Vikan


Vikan - 10.07.1980, Blaðsíða 29

Vikan - 10.07.1980, Blaðsíða 29
Ljósm.: K.H. Veitingasalurinn er á annarri hæð hins 300 ára gamla húss. eggjum og kryddi, steiktar í olífuoliu. þéttar í sér og vel heitar, bornar fram með tómatbátum, salatblaði, sýrðri gúrku og áðurnefndu heitu „pita”. Homus á 21 krónu var enn einn for- rétturinn. Það var baunasalat með kryddi, steinselju og olífuoliu og borið fram með heitu „pita”. Þetta minnti dá- lítið á hið gríska taramosalata, sem þó er búið til úr hrognum, en ekki baunum. Tahiná 21 krónu var forréttur. gerður úr blöndu sesamfræja, olífuolíu. hvít- lauk og öðru kryddi, borinn i'ram með heitu „pita". Falaffel á 21 krónu var siðasti forrétt urinn, sem ég prófaði. Það voru bauna- bollur, steiktar I olífuolíu. bornar fram með heitu „pita”. Þetta voru allt góðir forréttir. en best var þó kuftan. Persa- bollur Lamba-shislik á 41,59 krónur var einn aðalréttanna. Það voru kjötbitar og laukgeirar á tveim teinum, borið fram meb blaðsalati og hóteismjöri. bakaðri kartöflu og heitu snittubrauði. Svína-shislik á sama verði var ná kvæmlega eins réttur, nema svinakjöt i stað lambakjöts. Kebab á 41,50 krónur eða Persabollur voru aflangir. þéttir sköndlar úr nauta- hakki, bragðsterkir vel, bornir frani með salatblöðum, rauðurn hrisgrjónum og ís bergssalati. Hægt er að fá eitt spjót af lambakjöti. annað af svínakjöti og einn nautahakks- sköndul á 56 krónur. ef menn vilja prófa sem flest. Það heitir „mixed grill” á mat- seðlinum. Mér fannst svínashislik og kebab gott, en lambashislik miður. Grænar fíkjur á 23,50 krónur voru meðal eftirrétta. Þær voru ferskar. born ar fram með vanilluís. þeyttum rjóma. hnetum og rommsirópi. mjög góðar á bragðið. Rauðar plómur á 23.50 krónur eru einnig meðal eftirrétta. Þær voru fersk- ar, bornar fram með sama meðlæli og fíkjurnar og jafngóðar á bragðið. Fyllt epli á 17 krónur var þó besti eftirrétturinn. Það var fyllt rúsínum og hnetum. bakað og borið fram með blöndu af sýrðum rjónta og þeyttum rjóma. Flest vín Jacob's eru frá Ísrael. Hálf flaska af hálfsætu C'armel Hock hvitvini kostaði 28 krónur. heil fiaska af þurru C'abernet Sauvignon rauðvíni kostaði 67 krónur og hálf flaska af hálfsætu Carmel Adom Atic rauðvini kostaði 28 krónur. Glas af sætu Muscatel eftirréttavini kostaði 10 krónur. Þetta voru sæmilegir drykkir. en ekkert sérstakir. Helstu kostir Jacob's BarBQ eru tveir. Í fyrsta lagi fæst þar ekta Ísraelsmatur eða eins og hann gerist við Miðjarðarhaf austanvert. Og í öðru lagi er skemmti lega notalegt andrúntsloft i þessu 300 árágamla húsi mitt i hringiðu nútimans I Árósum. Samsæri gegn Struense Að lokum fylgja hér þrjú vers, sem letruð eru á plötu í áðurnefndum undir gangi. Þau eru svo sem ekki merkileg. en sýna þó. að Danir hafa lag á aó vera frumlegir, þegar þeir þurfa að setja upp minningarskjöld: „Gak under portens stokværk — i Vestergade 3 og lyt til seklers tale — luköjetopogse man rejstedisse mure — af btndingsværk dengang da Frederik den fjerde — var drot i Dannevang. Og her har rört sig mere — end munter tidsfordriv da Struense i sin tid — blev skilt fra hals og liv var rænker mod ham smeded — om brug af öksens vold hos herskabshusets ejer, grev Magnus Beringskjöld. Han byggede i gaarden — den kolde dybe brönd hvor muligvis hans fjender — har tvættet deres synd men du kan roligt komme — og se hans brönd i fred thi ingen bliver ombragt — af gaardens klokkesmed.' Jónas Kristjánsson. (Jacob's BarBQ. Vestergade 3, simi 12 20 42, opiðalla daga vikunnar.l í næstu Viku: Kellers Gaard 28. tbl. Vikan 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.