Vikan


Vikan - 30.10.1980, Blaðsíða 10

Vikan - 30.10.1980, Blaðsíða 10
Karlmenn og einkum yngrí kynslóðin meðal karlmanna hefur fengist meira við börn og barnauppeldi en tiðkaðist undanfarna áratugi. Þessa þróun má m.a. rekja til þess að feður hafa orðið að fást meira við þessa hluti vegna útivinnu mæðra og að æ fleiri ungir feður sjái eitthvert gtldi í þvi að sjá meira um börn sin. Aukin tengsl feðra við börn hafa aftur haft áhrif á sívaxandi kröfur feðra um að fá að halda barni eða börnum við skilnað. Staða feðra í þessum niálum hefur verið bágborin og enn er svo að bæði lagaleg lilið mála styður og reynslan sýnir að langmestur hluti barna verður áfram hjá mæðrum sínum eftir skilnað en faðirinn hefur lausleg tengsl við börnin, sem giarnan minnka þegar timi liður frá skilnaðinum. Mörgum feðrum finnst að þeir hal'i verið óréttlátt meðhöndlaðir þegar þeir hafa viljað fá börn við skilnað. Þcssi afstaða feðra hefur hins vegar aðallega komið fram sem einstaklingsvatidamál þeirra feðra sem hafa staðið I skilnaðarmálum en ekki komið fram sem almenn kral'a l'eðra um að fá rétt sinn í þessum málum. Ef l'eður hel'ðu bundist samtökum lil að bæta úr réttindaleysi feðra við skilnað hefði staða þeirra i þessum málum efalaust verið önnur og þeir hefðu sjálfir getað haft áhril’ á framvindu mála I skilnaði. Jafnábyrgir foreldrar Foreldrar sem hafa staðið í ýmiss konar ert'iðleikum sem síðan enda i skilnaði eiga oft erfitt með að sjá og viðurkenna að börn þarfnist beggja for- eldra eftir skilnað. Margir foreldrar eiga einnig erfitt með að viðurkenna að börnum þyki vænt um báða fcrcklra sina. ef þeir eru sjálfir búnir að niissa allar hlýjar tilfinningar livor til annars og eiga kannski ekkert eftir nema hatur og biturleika hvor I annars garð. Börn liafa i stuttu máli ofl allt aðrar þarfir i skilnaðarmálum en l'oreldrar. .En þau eru gjarnan látin beygja sig undir þarfir foreldranna I þessum efnum. Þessi atriði ásamt réttindaleysi feðra við skilnað hafa m.a. haft í för með sér að sumar þjóðir. eins og Bandaríkjamenn og Sviar. Iiafa reynl að koma á sameiginlegu eða skiptu forræði foreldra yfir börnum viö skilnað. þannig að foreldrar séu frá laga lcgu sjónarmiði jafnábyrgir fyrir uppeldi barna. Margir feður hafa lilið á þessa þróun sem mikið réttindamál sitt og sem undankomuleið frá því að. láta dóntstóla ákveða hvort foreldra sé hæfara til að hafa börnin. Fjölskyldumál — Guöfinna Eydal Feður og börn í skilnaði hefði gengið vel. hinir sögðu gjarnan að skipt forræði barna væri ágætt for- eldranna vegna en neikvæð viðbrögð. væru algeng hjá börnunum. Þau væru óróleg, mótmæltu og létu í ljós ýmiss konar óánægju. Athugunin sýndi einnig að þegar foreldrar skipta með sér ábyrgð á börnum eftir skilnað að borði og sæng tefur það oft fyrir lögskilnaði og að þetta ástand getur gefið börnum falskar vonir um að fjölskyldan eigi eftir aðsameinast á ný. Feður voru hins vegar miklu neikvæðari en mæður gagnvart því að hætta við að skipta með sér ábyrgðinni á börnunum, af því að þeir óttuðust að önnur lausn myndi eyðileggja tengsl þeirra við börnin. Jöfn foreldraábyrgð eða sameiginlegt forræði þýðir ekki einungis að börnin búi um tima hjá móður og siðan hjá föður. Frá lagalegri hlið verða foreldrar að uppfylla viss skilyrði til þess að þeir geti fengið sameiginlegt forræði. Foreldr-i arnir verða t.d. að búa vel og hafa góða heimilishagi og heimilin mega ekki vera of langt frá dagheimili eða skóla barnsins. Einnig er reynt að ganga úr skugga um að foreldrar geti unnið saman og fundið sameiginlegar lausnir á málefnum barnanna. en það reynist Feður viija heldur jafna for- eldraábyrgð en mæður Það hefur komið fram í athugunum að feður vilja frekar fá jafna foreldra ábyrgð en mæður. I Svíþjóð. þar sem sameiginlegt forræði hefur verið reynl frá árinu 1977, var tiu fjölskyldum fylgl nákvæmlega eftir til að sjá hvernig gengi eftir skilnaðinn. Urn helmingur þessara foreldra hætti að skipta með sér ábyrgð á börnunum eftir að þrjú ár voru liðin frá skilnaði. þar sem foreldrum fannst þetta kerfi bæði erfitt og þeir voru óöruggir um hvort þetta væri æskilegt fyrir börnin. Aðeins einir for- eldrar af þessum tiu létu i Ijós að alll oft erfitt þar sem einmitt ósamlyndi for- eldra út af börnum gat verið hluti af skilnaðarorsök. Deilur um forræði Þegar foreldrar geta engan veginn sæst á hvort þeirra á að hafa forræði barna við skilnað er algeng framvinda lO Vikan 44- tbl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.