Vikan


Vikan - 30.10.1980, Page 18

Vikan - 30.10.1980, Page 18
Leiklist Heimþráin er meinholl Hallmar Sigurðsson leikstjóri tekinn tali Hallmar Sigurðsson hefur þvl haft nóg að gera slðan hann kom heim til Islands. Hann nam að vonum staðar I Reykjavík l stað þess að fara beint til Húsavlkur þangað sem hann er upp- runninn. Starfsvettvangurfyrir atvinnu- leikstjóra er varla annars staðar á landinu svo neinu nemi. Hans heimur er þar sem hann starfar. Vissulega á hann slnar rœtur á Húsavlk þar sem foreldrar hans, Sigurður Hallmarsson skólastjóri og Herdls Kristln Birgisdóttir, leika af fullum krafti I áhugaleikhúsi. Hins vegar segist Hallmar hafa fest rœtur I Svíþjóð þar sem hann hefur numið og unnið slðastliðin sjö ár. Og hann á von á að verða rótgróinn I Reykjavík svo lengi sem starf hans verðurþar. Með hvaða hug kemur Hallmar heim eftir svo langa útivist, hverjir eru framtlðardraumarnir? „Eg geri mér engar sérstakar framtíðar- vonir þó ég sé nú kominn heim til starfa,” segir Hallmar. „Hins vegar er það svo með leikhúsvinnu að eðlilegast er að vinna þar sem maður þekkir best til. lslenskt þjóðfélag er það sem ég þekki best.” „Mlklll ófangi þegar Islenska ríklð hsstti eð standa I vegi áhugalelkhúsanna." Heimur leikhússins hefur löngum heillað. Því er alla jafna tekiö eftir ef nýtt fólk gerist afkasta- mikiö á einhverju sviði leikhússtarfs. Ekki síst ef nýja nafnið hljómar eitthvaö kunnuglega. „Hver er hann þessi nýi? Skyldi hann vera sonur ...?” Kannski á ekki aö spyrja slíkra spurninga en staðreyndin er sú aö þaö gera menn. Hallmar Sigurösson er tiltölulega nýkominn frá námi í Svíþjóö. Hann hefur gert þaö gott þar í landi og allt útlit er fyrir aö hann ætli aö veröa atkvæðamikill í leikhúslífí hér á landi einnig. Hann er menntaöur leikstjóri frá leikhúsdeild Dramatiska Institutet í Stokkhólmi sem er hápunkturinn í leikstjóranámi í Svíþjóö. Færri komast líka að en vilja. Áöur haföi hann tekiö próf í leikhúsfræöum viö Stokkhólms- háskóla. Nú er hann kominn til starfa svo um munar hér heima. Hann er og hefur verið að setja upp leikverk viö tvö atvinnuleikhús í Reykjavik. Hjá Leikfélagi Reykjavíkur leikstýrir hann leikritinu Að sjá til þín maður, nútímaleik, eftír Franz Kroetz. Og nýlega var Könnusteypirinn ógurlegi, gamanleikur Holbergs, frumsýndur í Þjóöleikhúsinu. „Auðvitað væri gaman að starfa þar sem ég er kunnugastur, á Húsavík, en hér er einnig heilmargt að fást við. Úti á landi er leiklistarlíf blómlegra að því leyti að fleiri eru þátttakendur í leiklist- inni. Hér á Reykjavíkursvæðinu eru flestir þiggjendur. Það er skemmtilegt að áhugaleikstarf- semi skuli vera svo blómleg sem raun ber vitni hér á landi. Ekki er það vegna þess að. ríkið hafi ausið I hana styrkjum. Það var mikill áfangi þegar íslenska rlkið hætti að standa í vegi fyrir áhuga- leikhúsunum með því að taka söluskatt af sýningunum. Síðan var veittur ein- hver smástyrkur til þessara leikfélaga en hann var smábrot af því sem ríkið hagnaðist á þeim.” „Nú skyldi mennta lands- byggðlna" „Island er vel á vegi statt miðað við Svlþjóð til dæmis, þar sem áhuga- leikhús hafa hreinlega verið drepin I samkeppni við atvinnuleikhús höfuð- borgarinnar. Stofnað var svonefnt Ríkis- leikhús, sem átti að sjá landsbyggða- pöplinum fyrir leiklist af fínni sortinni. Við hinar vinsælu óperettur með allar sínar frægu stjömur gátu áhugaleikhús- in ekki keppt. Leikhús fólksins sjálfs varð leikhúsi alvitringanna að bráð. Þannig er ástandið enn víða á Norður- löndum. Þetta er rétt að breytast núna. 1 Svíþjóð hefur sprottið upp áhuga- leikhús af öðrum toga. Það byrjaði allt I 18 Vikan 44. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.