Vikan


Vikan - 30.10.1980, Síða 24

Vikan - 30.10.1980, Síða 24
Smásaga Drengurinn sem vissi h\ EfTIR aö bróðir minn og mágkona höfðu farist i bílslysi hafði ég tekið að mér uppeldi litla sonar þeirra. Og mér þótti vissulega mjög vænt um hann. En hann og vinur niinn. Tommi, áttu þvi miður ekki skap saman. Hvernig átti ég að leysa það vandamál? Þennan dag beið Maggi litli. bróður sonur minn. eftir mér á bílastæðinu þegar ég kom úr skólanum. „Halló, Inga frænka,” kallaði hann hátt þegar hann sá ntig og flýtti sér inn i bilinn strax og ég hafði opnað dyrnar.. . „Þú kemur seint. Förum við ekki beina leið heim?" Ég brosti og settist við stýrið. „Ég þarf að koma snöggvast við á vörumarkaðin um og kaupa ofurlítið til heimilisins.” „Ó, getur það ekki beðið til morguns. Irænka?" spurði hann í bænarrómi. „Simon er að gera við bilinn.sinn i dag. Hann bað mig að konta til sín og hjálpa sér við það. og ég sagði að ég kænii strax og ég væri búinn i skólanum, — það — það er að segja cf þú vildir leyfa mér það.' Ég andvarpaði og liristi höfuðið |regar við héldum úl i umferðina. „Þú veist vel að þetta er ekki liægt. Maggi. Þú verður svoóhreinn." „Já. já . . . en ég fer auðvitaö fyrst heim og hel' fataskipti." Því næst bætti hann fljótt við: „En geturðu ekki ekiö hraðar, Inga frænka? Simon ekur a.m.k. helmingi hraðar." ..Nei. það gel ég ekki,” sagði ég ergileg. Ég var satt best að segia orðin sárleið á þessu eilifa Símonarskrafi. ..Og einu máttu ekki gleyrna. — ef ég leyl'i |rér að dunda hjá Símoni i kvöld verðurðu að vera heima á morgun og hjálpa mér við að ganga frá dótinu okkar. Þá máttu alls ekki lofa Símoni að konta til hans. Ég vil hafa alll tilbúiðsvo að við getum komist að heinían i tima áður en lestin l'er." Ég þurfti ekki að líta til hliðar til |iess að gera mér Ijóst að Magga brá mjög við þessa fregn. Hann var bara álta ára gamall og oft var hreint ekki auðvell að lást við hann. Það kom fyrir hvað eftir annað að ég varð andvaka af þvi að ég hugsaði svo rnikið um að hann líktist alltaf föður sinum, Eiriki. meira og meira. — bróður minum sáluga sem mér halði þótt svo innilega vænt um. Hann halði erft sjúklegan áhuga Eiriks á öllum vélum og bilum. Og það var sama hve oft ég reyndi að koma I veg fyrir að hann færi út á bensínstöðina til Síínonar, honum tókst alltaf að laumast þangað fyrr en varði. Eftir nokkra stund tautaði Maggi ólundarlega: „Mig langar ekkert til að fara að heiman um páskana. Hvers vegna þurfum við endilega að fara?” ' „Það veistu vel. Maggi minn. Manima Tomrna hefur boðið okkur að koma. Við megum til rneð að fara." Ég sagði þetta hægt og rólega. Maggi stundi óg það var sení hann sigi saman i sætinu. „Hún vill ekki aðég komi,” sagði hann ákveðinn og stappaði fótunum i gólfið, — „og Tonimi vill það ekki heldur. Hann vill bara vera með þér einni. Má ég ekki fá að vera heima? Ég get sem best verið hjá Símoni." „Láttu nú ekki eins og flón. Maggi minn," sagði ég. „Þú kannt áreiðanlega vel við þig þegar við erunt kontin þangað." Maggi ýtti fram neðri vörinni eins og- hann gerði oft þegar hann var eitthvað óánægður. „Nei, aldrei, aldrei!” kallaði hann. „Það verður ógurlega leiðinlegt!" Rétt í þessu ókuni við inn á litla bila stæðið við raðhúsið sent við bjuggum i. Eirikur bróðir minn og eiginkona hans. Björg. höfðu eitt sinn ált þetta hús. En eftir slysið mikla, |iegar þau fórust bæði. kom brátt i Ijós að þau höfðu niælt svo fyrir i erföaskrá að ég eignaðist húsið. Og það varð til þess að ég tók að mér drenginn þeirra litla. Strax og ég hafði stöðvað bílinn brölti Maggi út og þaut að útidyrunum þar sem hann stóð óþolirimóður þangað til ég kont. Hann var tæpast kominn inn fyrir dyrnar |xgar hann hafði fleygt frá sér yfirhöfninni og þotið upp stigann. „Maggi!" kallaði ég á eftir honum. — „ætlarðu ekki að fá þér matarbita áður en þú ferð?” „Nei, það er ástæðulaust. Ég l'æ áreiðanlega eitthvað hjá Símoni." kallaði hann. Og ég var aðeins nýkomin úr kápunni og hafði sett vatnsketilinn á plötuna þegar hann var aftur kominn niður i slitnum. ollublettóttum vinnu- buxum og gamalli, tötralegri peysu. „Bless, Inga frænka." sagði hann og flýfti sér í áttina til dyranna. Ó, Maggi!" kallaði ég á eftir honum og bætti síðan við i öngum mínum: „Komdu nú ekki seint heim." Hann heyrði vist ekki — og dyrtiar skelltust aftur. Það var grafarþögn í húsinu eftir að Maggi var farinn. Ég fékk mér tesopa. 24 Vikan 44. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.