Vikan - 10.07.1980, Blaðsíða 43
með þrettánmenningunum. Það er fylgst
með þeim á hótelunum, á leiðinni á flug-
völlinn, jafnvel i flugvélunum. 1 hverju
einasta flugi kemur einhver farþegi á
siðustu stundu, eða þá að þar er auka-
flugþjónn. 1 London taka við þeim
styrktar sveitir OIB og halda áfram að
fylgjast jafngrannt með þeim og ekki
síður laumulega.
Nú er klukkan 11.55 og Dave Farmer
er í æfingalauginni í Westminster lög-
regluhverfinu. Með honum er Bernie
Pyle, gamalreyndur eftir þúsundir leitar-
ferða í vatni, núorðið köfunarkennari af
fyrstu gráðu.
Kveðjuorð Pyle fóru ekki á milli
mála.
„Almáttugur, Dave, er ekki orðið of
seint fyrir þig að byrja aftur í skóla?”
„Engin fleðuorð, Bernie. Segðu mér
bara, hvem andskotann ég á að gera.”
Honum gengur ekki sem verst, þegar
miðað er við, hvað langt er síðan hann
synti síðast í búningi og meðskutulbyssu
í hendi gegnum tært og bjart vatnið milli
Paphos og Episkopi. En það eru
hyldjúpar gloppur I kunnáttu hans.
„Þú ert óður! Það er eitt hérna I
lauginni. En almáttugur, maður minn,
það verður dimmt! Skilurðu það ekki?
Þetta er sjálfsmorð —”
„Ég hætti bara eigin skinni,” svarar
Dave þolinmóður.
En hann er ekki eins öruggur og hann
vill vera láta.
12.00 (hádegi).
Linckelmann og Wilm eru fyrsjtir til
London. Á flugvellinum tekur á móti
þeim límósína með einkabílstjóra og
flytur þá til þakibúðar í Ducane
Gardens, skammt frá höllinni. Þar slást
Kroll-bræður og Leopold Marsini prins í
hópinn.
1 báðum stjórnstöðvarherbergjunum
tveim, öðru við Boulevard Pasteur og
hinu í New Scotland Yard, eru lituð
flögg hreyfð til á Evrópukorti.
12.44 til 12.48.
Þyrla flýgur tvisvar yfir Vail Park, en
heldur svo áfram í áttina til sjávar. Mike
Benson heyrir til hennar. Sömuleiðis
Júlían í búrinu hjá honum, Hún reisir
höfuðið og hallar undir flatt, þar til
hljóðið er dáið út.
12.55
Dave er kominn upp úr vatninu. Nú
er hann búinn að kafa sex sinnum með
súrefnisgeymi, þrisvar skemur en tvær
minútur, þrisvar í tíu.
Bernie hristir höfuðið.
„Þú ert hress,” segir hann.
„Almáttugur, þú ert hress. En ég gef
samt ekki túskilding fyrir möguleikana,
sem þú hefur í ensku stöðuvatni og það
að næturlagi. 1 almáttugs bænum, getur
ekki einhver annar farið? Yngri maður,
sem hefurreynslu?”
_ „Ekki þá reynslu, sem við þurfum að
nota. Trúðu mér, það verður allt i lagi
með mig. Getum við farið aftur niður?”
„Með einu skilyrði. Þú tekur mig með
þér í hópnum. Drottinn minn dýri,
Dave, þú þarft að hafa fóstru með þér.
Fóstru í köfunarbúningi. Einhvern til
að halda í höndina á þér og ýta rassinum
á þér úr hættu.”
„Það verður allt í lagi með mig.”
„Engin fóstra, engin köfun.”
Ég ræð þessu ekki. Stjórinn —"
„Við förum þá og hringjum i
stjórann. Þú, ég og hann i notalegu
þriggja manna rabbi. Þá förunt við >
kannski þarna inn aftúr. Okei?.”
„Ókei. En hann segir nei. Það er þeg-
ar búið að velja hópinn.”
„Við getum bara reynt,” segir Bernie.
Þeim léttir báðum þegar Talbot
reynistsegjajá.
13.50.
