Vikan


Vikan - 10.07.1980, Blaðsíða 18

Vikan - 10.07.1980, Blaðsíða 18
Framhaldssaga — Hve lengi hafið þér unnið þar? —Tvo mánuði. — Það er ekki langur tími. — Ég mótmæli, herra dómari. — Ég er bara að rannsaka starfsferil mannsins, herra dómari. Hann þykist vera hæfur en getur þó ekki haldið neinni vinnu. Ef vitnið vill reyna að hrekja þessar staðreyndir... — Passar þetta, herra Kramer? — Já, en þetta er ekki allur sannleikurinn. — Ég hef engar frekari spurningar. Shaunessy tók við og reyndi að reisa við álitið á skjólstæðingi sinum. Voru stöðuskipti ekki algeng í starfsgrein jhans, hafði hann ekki unnið sig upp og Jbætt stöðu sina í gegnum árin, var ekki sjálfsagður hlutur að fullorðið fólk ætti sitt félagslíf og leigði sér barnagæslu, og ætlaði hann ekki heim eftir réttarhöldin til að sinna þörfum barnsins síns eins og hann hafði gert allt frá þeirri stundu er fyrrverandi eiginkona hans yfirgaf hann? Lögfræðingur stefnanda átti rétt á frekari gagnspurningum. — Herra Kramer, lá ekki einu sinni við að sonur yðar missti annað augað í yðar umsjá? Andartak var eins og Ted skildi ekki spurninguna. Þau ætluðu að færa sér slysið í nyt. — Ég er að spyrja yður, herra Kramer. Slasaðist barnið ekki i yðar umsjá þannig að hann mun ætíð bera þess merki? Ted fann til líkamlegrar vanlíðunar. Hann leit á Jóhönnu. Hún huldi andlitið í höndum sér. — Ég mótmæli, herra dómari. Mál- flutningsmaðurinn spyr spurninga sem koma þessum réttarhöldum ekkert við. — Barnið skarst illa í andliti í umsjá vitnisins og ber nú ör eftir það. — Eigið þér við 'að hér geti verið um vanrækslu að ræða? — Já, herra dómari. — Ég skil. Jæja, þér verðið að færa einhverjar frekari sönnur á það. Hafið þér einhver áþreifanlegri sönnunargögn sem styður að um vanrækslu geti verið að ræða? — Nei, herra dómari. En... — Þetta er bara einstakt óhapp. Nema þér getið fært ^önnur á annað, mál- flutningsmaður. — Neitar vitnið að slys þetta hafi komið fyrir? — Nei, málflutningsmaður. Ég get ekki tekið slíkar spumingar til greina. — Þá hef ég lokiðspurningum minum. Ted yfirgaf vitnastúkuna, honum leið enn illa. Hann gekk hægt til Jóhönnu og staðnæmdist fyrir framan hana. — Þetta er það auvirðilegasta, Jóhanna. Þaðauvirðilegasta... — Mér þykir þetta leitt, sagði hún. — Ég minntist bara aðeins á þetta. Eg hélt ekki að hann mundi nota þetta gegn þér. — Jæja? — Trúðu mér, Ted. Ég ætlaðist aldrei til að þetta yrði notað. Aldrei. Hún hafði sýnilega misst stjórn á því sem hér fór fram. Þau höfðu hvort sinn lögfræðinginn og lögfræðingar beittu isínum eigin brögðum. Þessi brögð virt- ust óháð lífinu sjálfu og nú voru báðir aðilar búnir að særa og verða sárir. Yfirheyrslunum lauk með þvi að báðir lögfræðingarnir rifjuðu upp öll aðalatriðin í málinu. Stefnandi og stefndi mundu ekki fá orðið framar í réttarsalnum, hvorki til að talast við eða beina máli sinu að dómaranum. Mál- flutningsmaður stefnanda lagði aðal- áhersíuna á móðurkærleikann, „þetta einstæða, skapandi afl i lífinu sem ekki stóðst neinn samanburð við annað”, eins og hann orðaði það. Hann bætti við „að það væri óeðlilegt að skilja svo ungt barn frá móður sinni, óeðlilegt að láta föðurnum eftir forræði barnsins, þegar