Vikan


Vikan - 07.02.1980, Page 50

Vikan - 07.02.1980, Page 50
 i- Undarleg atvik — Ævar R. Kvaran VERNDAR- ENGILL VITSKERTRA Hvíldardag einn í marsmánuði árið 1841 vardálítil sunnudagaskólakennsla i betrunarhúsi í Austur-Cambridge i Massachusetts i Bandaríkjunum. Kennslukonan var Dorothea Lynde Dix, feimin og veikluleg piparmey af tignustu ættum í Boston. Þegar hún kom heim úr betrunar- húsinu var hún svo hneyksluð og skelf- ingu lostin að henni kom ekki dúr á auga alla nóttina. Ástæðan var sú að i fang- elsinu hafði hún komið auga á hinn hörmulega aðbúnað geðveikisjúklinga, sem voru læstir inn í dimmum og loft- lausum, óupphituðum klefum þar sem frostrósir glitruðu á veggjum og óþrifn- aðurinn var meiri en hjá svínum. Þegar þessi hjartahlýja kona, Dorothea Dix, þannig í fyrsta sinni kynntist perónulega hinum hryllilega aðbúnaði geðveiks fólks í Bandaríkj- unum gjörbreytti það öllu lifi hennar. gaf því tilgang og takmark. Þegar næsta morgun hóf hún óbilandi baráttu sína fyrir því að litið yrði á geðveikt fólk eins og manneskjur. Hún var að vísu ofstækisfull í þessari baráttu sinni en það var snilli blandað ofstæki. Með fyrirspurnum komst hún að raun um að ástand hinna geðveiku í Cambridge var talið fullkomlega eðli- legt. Hin ríkjandi skoðun var sú að geðveikt fólk væri fætt spillt og því var litið svo á að strangt fangelsi væri eina lausnin á þessu máli, og þá öruggast að hinir geðveiku væru hlekkjaðir, já, jafn- vel þeir sem aðeins höfðu snert af geðveiki voru hnepptir í fangelsi. Og það sem var þó enn ljótara, margir fangelsis- stjórar og fangaverðir gerðu sér það að féþúfu að selja fólki aðgang að slíkum vistarverum. Töldu ýmsir lágþroska menn það hina bestu skemmtun að virða fyrir sér æðisleg svipbrigði þessara vesalinga og hlusta á brjálæðishjal þeirra, já, jafnvel æsa þá upp með því að stinga þá oddhvössum spýtum, Þannig var þá menningarástandið í meðferð geðveikra i^ Ba'ndaríkjunum fwrr, ac'jeins, hurjdr^ð ,ög1 fimtntíu, árum. Her1 var sáhnarlega þörþ f*yrir oaráHú- mann til þess að beina athygli fólks að því böli sem leiddi af afskiptaleysi og grimmd. Dorothea Dix tókst þá baráttu á hendur og kom brátt hreyfingu af stað í þessum málum, þar sem barist var i fjörutíu ár af feiknadugnaði og ákafa. Hún hóf starf sitt með þvi áð beina athygli almennings að aðbúnaði hinna geðveiku í Cambridge. Og það kostaði jafnvel mikil átök að þangað fengist ofn til hitunar og heilbrigðismálunum væri nokkur sómi sýndur. Þá virtist ungfrú Dix hverfa alveg af sjónarsviðinu um tíma. Varpaði þá margur opinber starfsmaðurinn öndinni léttara og sama má segja um ýmsa odd- borgara, sem höfðu verið ósparir á að for- dæma „hið ókvenlega hátterni hennar” i málefnum sem óviðeigandi var talið að aðrir fengjust viðen karlmenn. Þótt lítið bæri nú á Dorotheu var hún samt önnum kafin. Án þess að mikið bæri á og í kyrrþey tók hún nú að rann- saka kvalastaðina, sem geðveikt fólk þurfti að gista víða um Massachusetts- fylki. Hún gaf enga skýrslu um niður- stöður þessara rannsókna fyrr en hún hafði fullt fangið af ómótmælanlegri sönnunargögnum og skelfilegri frásögn um en nokkur hefur safnað á einn stað. Þá fyrst greip hún til pennans og skrifaði hið fræga ávarp sitt, MINNI BORGARANNA 1 MASSACHUS- ETTS, þar sem hún hélt fram málstað skjólstæðinga sinna af miklunt hita en næmri dómgreind og rökfimi. „Ég neyðist til jress að leysa alveg frá skjóðunni,” skrifaði ungfrú Dix, „og skýra frá ýmsu sem mun ofbjóða fólki og konur hryllir sérstaklega við. Ég vil nú, herrar minir, í stuttu máli leyfa mér að vekja athygli yðar á