Alfredo Ranieri og Vittorio Campari
slást í hóp mannanna sex í þakíbúðinni.
Tvær veifur enn eru færðar til á kortinu,
í þetta sinn frá Amsterdam til London.
Upplýsingamiðstöðin tilkynnir að
eigandi þakíbúðarinnar og reyndar stór-
hýsisins alls sé Vail Park Estates
Limited.
Uti fyrir liggur flókinn en ósýnilegur
öryggisstrengur um svæðið.
13.55.
Hin blinda lafði Ritzell sagði, þegar
hún færði þeim morgunverðinn: „Þið
ættuð að borða. Þið bæði. Það verður
nógaðgeraáeftir.”
En það hefur fátt rofið svipleysi
morgunsins. Hann hefur lengst af sofið.
12.44 fór þyrlan yfir Vail Park, en hver
var í henni og hvað hún hugðist fyrir gat
hann ekki ímyndað sér. Þeim var færður
meiri matur, og þau átu bæði og drukku.
Nú var blinda konan komin eftir bakk-
anum, og hann tekur eftir því, hve
þvinguðhún virðist.
„Hvaðer aðske?”
„Ég veit þaðekki.”
Hún tekur upp bakkann og gengur til
dyra.
„Ekki fara!”
„Ég verð. Þeim geðjast ekki að því, ef
„Þú sagðir, að það yrði margt að
gera.”
„Það gæti vel farið svo. Þú kemst
nógu snemma að því.”
Hann reynir að halda aftur af henni,
en hún fer og dregur fæturna á eftir sér á
sinn sérkennilega hátt. Enn á ný eru þau
ein. Leven lítur snöggvast inn, en segir
ekkert. Júlían reynir að koma honum til
við sig og endurtaka ástarleikinn, en
hann er ekki tilkippilegur og ýtir henni
frá sér.
„1 almáttugs bænumV’ segir hann
upphátt. „Hver andskotinn gengur á?"
Og eitthvað er í rödd hans, sem kemur
Júlíunni til að skreiðast út i fjærsta
hornið á stíunni. Hann er skyndilega
heltekinn bræði og vonbrigðum og
grípur í rimla búrsins, meðan hann
öskrar eins hátt og hann frekast getur:
„Hleypið mér út! Hleypið mér héðan út!
1 Guðs almáttugs bænum, hleypið mér
út!”
En enginn svarar.
Jafnvel blinda konan birtist ekki
aftur.
Hann hrópar um stund, þar til algjört
tilgangsleysi þess þaggar loks niður í
honum. Þeir hleypa honum út, þegar
þeir eru tilbúnir, fyrr ekki.
En hvar í andskotanum er Wall? Og
OIB?
14.00.
Emilo Vespucci, aðalhönnuður SMA
Milano, kemur til New Scotland Yard
með teikningarnar af plasthvelfingunni.
14.25.
í Ducane Gardens eru tveir menn
niðursokknir i samræður nálægt
inngangi hússins, þar sem þakibúðin er.
Þetta eru eldri menn, hvítir fyrir hærum
og hægir í máli. Leigubíll staðnæmist við
gangstéttarbrúnina. Einkennisklæddur
dyravörður kemur til að opna dyrnar.
Lágvaxinn. dökkhærður maður með
gleraugu stígur út, lítur snöggvast á
mennina tvo og gengur hratt inn í and-
dyrið. Leigubillinn ekur burt. Mennirnir
tveir kveðjast með handabandi og ganga
hægt hvor í sína áttina. Annar þeirra fer
inn í símaklefa í næstu götu og hringir
í'númer, sem ekki finnst á skrá.
„Acme verslunarfélagið,” svarar rödd
á hinum enda línunnar.
„Þetta er Bob. Ég ætla að staðfesta
nýja sendingu.”
„Hvaða hlutatala?”
„Tólf.”
„Tólf. Ókei, Bob. Skráð, og þakka þér
fyrir.”
1 sérlegu stjórnherberginu, sem sett
hefur verið upp fyrir Operation Web, er
fingri rennt niður eftir lista. Númer tólf
er André Cairol frá Crédit Moudonnais
á Quai Gustave-Ador í Genf.