móðirin væri svo greinilega fær um að hafa það, þegar hún væri tilbúin til að láia þvi alla ást og umönnun í té sem aðeins móðir getur veitt”. Málflutnings- maður stefnda tefldi aftur á móti fram föðurkærleikanum. — Föðurástin er sterk tilfinning, sagði hann. — Hún getur alveg verið jafnsterk og móðurástin og það hefur sannast best hér í þessum réttarsal. Hann bætti við að þetta ætti sér- staklega við um föðurást Teds Kramers. — Það væri grimmdarlegt og óréttlátt að skipta um forræði barnsins I þessu tilfelli, sagði hann. — Barnið ætti að fá að vera um kyrrt á indælu heimili elskandi föður, föður sem hefur með eigin lífsháttum best sannað hæfni sína til að hafa forræði barnsins. Svo var öllu lokið. Það yrði dómarans að skera úr um málið. Hann átti eftir að fara yfir alla vitnisburði, síðan yrði hann að taka tillit til bæði staðreynda og laga og kveða upp úrskurð sinn. 1 þess- um réttarhöldum var enginn harmrænn hápunktur. Enginn biði dómsins með hnyklaðar brúnir og hendurnar krepptar á borðbrúninni eins og i þeim kvikmyndum, sem fjölluðu um mála- ferli. Úrskurðurinn yrði aðeins birtur i Lögbirtingi sem síðan yrði sendur lög- fræðingunum. Þeir mundu svo sjá um að láta skjólstæðinga sína vita. Tilkynningin um það hvoru foreldrinu bar barnið yrði stutt og kuldaleg — en réð örlögum þess um aldur og ævi. NÍTJÁNDI KAFLI Hann þorði ekki að vera fjarri símanum í meira en kortér í senn. Hann var líka nokkurs konar upplýsinga- miöstöð fyrir annað áhyggjufullt fólk. Á meðal þeirra var móðir hans, sem hringdi daglega frá Flórída. — Hefurðu frétt nokkuð? — Nei. Ég læt þig vita. — Þú lætur mig vita. — Mamma, þú dregur nú ekkert úr taugaálaginu með þessu móti. Þú ættir kannski að hringja í hana. — 1 hana? Ég mundi aldrei hringja í hana. Ég hringi í þig. Hann lifði aftur upp öll réttarhöldin, reyndi að ráða í kænskubrögð lög- fræðinganna, gagnrýndi eigin svör í vitnastúkunni en var að lokum ánægður með úrslit mála. Næstu daga hegðaði hann sér eins og lýst hafði verið í réttarhöldur.um sem var hin venjulega hegðun hans. Hann eyddi dögunum á vinnustað og kvöldunum heima með syni sínum. En timinn leið miklu hægar en venjulega, hægar en á tímum atvinnuleysis hans, jafnvel enn hægar en fyrstu þrjár vikurnar í Fort Dix þegar skipunarbréfið hans fannst ekki og hann eyddi tima sínum á móttökuskrifstofunni. Hann var opinberlega í hernum, en þessi tími yrði ekki dreginn frá herskyldutima hans. Þetta var eitthvað álika, nei enn verra — tími sem hafði enga þýðingu utan biðarinnar eftir úrskurði dómarans. Afmælisdagur Washingtons nálgaðist og það þýddi þriggja daga frí. Larry og Ellen buðust til að opna hús sitt á Fire Island. I húsinu var hvorki rennandi vatn né hiti svo þau ætluðu að nota það eins og tjaldstað og sofa í svefnpokum. Billy kallaði þetta „mikið ævintýri” og Ted fékk þannig tækifæri til að eyða langri helgi fram á næsta vinnudag. Biðin eftir símhringingu frá lög- fræðingrium yrði léttari. Eftir því sem nær dró ferðinni því minni varð hrifning hans yfir að sofa í óupphituðu sumarhúsi við sjöinn að vetrarlagi en Billy hlakkaöi mikið til. Hann gætti þess vel að eiga nýjar rafhleðslur í vasaljósið sitt svo hann gæti séðskunkana og