ástandi því sem ríkir í þessu fylki i meðferð geðveiks fólks, sem geymt er í búrum, klefum, kjöllurum, hesthúsum og stium — nakið i hlekkjum, hýtt með svipum og barið meðkylfum til hlýðni.” Og ungfrú Dix tókst að draga upp fyrir herrunum i fylkinu mjög raunhæfa og hræðilega mynd af þvi sem hún hafði séð. Á hreinu og sterku máli skýrði hún frá hinum hryllilegu venjum sem tíðkuðust i þessum efnum í fylkinu, sem almennt var álitið bera mestan menningarsvip allra fylkja Bandaríkj- anna. Og hún nefndi nteð nöfnum bæði stofnanir og fórnardýr þeirra. í þurfamannahæli í Denver fann hún unga konu læsta aleina i klefa í útihúsi. „Þarna stóð hún með hárið í flóka og óhrein frá hvirfli til ilja og hékk ýmist á grindunum i þessu búri eða lamdi þær með hnúum og hnefum. Stærð klefans nægði aðeins til að auka óhreinindin. — Þetta var ófögur sjón herrar mínir." Og það fór hrollur um löggjafana. í Newton hafði hún fundið aðra konu sem bjó í nokkurs konar kamri. 1 Gronton fann hún ungling sem bar þungan járnflibba og var hann hlekkj- aður við vegginn með sex feta langri járnkeðju með þykkum hlekkjum. Hún lýsti öllum þessum sérstöku tilfellum og tugum annarra og rak þar hver skelf- ingarskýrslan aðra. Ekkert mál hafði vakið aðra eins eftirtekt á löggjafarþingi Massachusetts síðanárið 1775. Enda var hér ekki til einskis unnið. Löggjafarsamkunda fylkisins samþykkti þegar í stað fjárframlög til þess að koma upp góðum vistarverum fyrir tvö hundruð geðveikisjúklinga í Worchester-sjúkrahúsinu. Og þetta var aðeins upphafið á stórkostlegum umbótum fylkisins i þessum efnum á næstu árum. En ungfrú Dix var óþreytandi í baráttu sinni. Þótt afskipti hennar af opinberum málum væru enn víða illa séð, þá var hún hvött til dáða af ýmsu góðu fólki í Boston, bæði með fjárfram- lögum og á annan hátt. Og ekki hafði hún fyrr lokið að segja opinberum embættismönnum í Massachusetts til syndanna en hún hvarf til Rhode Island og tók að starfa þar með kostgæfni að sömu málum. Og skýrsla sú sem hún birti að lokum þar var jafnvel enn hræði- legri en hin fyrri. 1 Little Compton fann hún Abraham nokkurn Simmons hlekkjaðan á öðrum fæti í múruðum klefa sem var aðeins sjö ferfet. Veggirnir voru tvöfaldir og viður- kenndi vörðurinn að það væri reyndar til þess að hann heyrði síður hin ægilegu vein í Simmons. Þarna var engin loft- ræsting og ekkert Ijós. Þegar ungfrú Dix skoðaði klefann var héla á veggjunum. Kona varðarins sagði henni frá því hlæj- andi að á veturna rökuðu þau stundum feiknum af ísfiögum út úr klefanum/en Simmons hefði aldrei virst neitt kalt! Þessi vesalingur hafði verið dæmdur til að dvelja i þessu víti i þrjú ár! Ungfrú Dix samdi sérstaka grein um Simmons-hneykslið, sem skrifuð var af nístandi háðr"og bar hinn napra titil FURÐULEG LÍFSSEIGLA. Grein þessi birtist i kunnu dagblaði. Hún byrjaði grein sína eins og hér væri einungis um að ræða vísindalegan áhuga en ekki leið á löngu áður en hún hóf lýsingu á þjáningum Simmons og tók Rhode Island-borgara til bæna svo um munaði. Abraham Simmons varð á sömu stundu kunnur píslarvottur um öll Bandaríkin og Rhode Island beið ekki boðanna að feta i fótspor Massachusetts í umbótum á meðferð geðsjúkra. Næst komu svo New Jersey og Pennsylvanía, og að þvi búnu sagði þessi vægðarlausi og óþreytandi kvenskör- ungur vestur- og suðurfylkjunum stríð á hendur, já og jafnvel Kanada! í tuttugu ár, allt þangað til borgara- styrjöldin braust út, var þessi kona á fleygiferð í póstvögnum, gufuskipum, ríðandi og í fyrstu járnbrautarlestunum. r so Víkanb. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.