Vikan


Vikan - 30.10.1980, Side 21

Vikan - 30.10.1980, Side 21
Leikhús er alltaf í ákveðnu afstæði við þjóðfélagið. Áhugaleikhús er oftast sprottið af þörfinni fyrir dægra- styttingu. Og ísiendingar eru oft þeirrar skoðunar að dægra- stytting sé að hlæja, sem er sjónarmið út af fyrir sig. En ég held að dægrastytting sé í þvi fólgin að dreifa huga fólks frá þess hversdagslega amstri og beina athygli sinni að öðru. Grátandi eða hlæjandi skiptir ekki máli. áhugaleikhúsa. Fátæktin getur gefiö visst frelsi og það er alltaf spurning hvenær ríkisafskipti af list fara að verða lamandi. En hins vegar getur peninga- baráttan verið fjötrandi og takmarkað möguleika leikhúsanna mjög. Það er athyglisvert að aðeins hálfu prósenti þjóðartekna íslendinga er varið til menningarstarfsemi. Það er ekki nema litið brot af þeim hagnaði sem ríkið hefur af ýmiss konar menningar- starfsemi i landinu. Rithöfundur fær ekki nema lítið brot af þvi sem rikið hagnast á bók sem hann hefur skrifað og gefið út. Eins er það á flestum sviðum menningarstarfsemi í landinú. Svo er talað fjálglega um að menningin sé sverð okkar og skjöldur. Þjóðirnar i kringum okkur eyða 30-40% þjóðartekna til vopna og vígbúnaðar. Við ættum að geta séðaf meiru en 1/2% til menningar- mála. Menningin er okkar helsta vörn. Hálft prósent er skammarlega lágt hlut- fall til svo mikilvægra mála. Þetta er bókmennta- og menningarþjóðin.” „Maðan fólcifl aklar sér.. „Þeim mun er skemmtilegra hversu vel hefur gengið að halda uppi leikstarf- semi úti um land allt þrátt fyrir að það sé fjárhagslega erfitt og mikið aukavinnu- álag á alla sem að sýningum vinna. Þetta sýnir best hvað leiklistaráhugi er mikill í landinu. Og áhorfendur kunna vel að meta það sem gert er. Hér á höfuðborgarsvæðinu er góð leikhúsaðsókn. Meðan fólkið skilar sér á sýningar atvinnu- og áhugaleikhúsa er leiklistarlíf blómlegt.” „Krakkamir léku fika" „Það er að vissu leyti rétt að ég sé alinn upp í leikhúsi. Foreldrar mínir voru bæði mjög mikið i leikstarfsemi á Húsa- vik og reyndar foreldrar flestra vina minna. Við vorum því að flækjast meira og minna í þessu öllu en ekki kannski inni á gafli á hverri æfingu eins og margir virðast halda. Við vorum krakkar og ekki endilega svo vel séð að við værum alltaf að flækjast fyrir. En við krakkarnir settum sjálfir upp okkar eigin sýningar. Við ólumst upp við mjög öflugt leikhúsiif og sáum hverja einustu sýningu frá því . . . ja minnsta kosti síðan ég man eftir mér.” „Oft velt þvf fyrir mér hvere vegna Mklistarfffifl blflmstrar á Húsavfk" „Á Húsavik er geysisterk leiklistar- hefð. Þar hefur verið leikið óslitið frá því löngu fyrir aldamót, á hverju einasta ári. Bærinn er mátulega stór til að sýningar ganga og mátulega lítill til að leikstarfsemin kemur öllum við og allir eru á einhvern hátt þátttakendur. Auk þess erum við mjög vel í sveit sett og i sveitunum í kring er mikill áhugi á leiklist. Þaðan koma mjög margir áhorf- endanna. Þar eru einnig starfrækt áhugamannaleikfélög með mjög blóma- lega starfsemi. Svo má líka segja að metnaður sé að sækja sýningar og setja upp góð leikrit. Jákvæð hlið á þingeyska montinu, að vera ánægður með sig og sitt.” Vissulega hefur margt og merkilegt verið gert á Húsavík i leiklistarmálum og það er áreiðanlega ekki af tómri skyldu- rækni sem sýningar hafa orðið svo vel sóttar aðlandsfrœgthefur orðið. Það var einmitt Sigurður faðir Hallmars sem lék ftðlarann á þakinu við svo góðar undir- tektir að fréttist alla leið hingað suður. Það hlýtur þvi að vera forvitnilegt að heyra hvort ekki hafi einhvern tíma vakað fyrir Hallmari að verða leikari: „Jú, ekki get ég neitað því að þegar ég kom hingað suður að loknu stúdents- prófi þá hafði ég ætlað mér í leiklistar- skóla. En þá var millibilsástand í þeim málum. Skólar leikhúsanna voru báðir hættir og ríkisleiklistarskóli var ekki til enn. Ég hugsaði mér því til hreyfings og að fara að læra í öðru landi. Ég fór út til Svíþjóðar sem hálfgert bam, mállaus að mestu. Ekki er beinllnis gott að fara i leiklistarnám í öðru landi mállaus eins og ég var þá svo ég tók til við sænskuna og fór auk þess í leikhúsfræðinám við háskólann í Stokkhólmi. Það var að mestu bóklegt nám en kennsla fór fram í sama húsi og Dramatiska Institutet hafði leiklistardeild sína. Áhugaleikhúsin þurfa að berjast með kjafti og klóm fyrir tilveru sinni fjárhagslega. • Þau hafa þvi verið nauðbeygð til að taka eitthvað fyrir sem þau eru fullvise um að almenningur vill sjá. Ég hef raunar grun um að sama máli gegni um atvinnuleikhúsin. • Að sjá til þin, maður: í leikritinu sem verið er að sýna hjá Leikfélaginu eru kaflar sem taka jafnlangan tima og í veruleikanum. Þetta leikrit tekur fyrir ýmsar spurningar sem eru mönnum nærri. Þetta er afskaplega nærgöngult verk við nútíma- manneskjuna. Það er lika nærgöngult á þann hátt að það eru fáar persónur og ekki brugðið upp neinni yfirborðs- mynd af þvi sem er að gerast. • Það er afskaplega gaman að vinna með svona fáum. Þá getur enginn skorast undan. Þetta var mjög skemmtilegt samstarf. • Það er erfitt að vinna tvö svona gjörólik verk samtimis en það er afskaplega gaman. Það verður aldrei gaman til lengdar að vera ailtaf að fást við það sama. • Ég veit í dag ekki að hverju mig langar að vinna eftir eitt ár. 44- tbl. Vikann

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.