Vikan - 10.07.1980, Blaðsíða 10
Luxembourg
Valgeir Sigurðsson er ekki nema rétt
liðlega þrítugur en hefur þó sl. 4 ár rekið
veitingastaðinn Loch Ness i Luxem-
bourg, ásamt félaga sínum, við miklar
vinsældir. Sá staður sérhæfði sig í mat
þeim sem kallaður er „Kentucky Fried
Chicken” i Ameríku og runnu kjúkling-
arnir hans Valgeirs jafnvel ofan í Lux-
emborgara og þeir hafa runnið ofan í
Bandaríkjamenn í áraraðir. En Valgeir
söðlaði um þegar leikurinn stóð sem
hæst, seldi staðinn og tækin fóru heim til
Islands þar sem þau nú grilla kjúklinga
og kartöflur í veitingastaðnum Nessy i
Reykjavík. Sá staður mun vera nokkuð
likur því sem Loch Ness var í Luxem-
bourg. Enda nafnið þaðsama.
Valgeir er nú að opna annan stað í allt
öðrum stil í hjarta Luxembourgar. Sá
mun bera nafnið ,,The Cockpit-lnn” sem
á íslensku mundi þýðast: Flugstjórnar-
klefakráin. Staðurinn ber nafn með
rentu því kráin er innréttuð nánast eins
og flugstjórnarklefi i flugvél, gestir sitja
við barinn i flugstjórasætum, hæðar- og
þrýstingsmælar upp um alla veggi, bjór-
inn streymir úr stjórntækjum flugvélar
og svo geta gestir gripið í sveigjanleg
flugvélastýri þegar þeir lenda í niður-
streymi og fara að rugga — likt og gerist
á góðum krám. En „The Cockpit-Inn" er
meira en bara krá. Þar er einnig mat-
salur fyrir 100 manns, innréttaður eins
og matsalir voru í skipum hér á árum
áður og svo eru 8 hótelherbergi á efri
hæðinni. Fínt skal það vera — „allt
fyrsta flokks nema verðið sem er aðeins
skynsamlegt," svo notuð séu orð Val-
geirs sjálfs.
Risaeldhús, 28
klósett og neyð-
ardyr á hverjum
vegg!
„Það er ekki hægt að likja þvi saman
að reka veitingahús hér eða þá heima á
Islandi." segir Valgeir. „Á meðan lög-
reglustjóraembættið og heilbrigðiseftir-
litið heima eru að vasast ofan i öllu með
reglugerðir sinar þá er nær útilokað að
veitingahúsdæmi gangi upp nema þá
með einhverjum heljarmiklum iburði,
margra metra lofthæð i eldhúsum, 28
klósettum og neyðarútgöngum á
hverjum vegg. Hvað halda eiginlega
mennirnir að matsala sé?
Á fjögurra ára ferli minum sem veitinga-
maður i Luxembourg hef ég aldrei orðið
var við neitt eftirlit nema hvað einú
sinni kom það fyrir að ferðaskrifstofa
við hliðina á okkur kvartaði yfir því að
lykt af frönskum kartöflum bærist inn til
þeirra í vissri vindátt. Við björguðum
því vandamáli með einum smástrompi.
Ef þetta hefði komið fyrir veitingamann
i Reykjavík hefði hann líklega verið lög-
sóttur, misst veitingaleyfið og líf hans
lagt i rúst. Nei — þetta eru kannski
ýkjur. . . en svona er stefnan á Íslandi.
Annað sem gerir veitingarekstur auð-
veldari í Luxembourg er að hér erum við
ekki með stéttarfélög eins og þau þekkj-
ast heima og það er mikill kostur að
þurfa t.d. ekki að vera með þjónamafí-
una á bakinu allt árið. Til mín ræð ég
fólk sem kann til verka, þjálfa það upp í
að matreiða matseðil minn og svo er
bara unnið og allir eru ánægðir. Svo má
líka nefna „smáatriði” eins og að þegar
maður gerir viðskiptasamning við bjór-
fyrirtæki þá sér það um að kosta og
koma öllum tækjum fyrir, s.s. bjórdæl-
um, vöskum, flísum og svo fær maður
fyrstu sendinguna fría. Þessari þjónustu
fylgja engar kvaðir nema þær að hafa
eingöngu bjórinn þeirra á boðstólum —
og það er allt i lagi ef bjórinn er góður á
annaðborð.”
Talandi um borð, bjór og bari þá er
barborðið í „Cockpit-Inn” kránni afar
sérstætt. I stað þess að nota glerplötu
eða lakkaðan við i plötuna þá hefur Val-
geir raðað tiu-króna mynt á borðið og
verður úr einn skinandi bar. 600 tíkalla
þurfti i plötuna og er hún fyrir bragðið
langtum ódýrari en nokkurt annað borð
á markaðnum. Auk þess minnir það
óneitanlega á lsland.
„Nei, ég hef engan áhuga á að flytja
heim við óbreyttar aðstæður," segir Val-
geir með áherslu, „en ég myndi skipta
um skoðun ef þeir leyfðu bjórinn. Bjór-
krár eru nefnilega min sérgrein og ég
myndi rjúka upp til handa og fóta og
opna eina slíka í Reykjavik. Planið er
alveg tilbúið, ég er meira að segja búinn
að finna húsið. Að vísu er það norður á
Siglufirði, þar sem ég er uppalinn, en
það ætti að vera hægt að flytja það til
höfuðborgarinnar og koma þvi fyrir á
sæmilegum stað. Siðan myndi ég inn-
rétta það eins og síldarplönin í gamla
daga. Þá yrði nú aftur kátt á planinu.”
í stað ríkismötu-
neytanna gætu
komið 150 nýir
veitingastaðir í
Reykjavík einni
Valgeir er ekki svartsýnismaður eins
og nærri má geta. Hann hefur trú á þvi
að þau skilyrði geti skapast á íslandi að
grundvöllur verði fyrir rekstri veitinga-
ÍO ViKan 28. tbl.