Operation Web? Stytting úr webfoot
(sundfit) og lýsir aðgerðinni jafnframt
ágætlega eitt sér.
16.27.
Larsen kemur frá Belgrad og er fluttur
til þakíbúðarinnar. Tíu mínútum síðar
kemur Theodoros Papagos og hleypur
inn í húsið.
18.13.
Géracault og Sorel koma í
þakíbúðina.
Talan er nú full.
Á mínútunni 18.52 ekur bilaleigubill
inn eftir Ducane Gardens. Hann nemur
staðar skammt frá innganginum i húsið.
Sex mínútum síðar koma þrettán menn
niður á götuna, hattarnir dregnir niður
yfir augun, frakkakragarnir uppbrettir.
Þeir setjast inn í bílinn og vagninn ekur
af stað út í umferð kvöldsins.
Hann stefnir í suðurátt, í gegnum
Mitcham og Sutton, og beygir eftir
Reigate-vegi yfir Burgh Heath. Og
hvern þumlung leiðarinnar er fylgst
vandlega með honum. Það er ekki fyrr
en hann nálgast sveitamörkin og
kominn langt þar framhjá, sem hann
ætti að beygja í átt til Vail, að mennirnir
i stjórnklefa Operation Web byrja að
koma vaxandi efasemdum sínum í orð.
20.02 beygir vagninn inn í Sussex-sveit.
Ef hann heldur þessum meðalhraða,
verður hann kominn til Brighton eftir
fjörutíu mínútur. Eða jafnvel skemmri
tíma.
Reg Collins starir á depilinn sem
hreyfist eftir skerminum í stjórnklef-
anum, rétt eins og hann vilji þvinga
hann til að breyta um stefnu. Jafnvel nú.
„Svo það er ekki Vail. Það er einhvers
staðar I andskotanum annars staðar.”
Hann virðist þvinga orðin út á milli
herptra kjálkavöðva sinna. „En hvar? í
Guðs bænum, hvar?”
Umhverfis Vail Park er þegar farið að
safna liði, þegar síðasta dagsskíman
hverfur af himninum.
1 dimmum skugganum undir trjánum
fyrir utan vegginn liggja elskendur I
faðmlögum, reiðubúin að spretta á
fætur, þegar flugeldi verður skotið á loft.
Skammt frá bústöðunum fela menn í
grófgerðum sveitaklæðum sig í kjarrinu
og fylgjast með hliðunum. Farartæki,
sem eru ekki merkt lögreglunni, eru á
víð og dreif, að því er virðist af handa-
hófi. Þarna hefur verið lagt sendiferðabíl
með tólf mönnum földum. Þarna er síð-
búinn hópur í skógarferð og situr að
drykkju í húminu. Bílar búnir ljósköstur-
um eru reiðubúnir til notkunar. Öll
farartækin snúa í þá átt, sem flug-
eldinum verður skotið úr. Ef honum
verður þá skotið á loft.
Talbot segir: „Það er annar
möguleiki.”
„Hvað, herra? Jesús minn, hvaða
annar möguleiki er? Þeir hafa aldrei
horfið úr augsýn.”
„Þú hefur á réttu aðstanda þar.”
Mílu sjávarmegin við Handcross
tekur ökumaðurinn á gráa jagúarnum,
sem hefur nokkra hríð verið að reyna að
komast fram úr litla hópferðabílnum,
skyndilega ákvörðun. Hann æðir fram
úr á miklum hraða, hliðrar til, svo hann
rekist ekki á bil, sem kemur á móti en
ætlar sér ekki nóg rúm. Til að bæta gráu
ofan á svart bremsar hann snöggt, og
vagninn rekst á hlið hans. Gler brestur
og báðir bílarnir staðnæmast.
Allt fer fram eins og venja er við
bifreiðaárekstur, en skemmdirnar eru
því sem næst engar. Óeinkennisklæddi
lögregluforinginn i gráa jagúarnum er
vanur rallí-ekill og ómeiddur. Hópferða-
bíllinn hefur tæpast fengið skrámu. En
fáeinum mínútum eftir áreksturinn til-
28. tbl. Vikan 43