Vikan


Vikan - 30.10.1980, Qupperneq 6

Vikan - 30.10.1980, Qupperneq 6
Að tjaldabaki í Holiywood Hin guðdómlega Garbo. Hver skyldi trúa því að hún vseri i snjóðum inniskóm innanundir? Gréta Garbo að tjaldabaki Breski kvikmyndaleikarinn David Niven er einn þeirra manna sem er alltaf öðru hverju inni á gafli á heimilum manna. Kvikmyndirnar sem hann hefur leikið í eru margar og andlit hans sérkennilegt. Þó hefur hann oft verið talinn hinn dæmi- gerði Breti sem lætur sér fátt um finnast. í því hlutverki hefur hann orðið einna þekktastur. Hver man ekki eftir Phileas Fogg úr myndinni ,,Umhverfis jörðina á 80 dögum ”? Hitt vita fœrri að Niven er vel pennafær maður og hefur þegar skrifað tvær metsölubækur. í annarri þeirra fjallar hann mest um lífið I Hollywood og gefur bæði litríkar og skemmtilegar lýsingar á fólki sem í senn er manni nákunnugt og fjarlægt. Bókin nefnist ..Bring on the Empty Horses". Sjálfsævisögu sína nefnir hann hins vegar „ The Moon ’s a Balloon Meðal þeirra sem Niven kynntist nokkuð vel er hin dularfulla Gréta Garbo sem reyndar er að komast í sviðs- Ijósið enn á ný er ævisaga hennar kemur út. Óvist er þó hve vel höfundi hefur gengið að nálgast þessa lifandi goðsögn sem nú er hálfáttrœð. Það verður ekki annað sagt en að Niven takist að fylla í forvitniseyður sem hugsanlega verður hægt að finna í nýju ævisögunni um Grétu Garbo. Við skulum Hta aðeins nánar á brot úr kafanum Garbo: Við vorum í allt of stuttu matarhléi bakdyramegin við M-G-M kvikmynda- verið. Rykugur vegur aðskildi vel hirta flötina sem við lágum á og gafla á húsa- röð frá gamalli tíð I Nýja Englandi, sem klambrað var upp þar. Þar var ekkert innanstokks og ekkert að baki. „Þarna kemur hún,” tilkynnti einhver með eftirvæntingarfullum hvíslandi rómi. Fréttin barst með hraða skógar- elds um hóp nokkurra tuga lúinna borgara. „Hver?” spurði ég feita mexíkanska kerlingu, ekki allt of þrifalega, sem sat við hliðina á mér. „Garbo!” svaraði hún og stóð upp. „Hún gerir alltaf æfingar í hádeginu á hverjum einasta degi.” Vegurinn lá nærri tuttugu metra frá okkur þar sem hann var næstur og við aukafólkið stóðum þögul og heilluð þar sem við vorum. Við gerðum ekki tilraun til að fara út á auða svæðið milli okkar og vegarins. 1 hljóðri aðdáun stóðum við þar og horfðum á þessa grönnu veru með sólgleraugun og í vinnubuxunum. Hún var með stóran slútandi hatt. Við horfðum með óttablandinni lotningu á andlitið. skarpir drættir og kaldhæðinn svipur sem hver einasti kvikmyndaleik- ari hafði fyrir löngu uppgötvað. Skyndi- lega var kyrrðin rofin og eins og álögin hyrfu. Ungur piltur braust fram úr hópnum og hljóp yfir flötina með blýant og snjáðan pappirssnepil i átt að rykug- um veginum. „Ungfrú Garbo! . . . ungfrú Garbo!” kallaði hann. Veran sem var að æfa sig þarna missti taktinn og stirðnaði upp. Síðan forðaði hún sér, stikaði stórum skrefum burt. Þegar unglingurinn skokkaði nær henni var hún komin á tölt og þegar hann dró á hana herti hún ferðina og fór á glæsilegu stökki aftur að griðlandi aðal- versins þar sem búningsherbergið skýldi henni. Unglingurinn varð eftir agndofa á vellinum. Hún leit aldrei til baka. Þegar hún var að forðast ókunnuga virtist hún búa yfir sams konar aðvörunarkerfi og gerir leðurblökum kleift að fljúga i myrkri. Þegar unglingurinn kom aftur and- stuttur og vonsvikinn hristi mexíkanska konan hann og tók i hnakkadrambið á honum. „Þvi þú ekki leyfa henni að vera í friði?” sagði hún háum ávítunarrómi. „Hún vill vera i friði." Það voru orð að sönnu og í kvik- 6 Vikan 44- tbl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.