlitsins var fyrir ofan augun. Stinnt, grátt hárið var strokið beint aftur frá enninu, eins og fingurnir hefðu verið notaðir fyrir greiðu. Hann var i vinnubuxum og blárri skyrtu. Vinnujakki með látúnshnöppum og blettóttur hattur, skorpinn og krump- aður, lágu á jörðinni við hliðina á honum. Strigaskór, gráir af ryki, lágu skammt frá á hvolfi, þar sem þeir höfðu dottið, þegar hann sparkaði þeim af sér. Maðurinn horfði lengi á Tomma. Það var eins og ljósið þrengdi sér langt inn í hin dökku augu hans, og það glitraði á litla gullna bletti i augasteinunum. Háls- vöðvarnir voru dregnir saman í harða hnykla. Tommi stóð kyrr í Ijósrofinu. Hann tók af sér húfuna og þurrkaði sveitt and- litið með henni og kastaði henni svo á jörðina og samanvafinni treyjunni á eftir. Maðurinn, sem lá inni í dimmri for- sælunni, tók efri fótinn ofan af hinum og boraði með tánum ofan í jörðina. Tommi sagði: „Góðan daginn. Helvit- is hiti er þetta.” Maðurinn starði á hann efablandinn. „Er það sem mér sýnist, er það Tommi Sjód yngri — sonur gamla Tómasar?” „Já,” sagði Tommi. „Sá er maðurinn. Ég er á leiðinni heim.” „Þú manst náttúrlega ekki eftir mér lengur,” sagði maðurinn. Hann brosti, svoskein í stórar hrossatennurnar. „Nei, auðvitað ertu búinn að gleyma mér. Þú hugsaðir ekki um annað en draga stelp- urnar á hárinu, þegar ég var að setja í þig heilagan anda. Alltaf skyldirðu hanga í fléttunum á þeim. Nei, þú ert liklega búinn að gleyma því, en ég man það vel. Tvö af ykkur komu samföst til Jesú, af þvi þú vildir ekki sleppa takinu á hárinu á henni. Ég skírði ykkur bæði í einu I áveituskurðinum, rífandi og hvæs- andi eins og tvo ketti.” Tommi horfði á hann undan hálflukt- um augnalokum; svo hló hann. „Nei, það er presturinn. Svei mér, ef það er ekki presturinn. Ég var einmitt að tala um þig rétt áöan — það er ekki meira en klukkutími síðan.” „Fyrrverandi prestur,” sagði maður- inn alvarlegur. „Séra Jim Keisi, útipréd- ikari. Jesúöskrari og skíringameistari. Ég var vanur að kasfylla áveituskurðina svo af iðrandi syndurum, að helmingnum lá við drukknun. En það er af sem áður var,” sagði hann og andvarpaði. „Nú er ég bara Jim Keisi, hef glatað kölluninni, orðinn fullur af syndugum hugsunum — en þær virðast undarlega skynsam- legar.” Tommi sagði: „Það er segin saga, að maður fær alls kyns hugmyndir, ef maður fer að hugsa. Jú, jú, ég held ég muni eftir þér. Þú hélst afbragðs sam- komur. Einu sinni man ég eftir, að þú hélst langa ræðu og gekkst alltaf á höndunum á meðan, öskrandi og jesús- andi hástöðum. Mamma hélt meira upp á þig en aðra presta. Og amma sagði þú værir alveg grálúsugur af heilögum anda.” Tommi þuklaði á pinklinum sínum, fann vasann og tók upp viský- flöskuna. Skjaldbakan fór að sprikla með fótunum, en hann vafði fast utan um hana aftur. Hann skrúfaði hettuna af og rétti flöskuna fram. „Viltu ofur- litið bragð?” Jimmi tók við flöskunni og horfði á hana hugsandi. „Nei, ég prédika ekki oft nú orðið. Það verður ekki mikið vart við heilagan anda í fólkinu lengur, og það sem verra er, hann er alveg rokinn úr mér líka. Auðvitað hristi ég af mér smáræðu einstöku sinnum, þegar ég fæ aðkenningu, eða þá ég les borðbæn þegar fólk býður mér að borða, en ég geri það alveg utan við mig. Ég geri það bara af því, að fólkið býst við þvi.” Tommi þurrkaði sér aftur í framan með húfunni. „Þú ert fjandann ekki of heilagur til að fá þér bragð?” spurði hann. Jimmi virtist nú fyrst sjá flöskuna. Hann hallaði henni og tók þrjá stóra gúlsopa. „Afbragðs drykkur,” sagði hann. „Ætti að vera það," sagði Tommi. „Ósvikið verksmiðjuviský. Kostaði dal.” Jimmi saup á enn einu sinni áður en hann rétti flöskuna til baka. „Þetta rífur í,” sagði hann. Tommi tók við flöskunni, og fyrir kurteisis sakir þurrkaði hann ekki af stútnum áður en hann saup á. Hann settist á hækjur sínar og lagði flöskuna upp við fatapinkilinn. Hann fálmaði með fingrunum eftir kvistpriki til að krota með hugsanir sínar á jörðina. Hann sópaði laufinu af svolitlum bletti og jafnaði moldina. Siðan tók hann að 6. tbl. Vikan 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.