Vikan


Vikan - 30.10.1980, Page 7

Vikan - 30.10.1980, Page 7
Brot úr endurminningum David Niven myndaverinu gengu margar sögur um hvað hún varðveitti friðhelgi sína ákaft. Hún vildi helst alltaf vinna með sama fólkinu og krafðist þess að Bill Daniels, sem þótti hræðilegur ljósmyndari, tæki allar myndir af henni. Hún var fyrsta flokks atvinnumanneskja og virtist eiga létt með að umgangast samstarfsfólk sitt. En eins og Bill orðaði það „Hún gat fundið á lyktinni ef einhver óviðkom- andi var í mílufjarlægð eða minna. Það var sama hver átti í hlut. Hún fann fyrir augnaráði sem á henni hvíldi í hópi hundraða aukaleikara og þá fór hún í búningsherbergi sitt og beið þar til viðkomandi hafði veriðfjarlægður." Þessi óskiljanlegi hæfileiki hennar varð að þjóðsögu og margir skemmtu sér við sögur af ferðum hennar en þá bókaði hún farmiða og hótelgistingu undir nöfnum eins og „Gussie Berger” og „Harriet Bröwn”. Ef til vill hefur hún aldrei sagt hin frægu orð „Ég vil vera ein” en á því leikur enginn vafi að hún vildi vera einsömul. Hún var hræðilega feimin við ókunnuga og vildi helst ekki umgangast aðra en þá sem hún var búin að kynnast áður. „Þó maður leiki í kvik- mynd með Grétu Garbo,” sagði Robert Montgomery, sem einnig var stjarna hjá M-G-M, „þá er ekki þar með sagt að maður sé orðinn málkunnugur henni.” Robert Taylor sem lék á móti Grétu Garbo í Camille sagði mér að það hefði verið stórkost- leg reynsla að leika með henni að einu undanskildu: Hún sveifst varla nokkurs til að geta verið þægitega skóuð. „Þarna vorum við,” sagði hann, „að leika ástarsenur og dauðasenur og hún var í glæsi- legum krínólínkjól en allan tímann vissi ég af því að hún var I gömlum, útjöskuðum inniskóm innanundir. ” Garbo gat orðið ísköld til augnanna ef einhver reyndi að hafa áhrif á hana eins og Grocho Marx fékk að kenna á dag nokkurn. Hann sá auðþekkta veru nálgast í síðbuxum með barðastóran hatt, gekk í veg fyrir hana, hneigði sig djúpt á sinn vel þekkta hátt og gægðist undir hatt- barðið. Tvö' isköld augu litu á hann hörð sem demantar og hann hopaði og tuldraði í barminn: „Afsakið frú, . . . ég hélt að þér væruð náungi sem ég þekkti I Pittsburgh.” Þegar talmyndirnar komu til sögunn- ar varð mikið mannfall í röðum hinna skæru stjarna þöglu myndanna. Enginn lauk þó ferli sínum á jafn niðurlægjandi og hraklegan hátt og John Gilbert. Þessi fyrrum stórstjarna og tekjusmali M-G- M kvikmyndafyrirtækisins hrundi af stalli sínum er fyrsta talmynd hans, sem fyrir seinheppni var kölluð „Sigurnótt hans”, var frumsýnd. Rödd Gilbert skorti alla dýpt, hann hafði skæra og þægilega rödd, en einhvern veginn fór hún illa við dökk leiftrandi augu og skín- andi hvítar tennur hins stórkostlega elskhuga hvíta tjaldsins. Þar að auki voru hljómgæði mjög takmörkuð á bernskuárum talmyndanna og lágtón- arnir skáru hlustir áheyrenda er John Gilbert reyndi í fyrsta sinn að tjá eldheita ást sína kreistri röddu á tjald- inu. Hann fékk ekki fleiri hlutverk í fyrr- verandi konungdæmi sínu. Sögur gengu um að stjórn kvikmyndafélagsins væri að reyna að rifta samningnum við Gilbert, sem hljóðaði upp á geysiháar summur. Reynt var að leggja fyrir hann gildrur í formi gleðikvenna og guðaveiga en veslings maðurinn virtist ekki ginn- keyptur fyrir slíku opinberlega. Hins vegar gengu miklar sögur af drykkju hans í einrúmi en ómögulegt var i að rifta samningnum á þeim forsendum. Nokkrum árum áður en Gilbert lenti i þessari smán hafði ástarævintýri hans og Grétu Garbo verið á hvers manns vörum i Hollywood. En í þann mund sem Gilbert heyrði kirkjuklukkurnar hljóma í huganum stakk Gréta af. Hún var ekki sérlega gefin fyrir alla þessa athygli. Ástarsena úr Camille (Kameliufrúnni). Robert Taylor og Gréta. Þegar Gréta Garbo var á hátindi frægðar sinnar og Gilbert á leið til botns var verið að ráðast í töku kvikmyndar um Kristínu Svíadrottningu. Laurence Olivier var fenginn frá Englandi til að leika á móti Grétu í þeirri mynd. En af óskiljanlegri ástæðu var horfið frá þvi að láta hann fá hlutverkið og það hlýtur að hafa verið mikið áfall fyrir Olivier sem þá var enn óþekktur utan heimalands síns. Hann átti þó eftir að bæta marg- falt úr því. Garbo sá sér leik á borði og krafðist þess að vinur hennar Gilbert fengi hlutverkið. Hún fékk vilja sínum framgengt en ekki nægði það til að endurreisa Gilbert. Gréta Garbo var seinna vel kunnug David Niven ekki síst vegna þess að hann var giftur sœnskri konu, Hjördisi. Grétu þótti gott að hafa landa sinn að tala við og það réð ekki minnstu um hve vel kunnug Gréta Garbo og Niven urðu. Hann segir að endalok veldis hennar í kvikmyndum hafi verið jafn- snögg og óvænt og fyrsti sigurinn. Hún hafi einfaldlega valið rangt hlutverk. Nokkuð sem hefur hent marga leikara. Á stríðstlmum áttu allar myndir að vera fyndnar, afþreying var öllu ofar, en Garbo lenti í að leika í gamanmynd sem var alls ekki fyndin. Niven segir að allir hafi átt von á að Gréta Garbo léti fyrr eða slðar tilleiðast að leika í einni mynd enn, eiga sér þetta venjulega „comeback"sem festa leikara dreymir um. En þegar hún dró sig endanlega inn i skel sína var það í. alvöru. Hún futti til New York en kom til Hollywood af og til aftur, synti nakin í sundlaugum vina sinna og var alls ekki feimin í sinn þrönga hóp. En hún hvarf jafnan ef eitthvað benti til að reyna œtti að draga hana úr fylgsnum sínum. Lýsingar David Niven bera það með sér að hann haf að vissu leyti átt mjög erftt með að gera sér grein fyrir hvers konar manneskja Gréta Garbo er. Og hann er svo sannarlega ekki einn um það. Munurinn er aðeins sá að hann hafði betri aðstöðu til að reyna að leysa gátuna um þessa óvenjulegu kvikmyndadrottningu. En það tókst ekki. □ 44* tbl. Vikan 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.