Vikan


Vikan - 30.10.1980, Page 20

Vikan - 30.10.1980, Page 20
Leiklist námabænum Nordberg í Svíþjóð norðanverðri. Til stóð að leggja niður námuna í bænum. Henni tengd var einnig málmbræðsla og þar með allt atvinnulíf bæjarins. Af rekstrar- hagkvæmnisorsökum átti hreinlega að leggja byggðarlagið niður.” Bœjarfélagið sem ekki var lagt niður. „Fólkið í bænum tók að spyrja sig ýmissa spurninga. Hvað var að gerast? Hvað var hægt að gera til að afstýra þessari þróun. Þá kom upp svarið: að láta heyra 1 sér. Og til þess var leiklistin virkjuð. 300 manna leikhópur fór að kanna sögu byggðarlagsins og sögu verkalýðshreyfingar staðarins. Atvinnu- leiklistarfólk gekk í lið með leikurunum. Leikur var saminn, æfður og leikinn í útileikhúsi við námuna sem átti að fara að leggja niður. Efni leiksins var sótt í gamalt verkfall sem orðið hafði á staðnum i byrjun aldarinnar, deilu sem orðið hafði þá og ekki var svo mjög ólik þvi sem nú virtist vera að ske. Náman var ekki lögð niður. Fólkið fékk möguleika á því að búa áfram í sinni heimabyggð og hafði jafnframt orðið margs vísari um sögu sina og sinnar byggðar. Þetta tiltæki tókst svo vel að nú er þetta sama leikrit leikið á hverju sumri á sama stað. Þetta er dæmi um lifandi leikhús. Síðar hafa fleiri byggðarlög farið að kanna sína sögu og sækja þangað efni í leiksýningar.” „Leikhús verður að hafa upp ð eitthvað að bjóða sem kemur fóiki við" „Leikhús á að fást við eitthvað sem fólkinu kemur við. Það er ekki þar með sagt að fólki geti ekki komið við það sem skrifað var fyrir mörgum árum. 1 gömul leikrit má oft sækja nýjan sannleik. Sum ná auðveldlega til okkar tíma áhorfenda eins og þau eru, önnur þarf að með- höndla og færa í nýjan búning til að við getum skilið þau í dag. Þetta síðarnefnda hefur oft fætt af sér mjög spennandi leiksýningar.’” „Þeð sem gengur vel hér get- ur verið ómögulegt í Moskvu" „Fólk er mjög misjafnt og það sem á erindi við fólk í einu þjóðfélagsumhverfi á ekki við annars staðar. Ég er að vísu rétt að byrja að ferðast — hef enn ekki farið víðar en um Evrópu, en það er gaman að sjá hvað er að gerast annars staðar. Leikhús hér á landi er til dæmis mjög ólikt sovésku leikhúsi. Það sem gengur vel hér getur verið ómögulegt i Moskvu. Sem dæmi um þetta get ég nefnt þér leiksýningar á klassískum leikritum, sem tóku þar allt upp i fimm tíma í flutningi og áhorfendur fylgdust spenntir með allan timann. Ég er hræddur um að það þýddi lítið að bjóða okkur, sem alin eru upp við amerískar kvikmyndir, slikt.” „Að blða i 10 minútur" „Krafan um hraða atburðarás verður sífellt áleitnari. Fyrir 20 árum voru sýningar aldrei of langar. Nú þýðir varla að bjóða upp á lengri sýningar en i hálfan annan tíma. Og ég veit ekki hvernig áhorfendur tækju því nú ef þeir þyrftu að bíða í 10 mínútur eftir sviðs- skiptum. Ekki er svo langt síðan það var alvanalegt. Sama máli gegnir um kvik- myndir. Stórmyndir sem voru 3 klukku- stundir að lengd voru áður vinsælastar en nú nennir enginn að horfa á svo langa kvikmynd. Að vissu leyti er gott að spreyta sig á að byggja upp nógu mikinn hraða og nógu örar skiptingar. En þetta er of skýlaus krafa um hraða til að geta verið góð. Og á alls ekki við hvaða verk sem er. Sum leikrit þola alls ekki þannig meðferð og ná því ekki til fólks.” „Meira en flutningur á texta" „Menn eru nú orðið orðnir allvel læsir á myndmál í gégnum kvikmyndir og sjónvarp. Leiksýning verður að vera annað og meira en flutningur á texta. Það erframför. Gallinn á sjónvarpsuppeldinu er hins vegar þessi óþolinmæði. Ef ekkert spennandi gerist á fyrstu mínútunni er athyglin rokin út í veður og vind. Auglýsingarnar ala einnig á þessum hugsunarhætti. Þar verður að koma sem mestum boðskap fyrir á sem allra stystum tíma. Það kaldhæðnislega er að þessi hugsunarháttur er í raun alls ekki byggður á íslenskum aðstæðum. Allur þessi hraði og kapphlaup við að ná athygli áhorfenda er kominn til þar sem margar sjónvarpsstöðvar eru til að keppa um athygli áhorfandans.Óteljandi sjónvarpsrásir í Bandaríkjunum verða að heyja harða keppni til að áhorfendur horfi á þeirra efni en stilli ekki strax á nasstu stöð. Og þeirri athygli verður að ná á augnablikinu. Ekki að byggja hana upp. Það gefur auga leið að vinnubrögð af þessu tagi gefa ekki mikla þroska- möguleika. Vissa þætti er auðvitað hægt að þroska en annað verður útundan.” KapphlaupM um ðhorfendur „Menn eru orðnir svo vanir hugsunarhætti hraðans að ekki þýðir að afneita honum. En ekki er hægt að alhæfa neitt um hvað vekur athygli áhorfenda. Gott dæmi er verkefnaval áhugaleikhúsa. Þar verður að velja þau leikrit til sýninga sem gefa góða von um mikla aðsókn. Til skamms tíma var talið langvænlegast að velja einhvern gaman- leik. Og ég vil benda á að landsbyggðin er ekki ein um að velja gamanleiki til sýninga til að hressa upp á fjárhags- afkomuna. Þetta hefur gefist vel hingað til en gamanleikur getur verið leiðin- legur og alvarlegt leikrit skemmtilegt. Sum leikrit standast tímans tönn. önnur, sem þóttu bráðfyndin fyrir mörgum árum, eiga ekkert erindi í dag. Verkefnaval áhugaleikhúsanna er að breytast og fjölbreyttari verk eru tekin til sýninga.” 1/2% til vamarmðla? „Auðvitað spila fjármálin mjög inn í verkefnaval bæði atvinnuleikhúsa og 20 ViKan 44. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.