þvottabirnina fyrir utan húsið á nóttunni og brýndi plast- skátahnifinn sinn svo hann gæti barist við villta birni. Ted skemmti sér við að ímynda sér ný réttarhöld sem byggðust á þessari nýju fórn hans — að drepast úr kulda fyrir barn sitt. Föstudaginn áður en haldið skyldi úr bofginni hringdi lögfræðingurinn hans. — Ted, þetta er John. — Já? — Úrskurðurinn er kominn, Ted. — Já? — Við töpuðum. — Ó, Jesús... — Mér þykir þetta leiðinlegra en orð fá lýst. — Ó, nei! — Dómarinn féll fyrir móðurkær- leikanum, alveg frá fyrstu byrjun. — Ó, nei! Mér finns-l hjarta mitt vera að bresta. — Ég tek þetta líka ákaflega nærri mér. Mér þykir þetta afar leitt, Ted. — Hvernig gat hún unnið? Hvernig? — Hún er móðirin. Móðirin vinnur 1 90% tilfella. Sú prósentutala er jafnvel hærri þegar um lítil börn er að ræða. Mér fannst bara að í okkar tiífelli ættum viðdálitla möguleika á aðvinna. — Nei. — Þetta er hræðilegt. — Ég hef tapað honum? Ég hef glatað honum? — Við reyndum, Ted. — Þetta er ekki réttlátt. — Ég skal lesa fyrir þig úrskurðinn. Hann er því miður alveg eins og flestir aðrir í svona málum. I málinu Kramer gegn Kramer er stefnandi móðir barnsins, Williams, sem er fimm og hálfs árs gamall. Móðirin vill í þessu máli ná umráðaréttinum yfir barninu frá föðurnum, en það hefur verið hjá honum í eitt og hálft ár eftir skilnað foreldranna. Rétturinn tekur tillit til þess hvað barninu er fyrir bestu og dæmir eftir því. Þar sem barnið er svo 'unét'er það best ktjmið i umsjá móður sinnar. Stefnandi á nú lögheimili á Manhattan og hefur gert ráðstafanir til að skapa barninu hentugt heimili. Rétturinn telur fyrri ákvörðun um umráðarétt ekki geta ráðið úrslitum i þessu máli, sjá málið Haskins gegn Haskins. Móðirin var undir þungu álagi i hjónabandinu en virðist nú hæf og á- byrg sem foreldri. Faðirinn virðist lika vera hæfur og ábyrgur aðili. Þar sem bæði eru þannig talin hæf verður rétturinn að velja á milli, sjá málið Burney gegn Burney. Rétturinn ákveður að það sé barninu fyrir bestu að það sé dæmt stefnanda, sjá málið Rolebine gegn Rolebine. Dómur þessi tekur gildi frá og með mánudeginum 16. febrúar. Stefnda er ætlað að greiða 400 dali á mánuði í meðlag með barninu og á rétt á að umgangjjkt það eftir því sem hér segir: Á sunnudijgum frá klukkan 11 að morgni jtil 5 siðdegis. F.innig tvær heilar vikur í Ijúli eða ágúst. Honum er ekki gert að 'greiða kostnað af máli þessu fyrir hönd stefnanda. — Þannig hljóðar þetta Ted. — Svo að það hljómar þannig? ' Og hvað fæ ég? Sunnudaga frá klukkan 11 að morgni til 5 síðdegis? Er þetta sá timi sem ég fær að vera með barninu minu? — Að minnsta kosti þarftu ekki að greiða hennar hlut af málaferlunum. — Hvada máli skiptir það? Ég hef glatað honum. Ég hef glatað honum. — Ted, þú getur haldið áfram að vera hluti af lífi hans ef þú vilt. Stundum lenda foreldrar i hörkudeilum vegna umráðaréttar og sá sem tapar málinu fær kannski ekki einu sinni að sjá bamið eftir það. — Við verðum hvort sem er eins og tvær ókunnugar manneskjur. — Ekki endilega. — Mánudagur — frá og með næsta mánudegi. Þaðer núna strax. — Þetta þarf ekki að vera fyrir fullt og 18 Vikan 28. tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.