Vikan


Vikan - 07.02.1980, Qupperneq 48

Vikan - 07.02.1980, Qupperneq 48
Úr nýjum bókum teikna strik og litla hringi. „Það er eyði- tími síðan ég hef séð þig,” sagði hann. „Það hefur enginn séð mig í háa tíð,” sagði presturinn. „Ég hef farið einförum og setið og ígrundað margt. Ég er sterkur í andanum ennþá, en það er ekki sami andinn og áður. Ég er farinn að missa trú á ýmsum hlutum. „Hann rétti sig í sætinu. Hönd hans boraði sér eins og íkorni ofan í vasa hans, og dró loks upp svarta og nagaða tóbaksplötu. Hann hreinsaði vandlega af henni strá og kusk, beit svo horn af henni og mjakaði tölunni út í kinnina. Tommi bandaði með prikinu í neitunarskyni, þegar tóbaksplatan var rétt í áttina til hans. Skjaldbakan braust um innan í treyj- unni. Jimmi leit á iðandi böggulinn. „Hvað hefurðu þarna — kjúkling? Þú kæfir hann innan í þessu.” Tommi braut treyjuna fastar saman. „Það er skjaldbaka,” sagði hann. „Ég fann hana á veginum. Gömul karlskjald- baka. Mér datt í hug að taka hana með handa litla bróður mínum. Allir krakkar eru vitlausir i skjaldbökur.” Presturinn kinkaði kolli hugsandi. „Já, allir krakkar eignast einhvern tíma skjaldböku. En öll tapa þau henni fyrr eða seinna. Látlaust sitja skjaldbökurnar um tækifæri til að komast burt, og að lokum finna þær smugu og horfnar eru þær — eitthvað út í buskann. Það er alveg eins með mig. Ég vildi ekki gera mig ánægðan með blessað gamla evangelíið eins og það er. Ég þurfti endi- lega að fara að tosa og toga í það, þangað til ég var búinn að rífa það allt til grunna. Stundum er ég alveg barma- fullur af andagift, en veit ekkert hvað ég á að prédika. Ég finn hjá mér köllun til ÞRÚGUR REIÐINNAR að leiða fólkið, en veit ekkert hvert ég á að leiða það.” „Leiddu það bara alltaf í hring,” sagði Tommi. „Leiddu það út í áveituskurðinn og skírðu það. Segðu því, að það muni brenna í helvíti, ef það hugsi ekki eins og þú. Því í fjandanum skyldirðu þurfa að leiða það i einhverja sérstaka átt? Leiddu það bara eins og það gengur.” Skugginn frá trjábolnum var nú orðinn stærri, og Tommi færði sig feginsamlega inn í hann og settist aftur á hækjur sínar og bjó sér til nýjan, sléttan blett til að teikna á hugsanir sínar. Loðhærður, gulur fjárhundur kom röltandi neðan veginn meö trýnið niður við jörð og tunguna lafandi út úr sér. Hálfhringuð rófan hékk máttlaus niður, og hann blés upp og niður af mæði. Tommi blístraði á hann, en hann varð bara ennþá skömmustulegri og skokkaði áfram án þess að breyta um stefnu. „Hann er að fara eitthvað,” sagði Tommi dálítið von- svikinn. „Kannski er hann á heimleið.” Presturinn var ennþá með hugann við sama efnið. „Fara eitthvað,” át hann upp. „Já, það er rétt, hann er að fara eitthvað. En ég — ég veit ekkert hvert ég er að fara. Ég skal segja þér — ég var vanur að koma fólkinu í svoleiðis trúar- hrifningu, að það hoppaði upp í loftið og talaði tungum og froðufelldi, þangað til það féll loksins í yfirlið. Og suma skírði ég á eftir til að koma heim til sjálfs sín aftur. Og svo — veistu, hvað ég var svo vanur að gera á eftir? Ég var vanur að fara með eina stúlkuna út í grasið og leggjast með henni. Gerði það venjulega eftir hverja samkomu. Svo fylltist ég iðrun og bað og bað, en það gagnaði ekkert. A næstu samkomu, þegar söfnuðurinn og ég vorum orðin alveg barmafull af heilögum anda, fór allt á sömu leið. Mér fannst ég eiga engrar hjálpar von, og ég væri ekki annað en fyrirlitlegur falshundur. En þó veit guð, að mér var ekkert fals í hug.” Tommi brosti, svo að skein í stórar framtennurnar, og hann sleikti á sér var- irnar. „Það er ekkert sem gerir þær eins tilleiðanlegar og heit og kröftug bæna- samkoma,” sagði hann. „Það hef ég sjálfur reynt.” Jimmi hallaði sér áfram. „Það er einmitt það,” sagði hann æstur. „Ég sá það var einmitt þannig, og ég fór að brjóta heilann um, hvernig stæði á þvi.” Hann pataði upp og niður með stórri, beinaberri hendinni, eins og hann væri að klappa einhverjum. „Ég hugsaði á þessa leið: Hér er nú ég að prédika fagnaðarboðskapinn. Og hér er fólkið, hoppandi og hallelújandi af guðrækni. Nú stendur skrifað að freistingar holdsins séu frá þeim vonda. En því fyllri sem stúlkurnar eru af heilögum anda, því áfjáðari eru þær að fara út í grasið. Og ég fór að hugsa um, hvernig í heitasta víti — fyrirgefðu — hvernig i ósköpunum freistarinn kæmist inn í stúlkurnar, þegar þær eru svo sneisa- fullar af heilögum anda, að hann freyðir út um nef og eyru á þeim.” Augu hans skinu af hugaræsingu. Kinnar hans gengu til nokkrum sinnum og svo spýtti hann í rykið, og hrákinn valt og hnoðaði utan á sig rykinu, þangað til hann var eins og þurr, lítill hnöttur. Presturinn rétti út hendurnar og horfði í lófana eins og hann væri að lesa í bók. „Og hér er ég,” sagði hann lágt. „Hér er ég með sálir alls þessa fólks í hendi mér — ábyrgur fyrir þeim og meðvitandi um ábyrgð mína — og í hvert skipti leggst ég með einni af stúlkunum.” Hann leit yfir til Tomma og það var hjálparvana svipur á andliti hans. Það var eins og hann væri að beiðast aðstoðar. Tommi teiknaði itarlega kvenmanns- lágmynd í rykið, brjóst, mjaðmargrind, meyjarbrekku. „Ég hef að vísu aldrei verið prestur," sagði hann. „En ég læt aldrei neitt slíkt fara fram hjá mér, ef tækifæri gefst. Og ég hef aldrei gert mér neina rellu út af því á eftir. Bara verið glaður.” „Þú hefur aldrei verið prestur — það gerir allan muninn,” sagði Jimmi. „1 þínum augum eru stúlkur bara kvenkyn, ekkert annað. 1 mínum augum eru þær heilög ker. Ég var að bjarga sálum þeirra. Og með ábyrgðina á sáluhjálp þeirra hvílandi á herðum mér æsti ég þær upp i froðufellandi heilags-anda- æði, og fór svo með þær út í grasið.” „Ég heid ég hefði átt að vera prestur,” sagði Tommi. Hann náði í tóbak og pappír og vafði sér sígarettu. Hann kveikti í henni og skotraði augunum til prestsins gegnum reykinn. „Það er orðinn tími síðan ég var með stúlku,” sagði hann. „Ég þarf sannarlega að vinna þaðupp.” Jimmi hélt áfram: „Ég hafði svo miklar áhyggjur af þessu, að ég var hættur að geta sofið. Ég sagði við sjálfan mig á undan hverri samkomu: „Nú skaltu sjá, í þetta skipti heldurðu þér frá því, karl minn!” Og um leið og ég sagði það, vissi ég með sjálfum mér, að ég mundi samt sem áður gera það.” „Þú ættir að gifta þig,” sagði Tommi. „Það bjuggu einu sinni hjá okkur prests- hjón um tíma. Þau voru Jehóvítar. Sváfu uppi á lofti, rétt uppi yfir okkur. Þau fengu að halda samkomu á bak við hlöðuna. Við krakkarnir lágum alltaf á hleri. Ég skal segja þér, að næturnar eftir samkomurnar lék allt á reiðiskjálfi hjá þeim.” „Mér þykir vænt um að þú skyldir segja mér frá þessu,” sagði Jimmi. „Ég hef alltaf haldið það væri bara ég einn. Loksins var ég orðinn svo friðlaus, að ég lagðist út til að þrauthugsa ráð mitt.” Hann dró undir sig fæturna og klóraði sér á milli tánna. „Ég sagði við sjálfan mig: „Hvað er það, sem nagar þig? Er það náttúran?” Og ég svaraði: „Nei, það er syndin." Og svo segi ég: „Hvernig getur þvi vikið við, þegar maður er alveg gegnsýrður af Jesú og ætti að vera brynjaður í bak og fyrir gegn syndinni, að einmitt þá skuli maður fara að þukla um buxnalokuna?” ” Hann sló takt með tveim fingrum i lófann á hinni hendinni, § FÉLAG ÍSLENZKRA HLJÓMLISTARMANNA útvegar jyður hljóðfœraleikara og hljómsveitir við hverskonar tœkifœri C ° Vinsamlegast hringið í 20255 milli kl.14-17 4B Vikan 6. tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.